Segjast eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. júní 2018 19:45 Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira