Sumarmessan: Ekki í boði að Raggi fái að hætta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:30 Ragnar og Kári hafa tekið þær nokkrar þessar myndirnar en þeir hafa verið algjörir lykilmenn í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár visir/vilhelm Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira