Sumarmessan: Ekki í boði að Raggi fái að hætta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:30 Ragnar og Kári hafa tekið þær nokkrar þessar myndirnar en þeir hafa verið algjörir lykilmenn í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár visir/vilhelm Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti