Eigandi Roma um gosbrunnastökkið sitt: „Ég á það til að fara aðeins of langt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 22:30 James Pallotta. Vísir/Getty James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira
James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira