Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2018 07:47 Ed Royce (t.v.) og Eliot Engel taka höndum saman í bréfi sínu til íslenskra stjórnvalda. Vísir/AP Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. „Þrátt fyrir að það séu ekki margir múslimar eða gyðingar á Íslandi myndi bann ykkar vera vatn á myllu þeirra sem hagnýta sér kynþáttafordóma og gyðingaandúð í löndum þar sem lýðfræðilegi fjölbreytni er meiri,“ segir í bréfi þeirra Ed Royce, repúblikanans sem fer fyrir utanríkisnefndinni, og Eliot Engel, leiðtoga demókrata í nefndinni. Bréfið er dagsett 5. apríl en rataði fyrst erlenda í fjölmiðla í gær eftir að því hafði verið lekið til samtakanna Orthodox Union sem talað hafa gegn íslenska frumvarpinu á alþjóðavettvangi. „Sem vinaþjóð ykkar hvetjum við ríkisstjórnina til að koma í veg fyrir að þetta óumburðarlynda frumvarp nái fram að ganga,“ segir ennfremur í bréfi þeirra Royce og Engel. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Brot á lögunum gæti varðað við sex ára fangelsi en umskurður af læknisfræðilegum ástæðum yrði áfram leyfður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð. Umskurður er ekki algengur á Íslandi en talið er að um á annað hundrað gyðinga og rúmlega 1100 múslimar búi hér á landi. Frá árinu 2006 hefur 21 drengur undir 18 ára aldri verið umskorinn á Íslandi að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Hversu margir voru umskornir af trúarlegum ástæðum fylgir hins vegar ekki sögunni. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. „Þrátt fyrir að það séu ekki margir múslimar eða gyðingar á Íslandi myndi bann ykkar vera vatn á myllu þeirra sem hagnýta sér kynþáttafordóma og gyðingaandúð í löndum þar sem lýðfræðilegi fjölbreytni er meiri,“ segir í bréfi þeirra Ed Royce, repúblikanans sem fer fyrir utanríkisnefndinni, og Eliot Engel, leiðtoga demókrata í nefndinni. Bréfið er dagsett 5. apríl en rataði fyrst erlenda í fjölmiðla í gær eftir að því hafði verið lekið til samtakanna Orthodox Union sem talað hafa gegn íslenska frumvarpinu á alþjóðavettvangi. „Sem vinaþjóð ykkar hvetjum við ríkisstjórnina til að koma í veg fyrir að þetta óumburðarlynda frumvarp nái fram að ganga,“ segir ennfremur í bréfi þeirra Royce og Engel. Frumvarpið sem nú liggur fyrir alþingi Alþingi felur í sér að umskurður barna almennt yrði bannaður. Frumvarpið kveður einnig á um að lagt verði bann við umskurði á kynfærum drengja en nú þegar er umskurður á kynfærum stúlkna bannaður. Brot á lögunum gæti varðað við sex ára fangelsi en umskurður af læknisfræðilegum ástæðum yrði áfram leyfður. Frumvarpið fékk strax mikil viðbrögð frá trúarleiðtogum í Evrópu en verði frumvarpið að lögum yrði Ísland fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð. Umskurður er ekki algengur á Íslandi en talið er að um á annað hundrað gyðinga og rúmlega 1100 múslimar búi hér á landi. Frá árinu 2006 hefur 21 drengur undir 18 ára aldri verið umskorinn á Íslandi að sögn heilbrigðisráðuneytisins. Hversu margir voru umskornir af trúarlegum ástæðum fylgir hins vegar ekki sögunni.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja. 20. mars 2018 23:45