Kannabisræktun á Íslandi „í miklum blóma“ að sögn yfirlögregluþjóns Elín Margrét Böðvarsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 13. apríl 2018 20:30 Líkt og greint hefur verið frá í fréttum var hald lagt á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í einni umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglunnar á miðvikudaginn. Fjórir voru handteknir vegna málsins en yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings. Alls fundust 322 kannabisplöntur í húsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ á Suðurlandi en húsnæðið höfðu pólskir leigjendur til umráða samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá fundust tæpar sjö milljónir króna í reiðufé auk sextán kílóa af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. „Málið er rannsakað í sjálfu sér sem bæði framleiðsla og hugsanlegur útflutningur á fíkniefnum og síðan peningaþvætti,” segir Karl Steinar.Ræktunin var í iðnaðarhúsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ samkvæmt heimildum fréttastofu.VísirHann segir ræktunina vera með þeim umfangsmeiri sem lögregla hefur komist í tæri við í talsvert langan tíma en að aðgerðunum komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna og Europol. „Við höfum stöðvað í aðgerðum síðasta rúma mánuð, þá eru þetta eitthvað um 1200 plöntur sem að hafa reyndar verið á mismunandi stigi ræktunar,” segir Karl Steinar, en plönturnar sem haldlagðar voru á miðvikudaginn voru flestar á lokastigi ræktunar. „Þetta er greinilega í miklum blóma,” segir Karl Steinar og vísar þar til umfangs kannabisræktunar á Íslandi. Mönnunum fjórum sem handteknir voru, einum Íslendingi og þremur Pólverjum, hefur verið sleppt úr haldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á farbann. Tengdar fréttir Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá í fréttum var hald lagt á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í einni umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglunnar á miðvikudaginn. Fjórir voru handteknir vegna málsins en yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings. Alls fundust 322 kannabisplöntur í húsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ á Suðurlandi en húsnæðið höfðu pólskir leigjendur til umráða samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá fundust tæpar sjö milljónir króna í reiðufé auk sextán kílóa af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. „Málið er rannsakað í sjálfu sér sem bæði framleiðsla og hugsanlegur útflutningur á fíkniefnum og síðan peningaþvætti,” segir Karl Steinar.Ræktunin var í iðnaðarhúsnæði í Smáratúni í Þykkvabæ samkvæmt heimildum fréttastofu.VísirHann segir ræktunina vera með þeim umfangsmeiri sem lögregla hefur komist í tæri við í talsvert langan tíma en að aðgerðunum komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna og Europol. „Við höfum stöðvað í aðgerðum síðasta rúma mánuð, þá eru þetta eitthvað um 1200 plöntur sem að hafa reyndar verið á mismunandi stigi ræktunar,” segir Karl Steinar, en plönturnar sem haldlagðar voru á miðvikudaginn voru flestar á lokastigi ræktunar. „Þetta er greinilega í miklum blóma,” segir Karl Steinar og vísar þar til umfangs kannabisræktunar á Íslandi. Mönnunum fjórum sem handteknir voru, einum Íslendingi og þremur Pólverjum, hefur verið sleppt úr haldi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á farbann.
Tengdar fréttir Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Frosin kannabislauf fundust á svæðinu sem bendir til þess að hinir grunuðu hafi ætlað sér að flytja efni utan. 13. apríl 2018 13:21