Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 13:20 Læknarnir segjast margir hafa neitað að taka þátt í umskurði samvisku sinnar vegna við mismikinn skilning. Vísir/Getty Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna frumvarpi sem miðast við að leggja bann við umskurði drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Í yfirlýsingunni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé ekki flókið að mati læknanna. „Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu um yfirlýsinguna segir að íslenskir læknar hafi margir unnið í Evrópu, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Þónokkrir hafa hafa tekið á móti ungum drengjum með fylgikvilla eftir umskurð á borð við sýkingar, blæðingar eða vefjadrep. Jafnvel þannig ástatt með að tvísýnt væri um horfur. Aðrir hafa lýst upplifun sinni af sársauka nýbura þar sem afar skyn-næmur vefur er skorinn burt án deyfingar. Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. Í tilkynningunni kemur fram að hátt á fimmta hundruð undirskriftir hafi safnast á 48 klukkustundum. Læknarnir sem rita nafn sitt við þessa yfirlýsingu segjast taka heilshugar undir niðurstöður kollega okkar sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða. Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna frumvarpi sem miðast við að leggja bann við umskurði drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Í yfirlýsingunni segir að málið hafi ýmsar hliðar en sé ekki flókið að mati læknanna. „Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu um yfirlýsinguna segir að íslenskir læknar hafi margir unnið í Evrópu, á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Þónokkrir hafa hafa tekið á móti ungum drengjum með fylgikvilla eftir umskurð á borð við sýkingar, blæðingar eða vefjadrep. Jafnvel þannig ástatt með að tvísýnt væri um horfur. Aðrir hafa lýst upplifun sinni af sársauka nýbura þar sem afar skyn-næmur vefur er skorinn burt án deyfingar. Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. Í tilkynningunni kemur fram að hátt á fimmta hundruð undirskriftir hafi safnast á 48 klukkustundum. Læknarnir sem rita nafn sitt við þessa yfirlýsingu segjast taka heilshugar undir niðurstöður kollega okkar sem birtust í tímariti bandarísku barnalæknasamtakanna AAP í apríl 2013, að umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða.
Heilbrigðismál Trúmál Tengdar fréttir Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Vöktu sambýlisfólkið með öskrum eftir umskurð Um 100 slíkar aðgerðir framkvæmdar á karlmönnum árlega á Íslandi. Viðmælandi lýsir sársaukanum sem hann upplifði dagana eftir aðgerðina sem "helvíti á jörð“. 27. maí 2015 14:02
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48