Rúnar Alex: Gæti verið mitt fyrsta og síðasta tækifæri til að fara á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 11:00 Rúnar Alex Rúnarsson vill komast á HM eins og svo margir. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland standa í ströngu þessa dagana í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Danska deildin breytti fyrirkomulaginu fyrir síðustu leiktíð þannig að nú spila efstu sex lið deildarinnar innbyrðis leiki í sérstöku meistaraumspili þannig aðeins er um stórleiki að ræða. Nordsjælland er í þriðja sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um þriðja sætið og fjórum stigum á undan FC Kaupmannahöfn í baráttunni um þriðja sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti. „Umspilið er miklu skemmtilegra í ár því það er allt undir í hverjum leik fyrir okkur og hvert tap hefur miklar afleiðingar. Þannig á það að vera. Það er mikil pressa í hverjum leik og maður finnur fyrir pressu að standa sig vel fyrir félagið og til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum,“ segir Rúnar Alex í viðtali við heimasíðu félagsins. „Í fyrra vorum við að þróa nýtt lið en nú eru medalíur í boði og Evrópusæti. Ég gæti ekki ímyndað mér betri endi á tímabilinu en að fá verðlaun, komast í Evrópu og fara svo með Íslandi á HM. Það yrði fullkomið,“ segir hann. Rúnar Alex virðist eiga öruggt sæti í íslenska HM-hópnum en hann er orðinn annar markvörður á eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem er í fallumspilinu með sínu liði, Randers. „Það yrði svo stórt fyrir mig að komast á HM. Þetta gæti verið fyrsta og síðasta tækifærið fyrir mig að spila á HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með og mögulega gerist það aldrei aftur þar sem við erum svo lítið land. Þetta er eitthvað sem ég vil upplifa,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland standa í ströngu þessa dagana í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Danska deildin breytti fyrirkomulaginu fyrir síðustu leiktíð þannig að nú spila efstu sex lið deildarinnar innbyrðis leiki í sérstöku meistaraumspili þannig aðeins er um stórleiki að ræða. Nordsjælland er í þriðja sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um þriðja sætið og fjórum stigum á undan FC Kaupmannahöfn í baráttunni um þriðja sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti. „Umspilið er miklu skemmtilegra í ár því það er allt undir í hverjum leik fyrir okkur og hvert tap hefur miklar afleiðingar. Þannig á það að vera. Það er mikil pressa í hverjum leik og maður finnur fyrir pressu að standa sig vel fyrir félagið og til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum,“ segir Rúnar Alex í viðtali við heimasíðu félagsins. „Í fyrra vorum við að þróa nýtt lið en nú eru medalíur í boði og Evrópusæti. Ég gæti ekki ímyndað mér betri endi á tímabilinu en að fá verðlaun, komast í Evrópu og fara svo með Íslandi á HM. Það yrði fullkomið,“ segir hann. Rúnar Alex virðist eiga öruggt sæti í íslenska HM-hópnum en hann er orðinn annar markvörður á eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem er í fallumspilinu með sínu liði, Randers. „Það yrði svo stórt fyrir mig að komast á HM. Þetta gæti verið fyrsta og síðasta tækifærið fyrir mig að spila á HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með og mögulega gerist það aldrei aftur þar sem við erum svo lítið land. Þetta er eitthvað sem ég vil upplifa,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira