Lífið

Bam Margera handtekinn fyrir ölvunarakstur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margera í Los Angeles árið 2013.
Margera í Los Angeles árið 2013. vísir/getty
Raunveruleikastjarnan Bam Margera var tekinn fyrir ölvunarakstur á sunnudagsmorgun í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vefsíðu TMZ.

Lögreglumenn á svæðinu fundu töluverða áfengislykt af Margera og því var hann látinn blása í áfengismæli.

Þá kom í ljós að var drukkinn og var í framhaldinu handtekinn. Margera varð að reiða fram 15.000 dollara í tryggingafé til að sleppa úr fangelsi.

Þetta er í fyrsta skipti sem stjarnan er tekinn fyrir ölvunarakstur en hann hefur barist við áfengis-og vímuefnavanda í mörg ár.

Ryan Dunn, einn bestu vinur Margera, lést árið 2011 í skelfilegu bílslysi en þá hafði hann ekið undir áhrifum áfengis.

Bam Margera hefur nokkrum sinnum komið til Íslands og vakti hann mikla athygli er hann mætti á tónlistarhátíðina Secret Solstice árið 2015. Þá komast kappinn í fjölmiðla um allan heim eftir að ráðist var á hann í Laugardalnum. Í fréttunum hér að neðan hér hægt að rifja upp það mál. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×