Lífið

Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Allt sem þessi gæi segir á öllum miðlum er kjaftæði,“ segir Egill Thorarensen. Hann var einn skipuleggjanda Secret Solstice hátíðarinnar en hann ásamt Gísla Pálma og þriðja manni veittu Bam Margera áverka á hátíðinni á laugardagskvöld. Egill var í viðtali við Harmageddon á X-977 nú rétt í þessu.

„Bam var fyrir löngu búinn að skapa sér óvild út um allt svæðið. Hann veittist að fólki og afgreiðslufólki. Hann áreitti stelpur út um allt svæðið og hann áreitti líka aðra og var með dólg.“ 

Á upptöku af atvikinu sést hvar Margera labbar inn á svæðið fyrir tónlistarfólk og starfsmenn og Egill og Gísli Pálmi taka á móti honum og lúskra á honum. Í myndbandi sem sjá má inn á Vísi sést hvar Bam segir að yfirlýsingar skipuleggjenda um áreiti Bam hafi verið kjaftæði. Hann hafi átt í útistöðum við mann að nafni Leon Hill sem eitt sinn var fjölmiðlafulltrúi hans.



„Þegar þeir komu síðast kynntist Hill mér og landinu og varð ástfanginn af Íslandi. Síðan þá hefur hann starfað fyrir hátíðina. Bam segir að Hill skuldi sér 90.000 dali en það er fásinna. Hann mætir á barinn og ætlar að útkljá þessi mál og ég bið hann vinsamlegast um að gera það annars staðar.“

Egill segir að Bam hafi verið með tvo menn með sér og þeir hafi ætlað sér að tala við Hill. „Þannig þetta var bara ég á móti þremur áður en Gísli kom mér til bjargar. Við Gísli vorum ekki að koma neinum stelpum til bjargar heldur að redda okkur. Ég er enginn stuðningsmaður ofbeldis og það er enginn að hreykja sér af þessu. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.“

„Ég hefði alveg getað haldið áfram að taka við höggum og hrákum frá þessum gæjum en ég var orðinn of reiður. Ég reiddist, missti stjórn á mér og það sem ég gerði það gerði ég í bræði. Svo reynir hann að kaupa sér „goodwill“ á Instagram með því að lofa skatepark fyrir íslenska krakka. Við Gísli getum miklu frekar haldið geggjaða tónleika og látið ágóðann renna í skatepark.“

Skilaboð Egils til Bam voru einföld. „Mættu með myndbandið óklippt. Ég veit það er til og þegar þú kemur með það þá sýnir það að við höfum rétt fyrir okkur en ekki þú.“

In boston out of the hospital, now off to see my lawyer! Iceland kids, your getting a skatepark, a proper one.

A photo posted by Bam Margera (@bam__margera) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×