Tiny segir lögreglu hafa leitað til Arons Pálmarssonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2015 09:00 Gísli Pálmi (í gulri og svartri peysu) og Aron Pálmarsson fylgist með fyrir aftan. Tónlistarmaðurinn, hjólabrettakappinn og meðlimur Jackass, Bam Margera, hafði tvo daga í röð ekki þolinmæði í að bíða eftir því að skýrslutaka gæti hafist yfir honum hjá lögreglu svo hann gæti lagt fram kæru vegna líkamsárásar á Secret Solstice. Fjölmörg vitni urðu að árásinni og má þar nefna Erp Eyvindarson, betur þekktan sem Blaz Roca og einn besta handboltamann Íslands og heimsins, Aron Pálmarsson. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu hafi í raun aldrei hafist. Í tvígang hafi Margera mætt á lögreglustöðina en óþolinmæði hafi gætt í bæði skiptin og engin kæra lögð fram.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á sunnudaginn.Vísir/Stefán Ó.Nennti ekki að bíða Árásin, sem náðist á myndband og Margera kom til Vísis, varð síðastliðið laugardagskvöld. Margera mætti á lögreglustöðina á sunnudeginum til að leggja fram kæru. „Það þurfti að kalla til rannsóknarlögreglumann til að taka af honum skýrslu. Áður en hann kom þá fór hann,“ segir Gunnar um fyrri heimsókn Margera í samtali við Vísi. Svipað hafi verið upp á teningnum daginn eftir þegar Margera mætti á svæðið. „Þá þurfti að kalla til túlk. Hann nennti því ekki,“ segir Gunnar.Myndbandið af slagsmálunum sem Margera sendi Vísi má sjá hér að neðan. Þar bregður bæði Aroni Pálmarssyni og Erpi Eyvindarsyni fyrir.Enginn boðaður í skýrslutöku Þar sem ekki hefur verið lögð fram kæra er málið ekki til rannsóknar hjá lögreglu. Enginn hefur verið boðaður í skýrslutöku. Margera getur hins vegar enn kært árásina sýnist honum svo. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að reiði hans beinist að Leon Hill, umboðsmanni og starfsmanni á Secret Solstice, en ekki íslensku röppurunum Agli „Tiny“ Thorarensen og Gísla Pálma sem voru á meðal þeirra sem reiddu til höggs. Margera heldur því fram að Hill hafi svikið sig og skuldi sér pening. Hill hefur sagt ásakanir Margera út í hött.Gísli Pálmi nýtur töluverðra vinsælda um þessar mundir en ný plata hans hefur selst afar vel.Tiny, sem einnig er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, mætti í Harmageddon í gærmorgun og ítrekaði að myndbandið sýndi langt í frá alla söguna. Margera hafi verið búinn að skalla sig og hrækja á sig og Tiny reynt að kalla til gæslu. Þegar það hafi brugðist hafi Gísli Pálmi komið honum til bjargar eins og fjallað var um á Vísi í gær. Tiny viðurkenndi þó að hafa orðið reiður og slegið til Margera. Það hefði verið gert í bræði. Ofbeldi sé þó aldrei lausnin. Þá sagði Tiny Margera hafa verið með vesen svo til alla hátíðina. Hann hefði viljað spila á aðalsviðinu þrátt fyrir að vera bókaður á annað svið. Þá hafi ástand hans verið þannig að erfitt hafi verið að skilja orð af því sem hann sagði.Viðtal Harmageddon við Egil „Tiny“ má heyra í spilaranum að neðan. Rætt er um samskipti lögreglu við Aron Pálmarsson eftir um 15 mínútur og 40 sekúndur.Segir Aron hafa sagst myndu grípa inn í Tiny telur að um 50 vitni hafi verið að atburðarásinni sem geti staðfest hans frásögn. Þeirra á meðal sé nafntogaður íþróttamaður, sem Tiny nafngreinir þó ekki í viðtalinu en Vísir hefur fyrir víst að sé fyrrnefnd stórskytta Aron Pálmarsson. Lögregla hafi rætt við kappann. „Þeir fara til hans því þeir treysta honum best,“ segir Tiny og bætir við að það hafi verið af þeim sökum að lögregla hafi kannast við kappann. Lögregla hafi spurt Hafnfirðinginn hvað gerst hafi. Tiny segir inntakið í svari Arons til lögreglu hafa verið á þá leið að hefðu Gísli Pálmi og félagar ekki gripið inn í þá hefði handboltakappinn sjálfur gert það. Ekki náðist í Aron í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Tengdar fréttir Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01 Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Tónlistarmaðurinn, hjólabrettakappinn og meðlimur Jackass, Bam Margera, hafði tvo daga í röð ekki þolinmæði í að bíða eftir því að skýrslutaka gæti hafist yfir honum hjá lögreglu svo hann gæti lagt fram kæru vegna líkamsárásar á Secret Solstice. Fjölmörg vitni urðu að árásinni og má þar nefna Erp Eyvindarson, betur þekktan sem Blaz Roca og einn besta handboltamann Íslands og heimsins, Aron Pálmarsson. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að rannsókn á málinu hafi í raun aldrei hafist. Í tvígang hafi Margera mætt á lögreglustöðina en óþolinmæði hafi gætt í bæði skiptin og engin kæra lögð fram.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á sunnudaginn.Vísir/Stefán Ó.Nennti ekki að bíða Árásin, sem náðist á myndband og Margera kom til Vísis, varð síðastliðið laugardagskvöld. Margera mætti á lögreglustöðina á sunnudeginum til að leggja fram kæru. „Það þurfti að kalla til rannsóknarlögreglumann til að taka af honum skýrslu. Áður en hann kom þá fór hann,“ segir Gunnar um fyrri heimsókn Margera í samtali við Vísi. Svipað hafi verið upp á teningnum daginn eftir þegar Margera mætti á svæðið. „Þá þurfti að kalla til túlk. Hann nennti því ekki,“ segir Gunnar.Myndbandið af slagsmálunum sem Margera sendi Vísi má sjá hér að neðan. Þar bregður bæði Aroni Pálmarssyni og Erpi Eyvindarsyni fyrir.Enginn boðaður í skýrslutöku Þar sem ekki hefur verið lögð fram kæra er málið ekki til rannsóknar hjá lögreglu. Enginn hefur verið boðaður í skýrslutöku. Margera getur hins vegar enn kært árásina sýnist honum svo. Hann hefur sjálfur lýst því yfir að reiði hans beinist að Leon Hill, umboðsmanni og starfsmanni á Secret Solstice, en ekki íslensku röppurunum Agli „Tiny“ Thorarensen og Gísla Pálma sem voru á meðal þeirra sem reiddu til höggs. Margera heldur því fram að Hill hafi svikið sig og skuldi sér pening. Hill hefur sagt ásakanir Margera út í hött.Gísli Pálmi nýtur töluverðra vinsælda um þessar mundir en ný plata hans hefur selst afar vel.Tiny, sem einnig er einn skipuleggjenda hátíðarinnar, mætti í Harmageddon í gærmorgun og ítrekaði að myndbandið sýndi langt í frá alla söguna. Margera hafi verið búinn að skalla sig og hrækja á sig og Tiny reynt að kalla til gæslu. Þegar það hafi brugðist hafi Gísli Pálmi komið honum til bjargar eins og fjallað var um á Vísi í gær. Tiny viðurkenndi þó að hafa orðið reiður og slegið til Margera. Það hefði verið gert í bræði. Ofbeldi sé þó aldrei lausnin. Þá sagði Tiny Margera hafa verið með vesen svo til alla hátíðina. Hann hefði viljað spila á aðalsviðinu þrátt fyrir að vera bókaður á annað svið. Þá hafi ástand hans verið þannig að erfitt hafi verið að skilja orð af því sem hann sagði.Viðtal Harmageddon við Egil „Tiny“ má heyra í spilaranum að neðan. Rætt er um samskipti lögreglu við Aron Pálmarsson eftir um 15 mínútur og 40 sekúndur.Segir Aron hafa sagst myndu grípa inn í Tiny telur að um 50 vitni hafi verið að atburðarásinni sem geti staðfest hans frásögn. Þeirra á meðal sé nafntogaður íþróttamaður, sem Tiny nafngreinir þó ekki í viðtalinu en Vísir hefur fyrir víst að sé fyrrnefnd stórskytta Aron Pálmarsson. Lögregla hafi rætt við kappann. „Þeir fara til hans því þeir treysta honum best,“ segir Tiny og bætir við að það hafi verið af þeim sökum að lögregla hafi kannast við kappann. Lögregla hafi spurt Hafnfirðinginn hvað gerst hafi. Tiny segir inntakið í svari Arons til lögreglu hafa verið á þá leið að hefðu Gísli Pálmi og félagar ekki gripið inn í þá hefði handboltakappinn sjálfur gert það. Ekki náðist í Aron í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir.
Tengdar fréttir Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01 Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hljóðstig á Secret Solstice ekki yfir mörk hávaðareglugerðar Fulltrúar heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar mældu hljóðstig á viðburðum hátíðarinnar í þá þrjá daga sem hátíðin stóð. 24. júní 2015 15:01
Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Aðeins um tvö hundruð miðar voru eftir á Secret Solstice hátíðina í ár, sem gekk mjög vel í ár. 24. júní 2015 09:30
Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47