Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2015 11:45 Emmsjé Gauti liggur ekki á skoðunum sínum á Twitter. Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. Margera, sem hafði sagst ætla að leggja fram kæru, hætti við er hann áttaði sig á því að það væri nokkuð tímafrekt. Hann er haldinn af landi brott og rannsókn lögreglu að óbreyttu lokið. Óhætt er að segja að málið sé í besta falli stórfurðulegt. Margera, sem hefur getið sér orð fyrir fíflaskap sem meðlimur Jackass og sótt Ísland heim oftar en einu sinni á þeim forsendum, segist hafa viljað ná tali af Leon Hill, umboðsmanni sem kemur að hátíðinni. Segir Margera Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni fé. Hill sagði ásakanir Margera óskiljanlegar í samtali við Nútímann en neitaði að tjá sig frekar um málið.Bam Margera. Myndin var tekin daginn eftir árásina.Vísir/Stefán ÓliMargera virðist telja að íslensku rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Egill Thorarensen sem er einnig einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, hafi ráðist á sig að frumkvæði Hill. Myndband sýnir glögglega hvernig rappararnir láta reiða til höggs. Talsmaður Secret Solstice sagði hins vegar að myndbandið segði ekki alla söguna. Margera hefði áreitt konur í öryggisgæslu og þess utan verið í afar annarlegu ástandi. Því hefði verið ráðist á hann.Myndbandið má sjá hér að neðan.Margera neitar því að hafa áreitt konur en segist þó hafa verið ágengur því hann hafi viljað komast inn á lokað svæði í þeim tilgangi að hitta Hill. Hvorki Gísli Pálmi né Tiny hafa til þessa viljað tjá sig um uppákomuna. Félagi þeirra í rappsenunni, Emmsjé Gauti, gerði það þó í gær.Mitt take á þessu Bam máli = vanalega styð ég ekki ofbeldi en suma menn þarf einfaldlega að kýla— Emmsjé (@emmsjegauti) June 22, 2015 Meðal þeirra fjölmörgu sem deila og líka við færslu rapparans eru grínistinn Dóri DNA og DJ Flugvél og Geimskip. Emmsjé Gauti vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Björgvin Ívar Baldursson, tónlistarmaður og barnabarn Rúnars heitins Júlíussonar, er á sömu línu og rapparinn. Björgvin slær á létta strengi líkt og fjölmargir hafa gert undanfarna daga með orðaleikjum og færslum á Twitter.Ég trúi ekki að fólk sé að efast um það hvort að Margera hafi átt högg skilið. Fíflið rústaði Land Cruiser. 150 reyndar, en samt LC.— Björgvin Ívar (@Bjorgvin_Ivar) June 23, 2015 Margera hélt sem fyrr segir af landi brott í gær, sendi Hill kalda kveðju um leið og hann sagðist ekkert kannast við íslensku rapparana. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Tengdar fréttir Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. Margera, sem hafði sagst ætla að leggja fram kæru, hætti við er hann áttaði sig á því að það væri nokkuð tímafrekt. Hann er haldinn af landi brott og rannsókn lögreglu að óbreyttu lokið. Óhætt er að segja að málið sé í besta falli stórfurðulegt. Margera, sem hefur getið sér orð fyrir fíflaskap sem meðlimur Jackass og sótt Ísland heim oftar en einu sinni á þeim forsendum, segist hafa viljað ná tali af Leon Hill, umboðsmanni sem kemur að hátíðinni. Segir Margera Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni fé. Hill sagði ásakanir Margera óskiljanlegar í samtali við Nútímann en neitaði að tjá sig frekar um málið.Bam Margera. Myndin var tekin daginn eftir árásina.Vísir/Stefán ÓliMargera virðist telja að íslensku rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Egill Thorarensen sem er einnig einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, hafi ráðist á sig að frumkvæði Hill. Myndband sýnir glögglega hvernig rappararnir láta reiða til höggs. Talsmaður Secret Solstice sagði hins vegar að myndbandið segði ekki alla söguna. Margera hefði áreitt konur í öryggisgæslu og þess utan verið í afar annarlegu ástandi. Því hefði verið ráðist á hann.Myndbandið má sjá hér að neðan.Margera neitar því að hafa áreitt konur en segist þó hafa verið ágengur því hann hafi viljað komast inn á lokað svæði í þeim tilgangi að hitta Hill. Hvorki Gísli Pálmi né Tiny hafa til þessa viljað tjá sig um uppákomuna. Félagi þeirra í rappsenunni, Emmsjé Gauti, gerði það þó í gær.Mitt take á þessu Bam máli = vanalega styð ég ekki ofbeldi en suma menn þarf einfaldlega að kýla— Emmsjé (@emmsjegauti) June 22, 2015 Meðal þeirra fjölmörgu sem deila og líka við færslu rapparans eru grínistinn Dóri DNA og DJ Flugvél og Geimskip. Emmsjé Gauti vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Björgvin Ívar Baldursson, tónlistarmaður og barnabarn Rúnars heitins Júlíussonar, er á sömu línu og rapparinn. Björgvin slær á létta strengi líkt og fjölmargir hafa gert undanfarna daga með orðaleikjum og færslum á Twitter.Ég trúi ekki að fólk sé að efast um það hvort að Margera hafi átt högg skilið. Fíflið rústaði Land Cruiser. 150 reyndar, en samt LC.— Björgvin Ívar (@Bjorgvin_Ivar) June 23, 2015 Margera hélt sem fyrr segir af landi brott í gær, sendi Hill kalda kveðju um leið og hann sagðist ekkert kannast við íslensku rapparana. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT
Tengdar fréttir Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37