Emmsjé Gauti: „Suma menn þarf einfaldlega að kýla“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2015 11:45 Emmsjé Gauti liggur ekki á skoðunum sínum á Twitter. Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. Margera, sem hafði sagst ætla að leggja fram kæru, hætti við er hann áttaði sig á því að það væri nokkuð tímafrekt. Hann er haldinn af landi brott og rannsókn lögreglu að óbreyttu lokið. Óhætt er að segja að málið sé í besta falli stórfurðulegt. Margera, sem hefur getið sér orð fyrir fíflaskap sem meðlimur Jackass og sótt Ísland heim oftar en einu sinni á þeim forsendum, segist hafa viljað ná tali af Leon Hill, umboðsmanni sem kemur að hátíðinni. Segir Margera Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni fé. Hill sagði ásakanir Margera óskiljanlegar í samtali við Nútímann en neitaði að tjá sig frekar um málið.Bam Margera. Myndin var tekin daginn eftir árásina.Vísir/Stefán ÓliMargera virðist telja að íslensku rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Egill Thorarensen sem er einnig einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, hafi ráðist á sig að frumkvæði Hill. Myndband sýnir glögglega hvernig rappararnir láta reiða til höggs. Talsmaður Secret Solstice sagði hins vegar að myndbandið segði ekki alla söguna. Margera hefði áreitt konur í öryggisgæslu og þess utan verið í afar annarlegu ástandi. Því hefði verið ráðist á hann.Myndbandið má sjá hér að neðan.Margera neitar því að hafa áreitt konur en segist þó hafa verið ágengur því hann hafi viljað komast inn á lokað svæði í þeim tilgangi að hitta Hill. Hvorki Gísli Pálmi né Tiny hafa til þessa viljað tjá sig um uppákomuna. Félagi þeirra í rappsenunni, Emmsjé Gauti, gerði það þó í gær.Mitt take á þessu Bam máli = vanalega styð ég ekki ofbeldi en suma menn þarf einfaldlega að kýla— Emmsjé (@emmsjegauti) June 22, 2015 Meðal þeirra fjölmörgu sem deila og líka við færslu rapparans eru grínistinn Dóri DNA og DJ Flugvél og Geimskip. Emmsjé Gauti vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Björgvin Ívar Baldursson, tónlistarmaður og barnabarn Rúnars heitins Júlíussonar, er á sömu línu og rapparinn. Björgvin slær á létta strengi líkt og fjölmargir hafa gert undanfarna daga með orðaleikjum og færslum á Twitter.Ég trúi ekki að fólk sé að efast um það hvort að Margera hafi átt högg skilið. Fíflið rústaði Land Cruiser. 150 reyndar, en samt LC.— Björgvin Ívar (@Bjorgvin_Ivar) June 23, 2015 Margera hélt sem fyrr segir af landi brott í gær, sendi Hill kalda kveðju um leið og hann sagðist ekkert kannast við íslensku rapparana. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Tengdar fréttir Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Óvíst er hvaða afleiðingar árás íslenskra rappara á meðlim Jackass, Bam Margera, mun hafa í för með sér. Margera, sem hafði sagst ætla að leggja fram kæru, hætti við er hann áttaði sig á því að það væri nokkuð tímafrekt. Hann er haldinn af landi brott og rannsókn lögreglu að óbreyttu lokið. Óhætt er að segja að málið sé í besta falli stórfurðulegt. Margera, sem hefur getið sér orð fyrir fíflaskap sem meðlimur Jackass og sótt Ísland heim oftar en einu sinni á þeim forsendum, segist hafa viljað ná tali af Leon Hill, umboðsmanni sem kemur að hátíðinni. Segir Margera Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni fé. Hill sagði ásakanir Margera óskiljanlegar í samtali við Nútímann en neitaði að tjá sig frekar um málið.Bam Margera. Myndin var tekin daginn eftir árásina.Vísir/Stefán ÓliMargera virðist telja að íslensku rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Egill Thorarensen sem er einnig einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, hafi ráðist á sig að frumkvæði Hill. Myndband sýnir glögglega hvernig rappararnir láta reiða til höggs. Talsmaður Secret Solstice sagði hins vegar að myndbandið segði ekki alla söguna. Margera hefði áreitt konur í öryggisgæslu og þess utan verið í afar annarlegu ástandi. Því hefði verið ráðist á hann.Myndbandið má sjá hér að neðan.Margera neitar því að hafa áreitt konur en segist þó hafa verið ágengur því hann hafi viljað komast inn á lokað svæði í þeim tilgangi að hitta Hill. Hvorki Gísli Pálmi né Tiny hafa til þessa viljað tjá sig um uppákomuna. Félagi þeirra í rappsenunni, Emmsjé Gauti, gerði það þó í gær.Mitt take á þessu Bam máli = vanalega styð ég ekki ofbeldi en suma menn þarf einfaldlega að kýla— Emmsjé (@emmsjegauti) June 22, 2015 Meðal þeirra fjölmörgu sem deila og líka við færslu rapparans eru grínistinn Dóri DNA og DJ Flugvél og Geimskip. Emmsjé Gauti vildi ekki tjá sig frekar um málið í samtali við Vísi. Björgvin Ívar Baldursson, tónlistarmaður og barnabarn Rúnars heitins Júlíussonar, er á sömu línu og rapparinn. Björgvin slær á létta strengi líkt og fjölmargir hafa gert undanfarna daga með orðaleikjum og færslum á Twitter.Ég trúi ekki að fólk sé að efast um það hvort að Margera hafi átt högg skilið. Fíflið rústaði Land Cruiser. 150 reyndar, en samt LC.— Björgvin Ívar (@Bjorgvin_Ivar) June 23, 2015 Margera hélt sem fyrr segir af landi brott í gær, sendi Hill kalda kveðju um leið og hann sagðist ekkert kannast við íslensku rapparana. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT
Tengdar fréttir Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum.“ 22. júní 2015 19:38
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37