„Verðum að mæta hörkunni og vera hugrakkar með boltann“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. september 2018 11:30 Elín Metta Jensen á ferðinni á móti Slóveníu. Fréttablaðið/Anton Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í lokakeppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjarlægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu stig í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaumferðinni. Öllu raunhæfara er að gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæglega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspilinu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draumurinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. Hún segir að það mæti annað lið til leiks í dag heldur en síðast þegar liðin mættust. „Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugardaginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verkefni. „Mér finnst liðinu hafa tekist vel að setja vonbrigðin frá laugardeginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll tölfræði segir að liðið sé í betra líkamlegu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr vongóður. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Það kemur í ljós síðdegis í dag hvort Ísland kemst beint í lokakeppni HM 2019 eða í umspil um sæti í lokakeppninni. Það er fjarlægur möguleiki að íslenska liðið nái að skjótast upp fyrir Þýskaland og sleppa við umspilið, en til þess þurfa frændur okkar frá Færeyjum að gera kraftaverk og ná í sín fyrstu stig í undankeppninni og leggja gríðarlega sterkt lið Þjóðverja að velli í lokaumferðinni. Öllu raunhæfara er að gera sér vonir um sæti í umspili um laust sæti í lokakeppninni, en jafntefli gæti hæglega komið íslenska liðinu þangað og sigur mun að öllum líkindum halda draumnum um að taka þátt í HM í fyrsta skipti í sögunni á lífi. Þau fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum sjö tryggja sér sæti í umspilinu. Stöðuna hjá þeim liðum sem sitja í öðru sæti fyrir lokaumferðina má sjá í töflunni hér til hliðar. Ísland og Tékkland skildu jöfn þegar liðin mættust ytra í fyrri umferðinni, en sá leikur var einkar harður og tékknesku leikmennirnir létu þá íslensku finna hressilega til tevatnsins. Fari Tékkland með sigur af hólmi í leiknum í dag er HM-draumurinn úr sögunni hjá íslenska liðinu. „Mér fannst útileikurinn einkennast af því að við lögðum gríðarlega orku í leikinn gegn Þýskalandi sem var skömmu fyrir þann leik og við vorum mjög þreyttar. Það sást vel á spilamennsku okkar að við gátum ekki sýnt okkar bestu hliðar sökum þreytu. Það má svo ekki gleyma því að þetta er hörkulið og við þurfum að eiga toppleik til þess að vinna,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. Hún segir að það mæti annað lið til leiks í dag heldur en síðast þegar liðin mættust. „Mér finnst allt annað uppi á teningnum hjá okkur núna en síðasta haust. Við erum orðnar betri í að stýra álaginu í leikjum hjá okkur og við stjórnuðum tempóinu betur í leiknum á laugardaginn. Þess vegna erum við mun ferskari núna en daginn fyrir leikinn í Tékklandi,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska liðsins. „Leikurinn gegn þeim úti var harður og bara á köflum grófur. Þær eru líkamlega sterkar og létu vel finna fyrir sér. Við þurfum að vera undir það búin og mæta þeim í þeirri hörku, en um leið að vera hugrakkar í að spila okkur úr þeirri pressu sem þær munu setja á okkur. Það eru klárlega möguleikar til þess að spila sig út úr návígjunum og það er sú leið sem við viljum fara,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, um komandi verkefni. „Mér finnst liðinu hafa tekist vel að setja vonbrigðin frá laugardeginum til hliðar og við náðum að núllstilla okkur hratt og vel. Öll tölfræði segir að liðið sé í betra líkamlegu formi núna en fyrir leikinn gegn þeim úti síðasta haust og vonandi skilar það sér í betri spilamennsku,“ sagði Freyr vongóður.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira