Lamdi bróður sinn með bolla eftir ágreining um millimetra við byggingu bústaðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2018 15:30 Héraðsdómur Reykjaness Fréttablaðið/Hari Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem framin var árið 2015. Maðurinn réðst á bróður sinn með kaffibolla eftir að þeim sinnaðist vegna mistaka við smíði á sumarbústað.Árásin átti sér stað er bræðurnir voru að byggja sumarbústað ásamt þriðja bróðurnum og móður þeirra. Í lögregluskýrslu kemur fram að árásin hafi til komið eftir að bróðirinn sem framdi líkamsárásina reiddist hinum þegar sá gerði athugasemd við vinnubrögð hins fyrrnefnda.Rauk hann inn í vinnuskúr eftir að hafa ekki sagst nenna að standa í „millimetra kjaftæði“ og fékk sér kaffibolla. Skömmu síðar kom hinn bróðirinn inn og hélt rifrildið áfram inn í skúrnum. Hrinti þá annar bróðirinn honum í gólfið og rauk út.Varð þá bróðirinn sem var hrint mjög reiður og fór á eftir bróður sínum. Þegar út var komið var hann hins vegar laminn af bróður sínum með kaffibolla í vinstra eyrað. Yfirgaf hann þá svæðið, hringdi í lögreglu og kærði bróður sinn fyrir líkamsárás.Kaffibollinn sem notaður var til árásarinnar var líkur þessum.Vísir/GettySagði að hann hefði hegðað sér „eins og fáviti“ Bróðirinn sem framdi líkamsárásina lýsti árásinni sem svo að bróðir sinn hefði gert haldlausa athugasemd við lengd á stoðum í húsinu. Hafi hann ekki nennt að hlusta á slíkt tal og því fengið sér kaffibolla. Í skúrnum hafi hins vegar komið til frekari orðaskipta á milli þeirra og hafi bróðir hans dottið í gólfið eftir að hafa komið mjög nálægt sér. Sagðist hann hafa ýtt örlítið við bróður sínum. Við það hafi bróðir hans orðið mjög reiður og sagt ætla að „stúta“ honum. Hafi bróðirinn komið alveg upp að honum og þá hafi hann slegið bróður sinn í sjálfsvörn en kaffibollinn hafi verið í þeirri hendi sem hann sló með. Við þessa skýringu hélt bróðirinn sig fyrir dómi og rakti hann sinnaskiptin til þess að hinn bróðirinn hafi verið „búinn að hegða sér eins og fáviti“ við smíði sumarbústaðarins. Hann hefði verið með ásakanir í garð annarra sem að smíðinni komu og sífellt verið að taka verkfæri annarra. Við þetta hefði bróðirinn sem framdi árásina ítrekað gert athugasemdir og hefði það pirrað bróðurinn sem varð fyrir árásinni. Árásin átti sér stað árið 2015 og sagði bróðirinn sem varð fyrir árásinni að á þeim þremur árum sem liðin eru frá árásinni hafi hinn bróðirinn aldrei beðist afsökunar og að samband þeirra bræða hafi ekkert verið eftir árásina, auk þess að samband hans við þriðja bróðurinn og móður þeirra væri erfitt þar sem þau væru í vondri stöðu vegna tengsla þeirra við bræðurna.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í sumar.Fréttablaðið/GVALíklegast hvítur hefðbundinn bolli, merktur Sjúkraliðafélaginu Í dómi héraðsdóms er nokkru púðri eytt í því að komast að því af hvaða gerð kaffibollinn hafi verið þar sem engra ljósmynda eða mælinga af bollanum hafi notið við. Kemst dómurinn þó að þeirri niðurstöðu að um hefðbundinn hvítan keramíkbolla hafi verið að ræða, líklega merktan Sjúkraliðafélagi Íslands. Segir í dóminum að sú háttsemi ákærða að hafa slegið í höfuð bróður síns með slíkum bolla, sem mögulega hafi getað brotnað við höggið, hafi verið mjög hættuleg. Þá segir í dóminum að ekkert hafi komið fram sem rennt geti stoðum undir það að árásin hafi verið framin í neyðarvörn. Var bróðirinn því sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Í dóminum segir þó að þar sem dráttur hafi orðið á útgáfu ákæru í málinu hafi ekki annað komið til greina en að fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem framin var árið 2015. Maðurinn réðst á bróður sinn með kaffibolla eftir að þeim sinnaðist vegna mistaka við smíði á sumarbústað.Árásin átti sér stað er bræðurnir voru að byggja sumarbústað ásamt þriðja bróðurnum og móður þeirra. Í lögregluskýrslu kemur fram að árásin hafi til komið eftir að bróðirinn sem framdi líkamsárásina reiddist hinum þegar sá gerði athugasemd við vinnubrögð hins fyrrnefnda.Rauk hann inn í vinnuskúr eftir að hafa ekki sagst nenna að standa í „millimetra kjaftæði“ og fékk sér kaffibolla. Skömmu síðar kom hinn bróðirinn inn og hélt rifrildið áfram inn í skúrnum. Hrinti þá annar bróðirinn honum í gólfið og rauk út.Varð þá bróðirinn sem var hrint mjög reiður og fór á eftir bróður sínum. Þegar út var komið var hann hins vegar laminn af bróður sínum með kaffibolla í vinstra eyrað. Yfirgaf hann þá svæðið, hringdi í lögreglu og kærði bróður sinn fyrir líkamsárás.Kaffibollinn sem notaður var til árásarinnar var líkur þessum.Vísir/GettySagði að hann hefði hegðað sér „eins og fáviti“ Bróðirinn sem framdi líkamsárásina lýsti árásinni sem svo að bróðir sinn hefði gert haldlausa athugasemd við lengd á stoðum í húsinu. Hafi hann ekki nennt að hlusta á slíkt tal og því fengið sér kaffibolla. Í skúrnum hafi hins vegar komið til frekari orðaskipta á milli þeirra og hafi bróðir hans dottið í gólfið eftir að hafa komið mjög nálægt sér. Sagðist hann hafa ýtt örlítið við bróður sínum. Við það hafi bróðir hans orðið mjög reiður og sagt ætla að „stúta“ honum. Hafi bróðirinn komið alveg upp að honum og þá hafi hann slegið bróður sinn í sjálfsvörn en kaffibollinn hafi verið í þeirri hendi sem hann sló með. Við þessa skýringu hélt bróðirinn sig fyrir dómi og rakti hann sinnaskiptin til þess að hinn bróðirinn hafi verið „búinn að hegða sér eins og fáviti“ við smíði sumarbústaðarins. Hann hefði verið með ásakanir í garð annarra sem að smíðinni komu og sífellt verið að taka verkfæri annarra. Við þetta hefði bróðirinn sem framdi árásina ítrekað gert athugasemdir og hefði það pirrað bróðurinn sem varð fyrir árásinni. Árásin átti sér stað árið 2015 og sagði bróðirinn sem varð fyrir árásinni að á þeim þremur árum sem liðin eru frá árásinni hafi hinn bróðirinn aldrei beðist afsökunar og að samband þeirra bræða hafi ekkert verið eftir árásina, auk þess að samband hans við þriðja bróðurinn og móður þeirra væri erfitt þar sem þau væru í vondri stöðu vegna tengsla þeirra við bræðurna.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í sumar.Fréttablaðið/GVALíklegast hvítur hefðbundinn bolli, merktur Sjúkraliðafélaginu Í dómi héraðsdóms er nokkru púðri eytt í því að komast að því af hvaða gerð kaffibollinn hafi verið þar sem engra ljósmynda eða mælinga af bollanum hafi notið við. Kemst dómurinn þó að þeirri niðurstöðu að um hefðbundinn hvítan keramíkbolla hafi verið að ræða, líklega merktan Sjúkraliðafélagi Íslands. Segir í dóminum að sú háttsemi ákærða að hafa slegið í höfuð bróður síns með slíkum bolla, sem mögulega hafi getað brotnað við höggið, hafi verið mjög hættuleg. Þá segir í dóminum að ekkert hafi komið fram sem rennt geti stoðum undir það að árásin hafi verið framin í neyðarvörn. Var bróðirinn því sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Í dóminum segir þó að þar sem dráttur hafi orðið á útgáfu ákæru í málinu hafi ekki annað komið til greina en að fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent