Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá því í leiknum gegn Þjóðverjum en stelpurnar hefja leik gen Tékklandi klukkan 15.00.
Sigríður Lára Garðarsdóttir og Elín Metta Jensen koma inn í liðið en út fara Berlind Björg Þorvaldsdóttir og Rakel Hönnudóttir.
Það er að miklu að keppa hjá stelpunum en sigur nánast gulltryggir liðinu umspilssæti um laust sæti á HM.
Byrjunarliðið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
15. Selma Sól Magnúsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
