Aldraðir bíða enn eftir nýrri gjaldskrá vegna tannlækninga Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. júlí 2018 08:30 Í fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir 500 milljónum í auknar endurgreiðslur vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Samningaviðræður vegna þessa eru enn ekki hafnar. VÍSIR/VILHELM Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Samningaviðræður Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nýja gjaldskrá fyrir öryrkja og aldraða eru enn ekki hafnar þrátt fyrir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi veitt stofnuninni umboð til viðræðnanna í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum stendur til að birta forauglýsingu um fyrirhuguð kaup á umræddri þjónustu nú í vikunni. Skylt er að forauglýsa eða auglýsa útboð á kaupum á heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Frá því að forauglýsing er birt þurfa að líða minnst 35 dagar þangað til samningaviðræður geta hafist. „Staðan er einfaldlega sú að við höfum ekki verið boðuð á neina fundi enda ekki búið að auglýsa kaupin á þjónustunni. Við erum tilbúin í þessar viðræður. Þetta stendur því ekki á okkur og við erum mjög jákvæð gagnvart þessu,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Aðspurð segir hún að hennar björtustu vonir standi til að málið geti klárast snemma í haust. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir það ábyrgðarlaust fyrirhyggjuleysi hjá stjórnvöldum að Sjúkratryggingar hafi enn ekki auglýst þjónustukaupin þar sem málið hafi legið fyrir frá áramótum. „Fjöldi fólks sem hefur lítið sem ekkert á milla handanna hefur neitað sér um tannlæknaþjónustu vegna þess að væntingar voru um að samningar yrðu kláraðir um mitt árið. Þetta ætti að vera klárt núna og fólk byrjað að fá þessa þjónustu,“ segir Þuríður. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, er einnig ósátt við þennan seinagang. „Þessi vinnubrögð valda mér miklum vonbrigðum. Eldri borgarar hafi beðið frá 2004 eftir réttlátari niðurgreiðslum varðandi tannlæknaþjónustu. Vandi þeirra sem bíða hefur farið sívaxandi,“ segir Þórunn. Starfshópur um tannheilsu elli- og örorkulífeyrisþega skilaði tillögum til ráðherra í apríl síðastliðnum. Hópurinn setti í forgang tillögu um að endurgreiðslur vegna tannlæknakostnaðar öryrkja og aldraðra yrðu raunverulega í samræmi við ákvæði reglugerðar. Samkvæmt umræddri reglugerð á að niðurgreiða 75 prósent kostnaðar hjá öryrkjum og öldruðum sem frá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun. Raunin er hins vegar sú að þessar endurgreiðslur nema aðeins um fjórðungi þar sem gjaldskrá Sjúkratrygginga hefur haldist óbreytt frá 2004. Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs eru 500 milljónir króna til ráðstöfunar til þess að mæta auknum endurgreiðslum vegna tannlækninga öryrkja og aldraðra. Heilbrigðisráðherra sagði í maí að um væri að ræða mikilvægt og tímabært skref þar sem þessir hópar hefðu allt of lengi borið skarðan hlut frá borði.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52 Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Gjaldfrjálsar tannlækningar barna komnar að fullu til framkvæmda Innleiðingunni lauk 1. janúar síðastliðinn. 3. janúar 2018 14:52
Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. 1. mars 2018 18:07