Real leitar að arftaka Ronaldo Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. júlí 2018 13:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Brotthvarf Cristiano Ronaldo frá Real Madrid skilur eftir risastórt skarð í leikmannahóp spænska stórveldisins. Níu ára dvöl Ronaldo í höfuðborg Spánar lauk á dögunum þar sem hann vann alls fimmtán titla. Það er ljóst að Florentino Pérez og stjórn Real Madrid einfaldlega verða að finna aðra stórstjörnu til að fylla í skarð Ronaldo. Hann er einn besti leikmaður sem hefur leikið fyrir félagið, eins og tölfræðin leiðir í ljós. Skoraði Ronaldo 450 mörk í 438 leikjum í hvítri treyju Real eða 1,03 mark að meðaltali í leik og er erfitt að sjá nokkurn mann toppa það. Næstur á þessum lista er goðsögnin Raul sem skoraði 323 mörk á sextán ára ferli sínum. Pérez hefur haft hægt um sig undanfarin ár en fjögur ár eru síðan liðið keypti síðast stórstjörnu, James Rodriguez. Þar áður fannst Pérez ekki leiðinlegt að kaupa stærstu stjörnur heimsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru orðnir vanir að fá nýjar stjörnur árlega líkt og Gareth Bale, Kaka, Cristiano Ronaldo ásamt leikmönnum eins og Luís Figo, Zinedine Zidane, Ronaldo og David Beckham í upphafi stjórnartíðar Pérez.Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyNokkrir sem koma til greina Óvíst er um framhaldið hjá Bale og Benzema í Madrídarborg og gæti Julen Lopetegui, nýráðinn þjálfari liðsins, því þurft að kaupa inn nýja sóknarlínu í heild sinni. Hann ætti að fá úr nokkuð djúpum vösum að ráðstafa í nýja leikmenn og kæmi ekki á óvart ef hann fengi inn jafnvel þrjá sóknarsinnaða leikmenn. Eden Hazard var strax orðaður við Real Madrid þegar í ljós kom að Ronaldo væri á förum frá Madrídarborg en það er orðrómur sem hefur tekið sig reglulega upp undanfarin fimm ár. Hinn 27 ára gamli Hazard lét hafa eftir sér í viðtali að hann líkt og alla aðra dreymdi um að leika fyrir Real Madrid einn daginn. Liðsfélagarnir Neymar og Kylian Mbappe hjá PSG hafa báðir verið orðaðir við Real Madrid undanfarið ár. Neymar hefur daðrað við Real Madrid og er líklegra að hann stökkvi á tækifærið til að snúa aftur til Spánar en Mbappe er eflaust ósnertanlegur í Parísarborg. Það verður erfitt að krækja í markahrókana tvo sem leika á Englandi, Harry Kane og Mohamed Salah, sem eru báðir nýlega búnir að skrifa undir nýja samninga hjá félögum sínum. Mestar líkur eru á að félagið geti sótt Robert Lewandowski, pólska framherjann frá Bayern München, en hann hefur lýst yfir að hann vilji yfirgefa félagið. Hann ætti að geta skorað nóg af mörkum á Spáni ef þjónustan er fyrir hendi en það dugar líklega ekki til, sérstaklega ef Bale heldur heim til Englands.Eden Hazard Félag: Chelsea LíklegtNeymar Félag: PSG LíklegtKylian Mbappé Félag: PSG ÓlíklegtRobert ?Lewandowski Félag: Bayern München LíklegtHarry Kane Félag: Tottenham ÓlíklegtMohamed Salah Félag: Liverpool Ólíklegt Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Brotthvarf Cristiano Ronaldo frá Real Madrid skilur eftir risastórt skarð í leikmannahóp spænska stórveldisins. Níu ára dvöl Ronaldo í höfuðborg Spánar lauk á dögunum þar sem hann vann alls fimmtán titla. Það er ljóst að Florentino Pérez og stjórn Real Madrid einfaldlega verða að finna aðra stórstjörnu til að fylla í skarð Ronaldo. Hann er einn besti leikmaður sem hefur leikið fyrir félagið, eins og tölfræðin leiðir í ljós. Skoraði Ronaldo 450 mörk í 438 leikjum í hvítri treyju Real eða 1,03 mark að meðaltali í leik og er erfitt að sjá nokkurn mann toppa það. Næstur á þessum lista er goðsögnin Raul sem skoraði 323 mörk á sextán ára ferli sínum. Pérez hefur haft hægt um sig undanfarin ár en fjögur ár eru síðan liðið keypti síðast stórstjörnu, James Rodriguez. Þar áður fannst Pérez ekki leiðinlegt að kaupa stærstu stjörnur heimsins. Stuðningsmenn Real Madrid voru orðnir vanir að fá nýjar stjörnur árlega líkt og Gareth Bale, Kaka, Cristiano Ronaldo ásamt leikmönnum eins og Luís Figo, Zinedine Zidane, Ronaldo og David Beckham í upphafi stjórnartíðar Pérez.Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyNokkrir sem koma til greina Óvíst er um framhaldið hjá Bale og Benzema í Madrídarborg og gæti Julen Lopetegui, nýráðinn þjálfari liðsins, því þurft að kaupa inn nýja sóknarlínu í heild sinni. Hann ætti að fá úr nokkuð djúpum vösum að ráðstafa í nýja leikmenn og kæmi ekki á óvart ef hann fengi inn jafnvel þrjá sóknarsinnaða leikmenn. Eden Hazard var strax orðaður við Real Madrid þegar í ljós kom að Ronaldo væri á förum frá Madrídarborg en það er orðrómur sem hefur tekið sig reglulega upp undanfarin fimm ár. Hinn 27 ára gamli Hazard lét hafa eftir sér í viðtali að hann líkt og alla aðra dreymdi um að leika fyrir Real Madrid einn daginn. Liðsfélagarnir Neymar og Kylian Mbappe hjá PSG hafa báðir verið orðaðir við Real Madrid undanfarið ár. Neymar hefur daðrað við Real Madrid og er líklegra að hann stökkvi á tækifærið til að snúa aftur til Spánar en Mbappe er eflaust ósnertanlegur í Parísarborg. Það verður erfitt að krækja í markahrókana tvo sem leika á Englandi, Harry Kane og Mohamed Salah, sem eru báðir nýlega búnir að skrifa undir nýja samninga hjá félögum sínum. Mestar líkur eru á að félagið geti sótt Robert Lewandowski, pólska framherjann frá Bayern München, en hann hefur lýst yfir að hann vilji yfirgefa félagið. Hann ætti að geta skorað nóg af mörkum á Spáni ef þjónustan er fyrir hendi en það dugar líklega ekki til, sérstaklega ef Bale heldur heim til Englands.Eden Hazard Félag: Chelsea LíklegtNeymar Félag: PSG LíklegtKylian Mbappé Félag: PSG ÓlíklegtRobert ?Lewandowski Félag: Bayern München LíklegtHarry Kane Félag: Tottenham ÓlíklegtMohamed Salah Félag: Liverpool Ólíklegt
Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira