Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 15:15 Lóðin sem um ræðir er við Sjómannaskólann við Háteigsveg. vísir/sunna Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík, eða á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. Félagið heitir Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstíl og segir Magnús Jensson, talsmaður félagsins, að félagið sé nú í stofnunarferli en töluverð vinna sé að baki því að stofna byggingarsamvinnufélag. „Hópurinn hefur verið starfandi síðan í janúar og þetta á sér langa forsögu sem er sú að þetta hefur verið til umræðu í Samtökum um bíllausan lífsstíl mjög lengi. Við vitum að það er mikið af fólki sem hefur aðrar hugmyndir um hvernig það vill búa. Við vitum að það er markhópur og það er svona ákveðin einhæfni í gangi þannig að ef við viljum fá þær íbúðir sem við viljum þá þurfum við að gera þetta sjálf,“ segir Magnús um aðdraganda þess að farið var að vinna að stofnun byggingarfélagsins. Magnús segir að í janúar hafi Reykjavíkurborg kynnt hugmyndasamkeppni um hagkvæmt húsnæði og það hafi orðið til þess að stofnunarferlið var drifið í gang.Myndin sýnir hvernig hópurinn hugsar þétt lárétt fjölbýli sem er mögulegt þegar bíllinn fær minna rými.byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstílVinna að hönnun íbúðaeininga, fjármögnun og þróun húsnæðisfélagsins Hópurinn tók síðan þátt í hugmyndasamkeppninni þar sem hátt í 70 tillögur bárust en hugmyndin um bíllausa hverfið var síðan valin til þess að vera kynnt nánar hjá Reykjavíkurborg ásamt nokkrum öðrum tillögum. „Nú stendur opin umsóknargátt um sjö lóðir í Reykjavík og við erum að sækja um Sjómannaskólalóðina í gegnum þessa gátt. Við erum að vinna við deiliskipulag og hönnun íbúðaeininga, erum að vinna í fjármögnun og að þróa okkar húsnæðisfélag. Við þurfum að hafa ákveðið kerfi hvernig við veljum fólk inn og hvernig við höldum verði lágu með forkaupsrétti,“ segir Magnús. Það skal tekið fram að ekki er búið að úthluta lóðinni en skilafrestur í umsóknargáttinni er til 8. ágúst. Þá á Reykjavíkurborg eftir að ákveða hver fær lóðinni úthlutað og því enn alls óljóst hvort af bíllausa hverfinu verði á þessum slóðum.Byggð á að vera þétt og lágreist með grænum svæðum og grænum þökum.Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstílÞétt, lágreist byggð með þröngum götum og grænum svæðum Spurður út í hugmyndafræðina á bak við hverfið segir Magnús að hópurinn sé á því að ekki sé hægt að búa í vistvænu hverfi nema að hafa það miðsvæðis. „Einfaldlega vegna þess að öll jaðarbyggð felur í sér töluvert meiri samgöngur og samgöngur eru eitt erfiðasta vistmálið hér á landi. Við viljum ná miklum þéttléika til að geta staðið undir nærverslun. Þéttleikinn þýðir í rauninni það að það sé líklegra að fara í vinnu og alls konar erindi,“ segir Magnús og heldur áfram varðandi hugmyndina að hönnun hverfisins: „Við erum með hönnunarhugmynd sem gengur í aðalatriðum út á það að með því að taka bílastæði og götur og allt plássið sem bílamenningin tekur þá getum við verið með ofsalega þétta en lága byggð. Þannig að þetta er þétt, lágvaxin byggð, ein til þrjár hæðir, þröngar götur, græn svæði, græn þök og þaksvalir.“Bannað að leggja bílnum inni í hverfinu Varðandi það hvað verði leyft og hvað ekki í tengslum við bílaumferð segir Magnús að forgangur verði á gangandi umferð í hverfinu. Það feli það í sér að ef einhver maður sé að labba á götunni þá keyri bíllinn einfaldlega fyrir aftan hann á gönguhraða. „Við höfum sett þetta upp þannig að það er í lagi að keyra eftir götunum en á gönguhraða og það má ekki leggja bílnum inni í hverfinu,“ segir Magnús. Þá er hugsunin að það megi stöðva bifreið til að þess að losa vörur eða setja út farþega en ekki leggja henni. „Á meðan það er þannig að það má alls ekki leggja bílnum neins staðar inni á svæðinu þá verða erindi mjög lítil þannig að við gerum ráð fyrir mjög lítilli bílaumferð á þessum götum sem við erum með á milli húsanna.“ Magnús segir að stefnt sé að því að í hverfinu verði um 200 til 250 íbúðir, eða ígildi þeirra. Hugmyndin sé jafnframt að í hverfinu verði verslun og þjónusta og önnur fjölbreytt starfsemi, kaffihús og jafnvel atvinnustarfsemi.Þröngar götur verða áberandi í bíllausa hverfinu verði það að veruleika.Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstílSegir viðtökurnar hafa verið góðar Að sögn Magnúsar er erfitt að segja til um tímarammann og hvenær hverfið verður tilbúið ef byggingarfélagið fær lóðinni úthlutað. Borgin þurfi að klára deiliskipulag og á meðan gæti byggingarfélagið unnið áfram að hönnun húsnæðisins. Framkvæmdatíminn gæti síðan hugsanlega verið eitt til tvö ár. Aðspurður hvernig viðtökurnar hafa verið við þessum hugmyndum um bíllaust hverfi í Reykjavík segir Magnús þær hafa verið góðar og að það fjölgi jafnt og þétt í byggingarfélaginu. „Þegar maður hefur verið að kynna þessar hugmyndir fyrir fólki þá er það bara á eina leið, fólki finnst þetta alveg frábært,“ segir Magnús.Nánar má kynna sér hugmyndir um hverfið á Facebook-síðu byggingarfélagsins. Húsnæðismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að bílalausri miðborg Kaupmannahafnar Danska leyniþjónustan vill að svæði í miðborg Kaupmannahafnar verði lokað fyrir bílaumferð, vegna hryðjuverkaógnar. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík, eða á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. Félagið heitir Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstíl og segir Magnús Jensson, talsmaður félagsins, að félagið sé nú í stofnunarferli en töluverð vinna sé að baki því að stofna byggingarsamvinnufélag. „Hópurinn hefur verið starfandi síðan í janúar og þetta á sér langa forsögu sem er sú að þetta hefur verið til umræðu í Samtökum um bíllausan lífsstíl mjög lengi. Við vitum að það er mikið af fólki sem hefur aðrar hugmyndir um hvernig það vill búa. Við vitum að það er markhópur og það er svona ákveðin einhæfni í gangi þannig að ef við viljum fá þær íbúðir sem við viljum þá þurfum við að gera þetta sjálf,“ segir Magnús um aðdraganda þess að farið var að vinna að stofnun byggingarfélagsins. Magnús segir að í janúar hafi Reykjavíkurborg kynnt hugmyndasamkeppni um hagkvæmt húsnæði og það hafi orðið til þess að stofnunarferlið var drifið í gang.Myndin sýnir hvernig hópurinn hugsar þétt lárétt fjölbýli sem er mögulegt þegar bíllinn fær minna rými.byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstílVinna að hönnun íbúðaeininga, fjármögnun og þróun húsnæðisfélagsins Hópurinn tók síðan þátt í hugmyndasamkeppninni þar sem hátt í 70 tillögur bárust en hugmyndin um bíllausa hverfið var síðan valin til þess að vera kynnt nánar hjá Reykjavíkurborg ásamt nokkrum öðrum tillögum. „Nú stendur opin umsóknargátt um sjö lóðir í Reykjavík og við erum að sækja um Sjómannaskólalóðina í gegnum þessa gátt. Við erum að vinna við deiliskipulag og hönnun íbúðaeininga, erum að vinna í fjármögnun og að þróa okkar húsnæðisfélag. Við þurfum að hafa ákveðið kerfi hvernig við veljum fólk inn og hvernig við höldum verði lágu með forkaupsrétti,“ segir Magnús. Það skal tekið fram að ekki er búið að úthluta lóðinni en skilafrestur í umsóknargáttinni er til 8. ágúst. Þá á Reykjavíkurborg eftir að ákveða hver fær lóðinni úthlutað og því enn alls óljóst hvort af bíllausa hverfinu verði á þessum slóðum.Byggð á að vera þétt og lágreist með grænum svæðum og grænum þökum.Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstílÞétt, lágreist byggð með þröngum götum og grænum svæðum Spurður út í hugmyndafræðina á bak við hverfið segir Magnús að hópurinn sé á því að ekki sé hægt að búa í vistvænu hverfi nema að hafa það miðsvæðis. „Einfaldlega vegna þess að öll jaðarbyggð felur í sér töluvert meiri samgöngur og samgöngur eru eitt erfiðasta vistmálið hér á landi. Við viljum ná miklum þéttléika til að geta staðið undir nærverslun. Þéttleikinn þýðir í rauninni það að það sé líklegra að fara í vinnu og alls konar erindi,“ segir Magnús og heldur áfram varðandi hugmyndina að hönnun hverfisins: „Við erum með hönnunarhugmynd sem gengur í aðalatriðum út á það að með því að taka bílastæði og götur og allt plássið sem bílamenningin tekur þá getum við verið með ofsalega þétta en lága byggð. Þannig að þetta er þétt, lágvaxin byggð, ein til þrjár hæðir, þröngar götur, græn svæði, græn þök og þaksvalir.“Bannað að leggja bílnum inni í hverfinu Varðandi það hvað verði leyft og hvað ekki í tengslum við bílaumferð segir Magnús að forgangur verði á gangandi umferð í hverfinu. Það feli það í sér að ef einhver maður sé að labba á götunni þá keyri bíllinn einfaldlega fyrir aftan hann á gönguhraða. „Við höfum sett þetta upp þannig að það er í lagi að keyra eftir götunum en á gönguhraða og það má ekki leggja bílnum inni í hverfinu,“ segir Magnús. Þá er hugsunin að það megi stöðva bifreið til að þess að losa vörur eða setja út farþega en ekki leggja henni. „Á meðan það er þannig að það má alls ekki leggja bílnum neins staðar inni á svæðinu þá verða erindi mjög lítil þannig að við gerum ráð fyrir mjög lítilli bílaumferð á þessum götum sem við erum með á milli húsanna.“ Magnús segir að stefnt sé að því að í hverfinu verði um 200 til 250 íbúðir, eða ígildi þeirra. Hugmyndin sé jafnframt að í hverfinu verði verslun og þjónusta og önnur fjölbreytt starfsemi, kaffihús og jafnvel atvinnustarfsemi.Þröngar götur verða áberandi í bíllausa hverfinu verði það að veruleika.Byggingarfélag Samtaka um bíllausan lífsstílSegir viðtökurnar hafa verið góðar Að sögn Magnúsar er erfitt að segja til um tímarammann og hvenær hverfið verður tilbúið ef byggingarfélagið fær lóðinni úthlutað. Borgin þurfi að klára deiliskipulag og á meðan gæti byggingarfélagið unnið áfram að hönnun húsnæðisins. Framkvæmdatíminn gæti síðan hugsanlega verið eitt til tvö ár. Aðspurður hvernig viðtökurnar hafa verið við þessum hugmyndum um bíllaust hverfi í Reykjavík segir Magnús þær hafa verið góðar og að það fjölgi jafnt og þétt í byggingarfélaginu. „Þegar maður hefur verið að kynna þessar hugmyndir fyrir fólki þá er það bara á eina leið, fólki finnst þetta alveg frábært,“ segir Magnús.Nánar má kynna sér hugmyndir um hverfið á Facebook-síðu byggingarfélagsins.
Húsnæðismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að bílalausri miðborg Kaupmannahafnar Danska leyniþjónustan vill að svæði í miðborg Kaupmannahafnar verði lokað fyrir bílaumferð, vegna hryðjuverkaógnar. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Stefnt að bílalausri miðborg Kaupmannahafnar Danska leyniþjónustan vill að svæði í miðborg Kaupmannahafnar verði lokað fyrir bílaumferð, vegna hryðjuverkaógnar. 26. ágúst 2017 06:00