Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 16:31 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals. Vísir/Getty „Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur,“ hefur BBC eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals ehf. sem hefur verið miðpunktur fjölmiðlaumfjöllunar víða um heim eftir að dýraverndunarsamtök sökuðu Hval um að hafa veitt fágætan blending langreyðar og steypireyðar.BBC og Telegraph í Bretlandi og CNN eru meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um málið en sérfræðingur sem CNN ræddi við telur víst að hvalurinn sem veiddur var hafi verið steypireyður. Reynist það rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval ehf. þar sem tegundin hefur verið friðuð við Íslandsstrendur frá árinu 1960.Stundin hefur fjallaðum málið síðustu daga þar sem meðal annars er rætt við Gísla Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem segir að af myndum af dæma sé líklegast að um blending langreyðar og steipireyðar sé að ræða en DNA-próf mun leiða endanlega í ljós hvers konar hvalategund var veidd. Þrátt fyrir að slíkur blendingur sé fágætur er hann ekki friðaður og segir Kristján í samtali við CNN að hvalveiðimennirnir þekki muninn á steypireyðum og langreyðum.„Við höfum aldrei veitt steipireyði frá því að þeir voru friðaðir hér. Við sjáum þá í hafinu en þegar við komum að þeim eru þeir svo sérstakir að við látum þá vera,“ hefur CNN eftir Kristjáni.Hefur hann svipaða sögu að segja við The Telegraph í Bretlandi þar sem hann segir að umræddur hvalur hafi hagað sér eins og langreyður enda sé auðvelt að þekkja muninn á hvalategundunum.Segir hann að hvalveiðimennirnir hafi veitt hinn umrædda hval enda talið víst að um langreyði væri að ræða. Þegar þeir tóku hann að bátnum komu hins vegar einkenni í ljós, rákir á kviði hvalsins, sem ekki hafi sést í sjónum. Það stemmi við aðra blendingshvali sem Hvalur hafi veitt.„Þetta er eins og langreyður, þetta hagar sér eins og langreyður,“ er haft eftir Kristjáni. „Þetta var veitt sem langreyður en þetta er líklega blendingshvalur, ég er nokkuð viss um það.“UmfjöllunBBC,TelegraphogCNN. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56 Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur,“ hefur BBC eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals ehf. sem hefur verið miðpunktur fjölmiðlaumfjöllunar víða um heim eftir að dýraverndunarsamtök sökuðu Hval um að hafa veitt fágætan blending langreyðar og steypireyðar.BBC og Telegraph í Bretlandi og CNN eru meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um málið en sérfræðingur sem CNN ræddi við telur víst að hvalurinn sem veiddur var hafi verið steypireyður. Reynist það rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval ehf. þar sem tegundin hefur verið friðuð við Íslandsstrendur frá árinu 1960.Stundin hefur fjallaðum málið síðustu daga þar sem meðal annars er rætt við Gísla Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun sem segir að af myndum af dæma sé líklegast að um blending langreyðar og steipireyðar sé að ræða en DNA-próf mun leiða endanlega í ljós hvers konar hvalategund var veidd. Þrátt fyrir að slíkur blendingur sé fágætur er hann ekki friðaður og segir Kristján í samtali við CNN að hvalveiðimennirnir þekki muninn á steypireyðum og langreyðum.„Við höfum aldrei veitt steipireyði frá því að þeir voru friðaðir hér. Við sjáum þá í hafinu en þegar við komum að þeim eru þeir svo sérstakir að við látum þá vera,“ hefur CNN eftir Kristjáni.Hefur hann svipaða sögu að segja við The Telegraph í Bretlandi þar sem hann segir að umræddur hvalur hafi hagað sér eins og langreyður enda sé auðvelt að þekkja muninn á hvalategundunum.Segir hann að hvalveiðimennirnir hafi veitt hinn umrædda hval enda talið víst að um langreyði væri að ræða. Þegar þeir tóku hann að bátnum komu hins vegar einkenni í ljós, rákir á kviði hvalsins, sem ekki hafi sést í sjónum. Það stemmi við aðra blendingshvali sem Hvalur hafi veitt.„Þetta er eins og langreyður, þetta hagar sér eins og langreyður,“ er haft eftir Kristjáni. „Þetta var veitt sem langreyður en þetta er líklega blendingshvalur, ég er nokkuð viss um það.“UmfjöllunBBC,TelegraphogCNN.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56 Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hvalur 8 dreginn í Hvalfjörð Dráttarbáturinn Magni er nú á leið inn Hvalfjörð með hvalveiðiskipið Hval 8 í dragi. 2. júlí 2018 09:56
Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. 4. júlí 2018 06:00
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04