Hvalur seldi birgðir af hval fyrir 860 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals. VÍSIR/ANTON Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. Salan dróst saman um 31 prósent frá fyrra rekstrarári þegar hún nam um 1.247 milljónum króna, að því er fram kemur í ársreikningi Hvals. Félagið átti hvalkjötsbirgðir að virði 1.880 milljónir króna í lok september í fyrra en til samanburðar voru birgðirnar metnar á 2.560 milljónir í lok september árið 2016. Hvalur hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2016 til 30. september 2017 og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir á milli rekstrarára. Tekjur félagsins námu ríflega 2,8 milljörðum króna á tímabilinu og munaði þar mestu um tekjur af eignarhlutum þess í HB Granda, Hampiðjunni og Nýherja sem námu samanlagt allt að 1,6 milljörðum. Rekstrargjöld Hvals voru tæpir 1,7 milljarðar á rekstrarárinu en kostnaður vegna reksturs hvalveiðiskipa og hvalstöðvarinnar í Hvalfirði sem og útflutningstengdur kostnaður var um 640 milljónir. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða króna í lok september 2017. Skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum og var eigið fé félagsins 17,3 milljarðar. Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi Hvals en félagið átti 39,5 prósenta hlut í lok september í fyrra. Alls eru hluthafar Hvals 113 talsins. Stjórn félagsins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út arður upp á einn milljarð króna til hluthafa. Hvalur gerir út tvö hvalveiðiskip í sumar en skipin hafa heimild til þess að veiða útgefinn kvóta upp á 161 langreyði auk 20 prósenta af ónýttum kvóta síðasta árs. Síðast voru stundaðar veiðar á langreyði sumarið 2015 en þá veiddust 155 langreyðar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53 „Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Hvalur seldi hvalaafurðir fyrir 863 milljónir króna á síðasta rekstrarári félagsins sem lauk í september í fyrra. Salan dróst saman um 31 prósent frá fyrra rekstrarári þegar hún nam um 1.247 milljónum króna, að því er fram kemur í ársreikningi Hvals. Félagið átti hvalkjötsbirgðir að virði 1.880 milljónir króna í lok september í fyrra en til samanburðar voru birgðirnar metnar á 2.560 milljónir í lok september árið 2016. Hvalur hagnaðist um tæpa 1,5 milljarða króna frá tímabilinu 1. október 2016 til 30. september 2017 og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir á milli rekstrarára. Tekjur félagsins námu ríflega 2,8 milljörðum króna á tímabilinu og munaði þar mestu um tekjur af eignarhlutum þess í HB Granda, Hampiðjunni og Nýherja sem námu samanlagt allt að 1,6 milljörðum. Rekstrargjöld Hvals voru tæpir 1,7 milljarðar á rekstrarárinu en kostnaður vegna reksturs hvalveiðiskipa og hvalstöðvarinnar í Hvalfirði sem og útflutningstengdur kostnaður var um 640 milljónir. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða króna í lok september 2017. Skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum og var eigið fé félagsins 17,3 milljarðar. Fiskveiðahlutafélagið Venus, sem er í eigu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, Birnu Loftsdóttur og Sigríðar Vilhjálmsdóttur, er stærsti hluthafi Hvals en félagið átti 39,5 prósenta hlut í lok september í fyrra. Alls eru hluthafar Hvals 113 talsins. Stjórn félagsins lagði í maí síðastliðnum til að greiddur yrði út arður upp á einn milljarð króna til hluthafa. Hvalur gerir út tvö hvalveiðiskip í sumar en skipin hafa heimild til þess að veiða útgefinn kvóta upp á 161 langreyði auk 20 prósenta af ónýttum kvóta síðasta árs. Síðast voru stundaðar veiðar á langreyði sumarið 2015 en þá veiddust 155 langreyðar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37 Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53 „Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Ráðherra segir ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu Kristján Þór Júlíusson segir stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins. 28. júní 2018 23:37
Gert að langreyðum í Hvalfirði eftir vélarbilun Upp úr miðjum síðasta mánuði hófust hvalveiðar og fyrstu langreyðar sumarsins dregnar á land. 2. júlí 2018 16:53
„Það er náttúrulega grimmilegt að drepa einhvern sem vill ekki deyja“ Mótmæla á Austurvelli á morgun vegna hvalveiða 30. júní 2018 13:30