Sjö manns í vandræðum á Holtavörðuheiði Sylvía Hall skrifar 31. desember 2018 10:10 Gul viðvörun er á svæðinu en lokanir virðast hafa farið fram hjá fólkinu. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira