Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 08:28 Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. Vísir/Aðsent Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný. Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut fyrir ofan Lækjargötu um klukkan 15 mínútur fyrir átta í morgun. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu vegna atviksins. Skúli Jónsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir í samtali við Vísi að lögregla og sjúkralið séu enn að störfum á vettvangi. Reykjanesbrautin er lokuð til norðurs og er líka lokað við Kaldársel. Umferð er vísað inn á Strandgötu.Ökumaðurinn skemmdi marga bíla en þegar hann komst ekki lengra ákvað hann að reyna að flýja fótgangandi.Vísir/AðsentSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þetta stórt umferðarslys en ekki urðu mikil meiðsl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu skemmdust níu bílar. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Ekki liggur fyrir hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.Uppfært 08:55 Vitni að atvikinu segir í samtali við Vísi að það hafi ökumaður á fólksbíl á flótta undan lögreglunni sem ók inn í bílaþvöguna fyrir framan hringtorgið við Lækjargötu. Hafði hann þá áður flakkað milli akreina í framúrakstri á miklum hraða með lögregluna á eftir sér á Reykjanesbrautinni. Bifreiðar voru stopp á tveimur akreinum við hringtorgið og brá ökumaðurinn þá á það ráð að fara á milli bílaraðanna og keyrði þar utan í átta bifreiðar, sumar þeirra enduðu utan vegar. Þá fór maðurinn út úr bílnum og reyndi að flýja vettvang með því að hlaupa í burtu en samkvæmt sjónarvottum náðu lögreglumennirnir að hlaupa hann uppi og var hann handtekinn á staðnum. Ökumönnum var mjög brugðið og sagði sjónarvottur að litlu hafi mátt muna að illa færi. Lögregla er enn að störfum á vettvangiVísir/BaldurUppfært 09:46 Reykjanesbraut í Hafnarfirði er enn lokuð til norðurs frá Ásbraut að Lækjargötu, samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglu. Vinnu lögreglu á vettvangi er ekki lokið, en vonast er til að hægt verði að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir um það bil hálftíma. Sævar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni segir í samtali við Vísi að einstaklingurinn sem fluttur var á sjúkrahús hafi ekki verið í bílnum sem lögreglan veitti eftirför, heldur í einum af bílunum sem ekið var á. Uppfært 10:30 Búið er að opna Reykjanesbraut fyrir umferð á ný.
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira