Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2018 16:26 Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. Vísir/VIlhelm Frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum varð að lögum frá Alþingi í gær. Markmiðið er að koma í veg fyrir að tiltekin efni og lyf séu notuð til að bæta líkamlega frammistöðu, fyrirbyggja heilsutjón vegna notkunar þeirra og koma í veg fyrir ólögmæta markaðssetningu þeirra. Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. Lögin gilda um eftirtalin lyf: Vefjaaukandi stera. Testósterón og afleiður þess auk samsvarandi efna með karlhormónaáhrif. Vaxtarhormón. Erýtrópóíetín og efni sem hafa sambærileg áhrif með því að auka magn rauðra blóðkorna í blóði umfram eðlileg gildi fyrir aldur og kyn. Efni sem auka myndun og losun: a) vaxtarhormóna, b) testósteróns og afleiðna þess eða sambærilegra efna með karlhormónaáhrif eða c) náttúrulegra rauðkornavaka (erýtrópóíetíns). Líkt og segir í greinargerð með frumvarpinu sem nú er orðið að lögum, var talið nauðsynlegt að setja heildarlöggjöf um þessi mál til að tryggja samræmi í meðhöndlun mála er varða hvers konar misnotkun á þeim efnum sem undir löggjöfina heyra. Meðal annars hafi löggæslu- og eftirlitsaðilar kallað eftir nánari reglum á þessu sviði vegna aukins innflutnings á framangreindum efnum en með löggjöfinni er spornað gegn ólöglegum innflutningi, sölu, dreifingu og framleiðslu umræddra efna og lyfja. Misnotkun vissra frammistöðubætandi efna og lyfja getur haft neikvæð áhrif á heilsu neytandans. Meðal þekktra áhrifa eru til dæmis sina- og vöðvaskaði, aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, aukin tíðni krabbameins og lifrarskaði. Það er einnig þekkt að fylgikvillar slíkrar misnotkunar hafa leitt fólk til dauða. Í 3. gr. laganna er kveðið á um fræðslu í því skyni að draga úr og koma í veg fyrir heilsutjón af völdum neyslu frammistöðubætandi efna. Í meðförum Alþingis var bætt við ákvæði um að varsla eða meðferð þeirra efna og lyfja sem löggjöfin fjallar um skuli aðeins vera refsiverð þegar haldlagt magn efna er umfram það sem talist getur til eigin neyslu. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum varð að lögum frá Alþingi í gær. Markmiðið er að koma í veg fyrir að tiltekin efni og lyf séu notuð til að bæta líkamlega frammistöðu, fyrirbyggja heilsutjón vegna notkunar þeirra og koma í veg fyrir ólögmæta markaðssetningu þeirra. Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. Lögin gilda um eftirtalin lyf: Vefjaaukandi stera. Testósterón og afleiður þess auk samsvarandi efna með karlhormónaáhrif. Vaxtarhormón. Erýtrópóíetín og efni sem hafa sambærileg áhrif með því að auka magn rauðra blóðkorna í blóði umfram eðlileg gildi fyrir aldur og kyn. Efni sem auka myndun og losun: a) vaxtarhormóna, b) testósteróns og afleiðna þess eða sambærilegra efna með karlhormónaáhrif eða c) náttúrulegra rauðkornavaka (erýtrópóíetíns). Líkt og segir í greinargerð með frumvarpinu sem nú er orðið að lögum, var talið nauðsynlegt að setja heildarlöggjöf um þessi mál til að tryggja samræmi í meðhöndlun mála er varða hvers konar misnotkun á þeim efnum sem undir löggjöfina heyra. Meðal annars hafi löggæslu- og eftirlitsaðilar kallað eftir nánari reglum á þessu sviði vegna aukins innflutnings á framangreindum efnum en með löggjöfinni er spornað gegn ólöglegum innflutningi, sölu, dreifingu og framleiðslu umræddra efna og lyfja. Misnotkun vissra frammistöðubætandi efna og lyfja getur haft neikvæð áhrif á heilsu neytandans. Meðal þekktra áhrifa eru til dæmis sina- og vöðvaskaði, aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, aukin tíðni krabbameins og lifrarskaði. Það er einnig þekkt að fylgikvillar slíkrar misnotkunar hafa leitt fólk til dauða. Í 3. gr. laganna er kveðið á um fræðslu í því skyni að draga úr og koma í veg fyrir heilsutjón af völdum neyslu frammistöðubætandi efna. Í meðförum Alþingis var bætt við ákvæði um að varsla eða meðferð þeirra efna og lyfja sem löggjöfin fjallar um skuli aðeins vera refsiverð þegar haldlagt magn efna er umfram það sem talist getur til eigin neyslu.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira