Ungt fólk frá Íslandi og Japan á kost á dvalarleyfi til skamms tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2018 16:15 Frá stofnun ferðasjóðsins. Utanríkisráðuneytið Í dag tekur gildi samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands. Samkomulagið var undirritað í maí síðastliðnum á vinnufundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans. Samkomulagið gerir ungu fólki frá Japan og Íslandi kleift að sækja um skammtíma dvalarleyfi sem gerir þeim kleift að taka að sér tilfallandi vinnu meðan á tímabundinni dvöl í hinu landinu stendur. Þannig fær ungt fólk mikilvæga innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi. „Það er gleðiefni að hafa undirritað samkomulag sem gerir íslenskum og japönskum ungmennum kleift að dvelja í hinu ríkinu til að vinna og kynnast samfélaginu,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. Fyrir er Japan með slíka samninga við tuttugu lönd í Asíu, Eyjaálfu og Evrópu ásamt Norður- og Suður-Ameríku. Ísland er þrettánda Evrópulandið sem gerir slíkt samkomulag við Japan og þriðja innan Norðurlandanna, á eftir Danmörku og Noregi. Allar upplýsingar um skilyrði og umsóknarferli er nú að finna á vef Útlendingastofnunar. Umsækjendur þurfa m.a. að vera íslenskir eða japanskir ríkisborgarar og á aldrinum 18-26 ára. en fyrsta árið verða gefin út allt að þrjátíu slík leyfi í hvoru landi. Við undirritun samkomulagsins var stofnaður ferðasjóður á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Íslenska viðskiptaráðsins í Japan og Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, með framlögum frá átta fyrirtækjum. Úr ferðasjóðinum verða veittir styrkir fyrir flugfargjöldum einstaklinga sem nýta sér samkomulagið. Fyrirtækin sem standa að sjóðinum eru Össur, Icelandic Japan, Toyota á Íslandi, Hvalur hf., Hampiðjan Japan, Global Vision, Viking og Takanawa. Japansk-íslenska viðskiptaráðið sér um að auglýsa umsóknarferli og úthlutanir styrkja Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Í dag tekur gildi samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands. Samkomulagið var undirritað í maí síðastliðnum á vinnufundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans. Samkomulagið gerir ungu fólki frá Japan og Íslandi kleift að sækja um skammtíma dvalarleyfi sem gerir þeim kleift að taka að sér tilfallandi vinnu meðan á tímabundinni dvöl í hinu landinu stendur. Þannig fær ungt fólk mikilvæga innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi. „Það er gleðiefni að hafa undirritað samkomulag sem gerir íslenskum og japönskum ungmennum kleift að dvelja í hinu ríkinu til að vinna og kynnast samfélaginu,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. Fyrir er Japan með slíka samninga við tuttugu lönd í Asíu, Eyjaálfu og Evrópu ásamt Norður- og Suður-Ameríku. Ísland er þrettánda Evrópulandið sem gerir slíkt samkomulag við Japan og þriðja innan Norðurlandanna, á eftir Danmörku og Noregi. Allar upplýsingar um skilyrði og umsóknarferli er nú að finna á vef Útlendingastofnunar. Umsækjendur þurfa m.a. að vera íslenskir eða japanskir ríkisborgarar og á aldrinum 18-26 ára. en fyrsta árið verða gefin út allt að þrjátíu slík leyfi í hvoru landi. Við undirritun samkomulagsins var stofnaður ferðasjóður á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Íslenska viðskiptaráðsins í Japan og Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, með framlögum frá átta fyrirtækjum. Úr ferðasjóðinum verða veittir styrkir fyrir flugfargjöldum einstaklinga sem nýta sér samkomulagið. Fyrirtækin sem standa að sjóðinum eru Össur, Icelandic Japan, Toyota á Íslandi, Hvalur hf., Hampiðjan Japan, Global Vision, Viking og Takanawa. Japansk-íslenska viðskiptaráðið sér um að auglýsa umsóknarferli og úthlutanir styrkja
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira