Ungt fólk frá Íslandi og Japan á kost á dvalarleyfi til skamms tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2018 16:15 Frá stofnun ferðasjóðsins. Utanríkisráðuneytið Í dag tekur gildi samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands. Samkomulagið var undirritað í maí síðastliðnum á vinnufundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans. Samkomulagið gerir ungu fólki frá Japan og Íslandi kleift að sækja um skammtíma dvalarleyfi sem gerir þeim kleift að taka að sér tilfallandi vinnu meðan á tímabundinni dvöl í hinu landinu stendur. Þannig fær ungt fólk mikilvæga innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi. „Það er gleðiefni að hafa undirritað samkomulag sem gerir íslenskum og japönskum ungmennum kleift að dvelja í hinu ríkinu til að vinna og kynnast samfélaginu,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. Fyrir er Japan með slíka samninga við tuttugu lönd í Asíu, Eyjaálfu og Evrópu ásamt Norður- og Suður-Ameríku. Ísland er þrettánda Evrópulandið sem gerir slíkt samkomulag við Japan og þriðja innan Norðurlandanna, á eftir Danmörku og Noregi. Allar upplýsingar um skilyrði og umsóknarferli er nú að finna á vef Útlendingastofnunar. Umsækjendur þurfa m.a. að vera íslenskir eða japanskir ríkisborgarar og á aldrinum 18-26 ára. en fyrsta árið verða gefin út allt að þrjátíu slík leyfi í hvoru landi. Við undirritun samkomulagsins var stofnaður ferðasjóður á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Íslenska viðskiptaráðsins í Japan og Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, með framlögum frá átta fyrirtækjum. Úr ferðasjóðinum verða veittir styrkir fyrir flugfargjöldum einstaklinga sem nýta sér samkomulagið. Fyrirtækin sem standa að sjóðinum eru Össur, Icelandic Japan, Toyota á Íslandi, Hvalur hf., Hampiðjan Japan, Global Vision, Viking og Takanawa. Japansk-íslenska viðskiptaráðið sér um að auglýsa umsóknarferli og úthlutanir styrkja Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Í dag tekur gildi samkomulag um gagnkvæm tímabundin atvinnuréttindi ungs fólks á milli Japans og Íslands. Samkomulagið var undirritað í maí síðastliðnum á vinnufundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans. Samkomulagið gerir ungu fólki frá Japan og Íslandi kleift að sækja um skammtíma dvalarleyfi sem gerir þeim kleift að taka að sér tilfallandi vinnu meðan á tímabundinni dvöl í hinu landinu stendur. Þannig fær ungt fólk mikilvæga innsýn í menningarhætti og atvinnulíf í fjarlægu landi. „Það er gleðiefni að hafa undirritað samkomulag sem gerir íslenskum og japönskum ungmennum kleift að dvelja í hinu ríkinu til að vinna og kynnast samfélaginu,“ sagði Guðlaugur Þór við tilefnið að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins. Fyrir er Japan með slíka samninga við tuttugu lönd í Asíu, Eyjaálfu og Evrópu ásamt Norður- og Suður-Ameríku. Ísland er þrettánda Evrópulandið sem gerir slíkt samkomulag við Japan og þriðja innan Norðurlandanna, á eftir Danmörku og Noregi. Allar upplýsingar um skilyrði og umsóknarferli er nú að finna á vef Útlendingastofnunar. Umsækjendur þurfa m.a. að vera íslenskir eða japanskir ríkisborgarar og á aldrinum 18-26 ára. en fyrsta árið verða gefin út allt að þrjátíu slík leyfi í hvoru landi. Við undirritun samkomulagsins var stofnaður ferðasjóður á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Íslenska viðskiptaráðsins í Japan og Japansk-íslenska viðskiptaráðsins, með framlögum frá átta fyrirtækjum. Úr ferðasjóðinum verða veittir styrkir fyrir flugfargjöldum einstaklinga sem nýta sér samkomulagið. Fyrirtækin sem standa að sjóðinum eru Össur, Icelandic Japan, Toyota á Íslandi, Hvalur hf., Hampiðjan Japan, Global Vision, Viking og Takanawa. Japansk-íslenska viðskiptaráðið sér um að auglýsa umsóknarferli og úthlutanir styrkja
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira