Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2018 19:28 Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina. Um er að ræða Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í sumar þrátt fyrir að skort sé á taugalæknum á Íslandi. Áður en Anna opnaði stofuna sína í dag leitaði hún á ný eftir svörum yfirvalda. „Ráðuneytið stöðvaði þá, bæði í að taka mig inn á samning þrátt fyrir augljósa þörf sem landlæknir er búinn að greina og burtséð frá því neita þeir líka að niðurgreiða þann kostnað sem sjúklingarnar beri af heimsókninni til mín,“ segir Anna. Hundrað manns hafa nú þegar pantað tíma hjá Önnu sem er verulega ósátt við stöðuna. Hún segir óásættanlegt að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga sinna og að það sé brot á réttindum þeirra til sjúkratrygginga.Ráðherra vísar á forvera sína Það er undir Önnu sjálfri komið hvaða verðskrá gildir en hún hefur ákveðið að fara eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. „Viðtal og skoðun, fyrsti tími sem tekur um klukkutíma, er rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. En það er algerlega undir mér komið. Ég tel þetta ódýra þjónustu þar sem tíminn til mín í Bandaríkjunum þar sem ég starfaði áður kostaði á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund krónur,“ segir hún. Heilbrigisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi þegar hún var spurð út í gagnrýni kerfið að ekki stæði til í að gera breytingar en ástæða væri til að skoða málið. Vísaði hún ábyrgð á fyrirkomulaginu á forvera sína í embætti. „En það er alveg sannarlega ástæða til þess að skoða þetta og það sem ég hef verið mest hugsi yfir er kannski það að staðreyndin skuli vera sú að fólk skuli vera að bíða mánuðum saman,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stjórnvöld brjóta á réttindum sjúklinga með því að taka ekki þátt í kostnaði þeirra við læknisþjónustu segir sérfræðilæknir í taugalækningum sem opnaði stofu í dag án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Hundrað manns hafa nú þegar bókað tíma hjá lækninum og greiða tæpar tuttugu þúsund krónur fyrir heimsóknina. Um er að ræða Önnu Björnsdóttur sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar um aðild að rammasamningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í sumar þrátt fyrir að skort sé á taugalæknum á Íslandi. Áður en Anna opnaði stofuna sína í dag leitaði hún á ný eftir svörum yfirvalda. „Ráðuneytið stöðvaði þá, bæði í að taka mig inn á samning þrátt fyrir augljósa þörf sem landlæknir er búinn að greina og burtséð frá því neita þeir líka að niðurgreiða þann kostnað sem sjúklingarnar beri af heimsókninni til mín,“ segir Anna. Hundrað manns hafa nú þegar pantað tíma hjá Önnu sem er verulega ósátt við stöðuna. Hún segir óásættanlegt að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga sinna og að það sé brot á réttindum þeirra til sjúkratrygginga.Ráðherra vísar á forvera sína Það er undir Önnu sjálfri komið hvaða verðskrá gildir en hún hefur ákveðið að fara eftir gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands. „Viðtal og skoðun, fyrsti tími sem tekur um klukkutíma, er rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. En það er algerlega undir mér komið. Ég tel þetta ódýra þjónustu þar sem tíminn til mín í Bandaríkjunum þar sem ég starfaði áður kostaði á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund krónur,“ segir hún. Heilbrigisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi þegar hún var spurð út í gagnrýni kerfið að ekki stæði til í að gera breytingar en ástæða væri til að skoða málið. Vísaði hún ábyrgð á fyrirkomulaginu á forvera sína í embætti. „En það er alveg sannarlega ástæða til þess að skoða þetta og það sem ég hef verið mest hugsi yfir er kannski það að staðreyndin skuli vera sú að fólk skuli vera að bíða mánuðum saman,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22