Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Andri Eysteinsson skrifar 2. september 2018 22:22 Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinson sjúkdómnum og starfaði áður við Duke-háskólasjúkrahúsið. Anna og eiginmaður hennar Martin Ingi Sigurðsson, svæfinga og gjörgæslulæknir eru nú flutt til landsins. Mynd/Aðsend Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga. Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur hafnað beiðni taugalæknis um endurgreiðslu ríkisins til sjúklinga hennar. Taugalæknirinn Anna Björnsdóttir hefur undanfarin ár starfað við Duke háskólasjúkrahúsið í Norður Karólínu og hefur hún búið þar ásamt fjölskyldu sinni. Nú hefur fjölskyldan flust búferlum til Íslands og hyggst Anna opna hér stofu. Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. Hafnað þrátt fyrir skort á taugalæknum RÚV greindi frá máli Önnu sem lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómnum í fyrra. Velferðarráðuneytið hafnaði umsókn hennar þrátt fyrir að skortur sé á taugalæknum á Íslandi. Í frétt RÚV kemur fram að í úttekt Landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu taugalækna sé bið eftir tíma hjá þeim fimm taugalæknum sem nú starfa sé vel yfir viðmiðunarmörkum. Í viðmiðum landlæknis er ásættanleg bið eftir skoðun hjá sérfræðingi sögð 30 dagar. Biðtími getur verið allt að hálfu ári hjá þeim læknum sem nú starfa. Anna segir í pistli á Facebook síðu sinni að hún eigi erfitt með að lýsa vonbrigðum sínum með niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að styðja ekki við sjúklinga sem heimsóttu hana og sæktu um endurgreiðslu frá SÍ.Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið til á ÍslandiÍ samtali við RÚV segir Anna að á Íslandi sé því að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi þar sem efnameiri fá betri þjónustu en þeir sem hafa minna milli handanna.Samkvæmt áliti SÍ sé þetta brot á lögbundnum rétti Íslendinga og telur Anna að ríkið sé með þessu að brjóta á réttindum taugasjúklinga.
Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Sakar ráðuneytið um vanhæfi og brot á rammasamningi Sjúkratrygginga Læknafélag Reykjavíkur segir að heilbrigðisráðuneytið hafi brotið rammasamning Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og félagsins með því að hafa í rúm tvö ár bannað SÍ að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á samninginn, burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. 27. júní 2018 20:50