Tölvuþrjótar breyttu nafni Thelmu í „skuggasál“ á heimasíðu hennar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2018 19:45 Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma. Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma.
Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30
Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10