Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 17:58 Frá mótmælunum á Austurvelli í dag. Vísir/vilhelm Skipuleggjendur mótmælanna á Austurvelli í dag krefjast þess að þingmennirnir sem komu að Klaustursmálinu svokallaða segi tafarlaust af sér þingmennsku og víki úr flokkum sínum. Þá er þess einnig krafist að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. „Við krefjumst tafarlausrar afsagnar ALLRA þeirra þingmanna sem komu að „klausturs-málinu“. Ekki einungis úr flokkum sínum heldur frá störfum sínum á Alþingi,“ segir í yfirlýsingu skipuleggjenda. Kröfurnar ná þannig til fjögurra þingmanna Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar. Þá er einnig krafist tafarlausrar rannsóknar á mögulegum lögbrotum og brotum á siðareglum Alþingis sem komst upp um í Klaustursupptökunum. Dæmin sem skipuleggjendur nefna eru:Drykkja á vinnutíma sem varðar við þingskapalög.Hrossakaup Bjarna Benediktssonar við Gunnar Braga og Sigmund Davíð varðandi Geir H. Haarde og sendiherrastöður sem varða við Almenn hegningarlög. Skýrt brot á fjölda liða siðareglna alþingismanna. Við krefjumst þess að breytingar verði gerðar á málum þannig að reka má þingmenn af Alþingi gerist þeir brotlegir við lög eða siðareglur Alþingismanna. Þá skulu varaþingmenn taka við stöðum þeirra sem er vísað frá Alþingi. Auk þess krefjumst við tafarlausrar endurmenntunar allra starfsmanna Alþingis í jafnréttisfræðslu og eineltis málum. Undir yfirlýsinguna rita Andri Sigurðsson, Alexandra Kristjana Ægisdóttir, Arndís Jónasdóttir og Júlía Sveinsdóttir. Þingmenn sitji tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu Með yfirlýsingunni fylgja einnig kröfur og yfirlýsingar nokkurra samtaka. Kvennahreyfingin krefst að áðurnefndur Klausturshópur segi af sér. Þá er þess krafist að allir þingmenn (núverandi og svo innan þriggja mánaða frá hverjum kosningum) sitji í gegnum tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu, sem verður sameiginlega unnin af þeim félagasamtökum sem best þekkja til.Mótmælin hófust klukkan tvö.Vísir/VIlhelmÖryrkjabandlag Íslands krefst þess einnig að þingmennirnir sex segi af sér.„Sú fyrirlitning á fólki sem hefur komið fram í orðum tíunda hluta þingheims, sýnir að þingmennirnir eru með öllu ófærir um að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning. Þeir verða að taka pokann sinn. Flóknara er það ekki,“ segir í yfirlýsingu bandalagsins. Þá þurfi aðrir þingmenn að sýna það í verki að sami hugsunarháttur ráði ekki gerðum þeirra.Samtökin '78 eru harðorð í garð Alþingismanna.„Samtökin ´78 skora á þingmenn og stjórnmálaflokka að samþykkja aldrei kvenfyrirlitningu, hinseginfóbíu eða fötlunarfordóma. Eitruð orðræða grefur undan öryggi jaðarsettra hópa og við minnum ykkur á að ábyrgð ykkar er gífurleg.“NPA miðstöðin skorar á kjörna fulltrúa að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks.„Krafa okkar er að Alþingisfólk hafi þekkingu á mannréttindasamningum og lögum og temji sér að virða kjósendur sína alla, minnihlutahópa sem aðra.Við skorum á alla kjörna fulltrúa til þess að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Leggja sig fram um að hlusta á okkur, það sem við höfum að segja, virða mannréttindi og mannlega reisn okkar, til jafns við aðra borgara. Alþingisfólk getur unnið traust hjá okkur aftur með verkum sínum.“Femínistafélag Háskóla Íslands segir að horfast þurfi í augu við að Ísland sé ekki paradís fyrir konur. Þá er þess einnig krafist að þingmennirnir á Klaustri segi af sér.„Virðing fyrir öllum þegnum landsins ætti að vera frumskilyrði fyrir því að starfa fyrir hönd þjóðarinnar á hæsta stjórnstigi hennar. Það er ekki hægt að treysta einstaklingum sem vanvirða með orðum sínum annað fólk. Þeir munu aldrei getað talað fyrir eða skilið hagsmuni þeirra sem þeir níða. Þessir þingmenn eru óhæfir til þess að tala málum kvenna, og þannig hálfrar þjóðarinnar, og ættu því að segja af sér hið fyrsta.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Skipuleggjendur mótmælanna á Austurvelli í dag krefjast þess að þingmennirnir sem komu að Klaustursmálinu svokallaða segi tafarlaust af sér þingmennsku og víki úr flokkum sínum. Þá er þess einnig krafist að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. „Við krefjumst tafarlausrar afsagnar ALLRA þeirra þingmanna sem komu að „klausturs-málinu“. Ekki einungis úr flokkum sínum heldur frá störfum sínum á Alþingi,“ segir í yfirlýsingu skipuleggjenda. Kröfurnar ná þannig til fjögurra þingmanna Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, og tveggja þingmanna Flokks fólksins, Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar. Þá er einnig krafist tafarlausrar rannsóknar á mögulegum lögbrotum og brotum á siðareglum Alþingis sem komst upp um í Klaustursupptökunum. Dæmin sem skipuleggjendur nefna eru:Drykkja á vinnutíma sem varðar við þingskapalög.Hrossakaup Bjarna Benediktssonar við Gunnar Braga og Sigmund Davíð varðandi Geir H. Haarde og sendiherrastöður sem varða við Almenn hegningarlög. Skýrt brot á fjölda liða siðareglna alþingismanna. Við krefjumst þess að breytingar verði gerðar á málum þannig að reka má þingmenn af Alþingi gerist þeir brotlegir við lög eða siðareglur Alþingismanna. Þá skulu varaþingmenn taka við stöðum þeirra sem er vísað frá Alþingi. Auk þess krefjumst við tafarlausrar endurmenntunar allra starfsmanna Alþingis í jafnréttisfræðslu og eineltis málum. Undir yfirlýsinguna rita Andri Sigurðsson, Alexandra Kristjana Ægisdóttir, Arndís Jónasdóttir og Júlía Sveinsdóttir. Þingmenn sitji tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu Með yfirlýsingunni fylgja einnig kröfur og yfirlýsingar nokkurra samtaka. Kvennahreyfingin krefst að áðurnefndur Klausturshópur segi af sér. Þá er þess krafist að allir þingmenn (núverandi og svo innan þriggja mánaða frá hverjum kosningum) sitji í gegnum tíu klukkustunda jafnréttisfræðslu, sem verður sameiginlega unnin af þeim félagasamtökum sem best þekkja til.Mótmælin hófust klukkan tvö.Vísir/VIlhelmÖryrkjabandlag Íslands krefst þess einnig að þingmennirnir sex segi af sér.„Sú fyrirlitning á fólki sem hefur komið fram í orðum tíunda hluta þingheims, sýnir að þingmennirnir eru með öllu ófærir um að gegna trúnaðarstörfum fyrir almenning. Þeir verða að taka pokann sinn. Flóknara er það ekki,“ segir í yfirlýsingu bandalagsins. Þá þurfi aðrir þingmenn að sýna það í verki að sami hugsunarháttur ráði ekki gerðum þeirra.Samtökin '78 eru harðorð í garð Alþingismanna.„Samtökin ´78 skora á þingmenn og stjórnmálaflokka að samþykkja aldrei kvenfyrirlitningu, hinseginfóbíu eða fötlunarfordóma. Eitruð orðræða grefur undan öryggi jaðarsettra hópa og við minnum ykkur á að ábyrgð ykkar er gífurleg.“NPA miðstöðin skorar á kjörna fulltrúa að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks.„Krafa okkar er að Alþingisfólk hafi þekkingu á mannréttindasamningum og lögum og temji sér að virða kjósendur sína alla, minnihlutahópa sem aðra.Við skorum á alla kjörna fulltrúa til þess að setja sig betur inn í réttindabaráttu fatlaðs fólks. Leggja sig fram um að hlusta á okkur, það sem við höfum að segja, virða mannréttindi og mannlega reisn okkar, til jafns við aðra borgara. Alþingisfólk getur unnið traust hjá okkur aftur með verkum sínum.“Femínistafélag Háskóla Íslands segir að horfast þurfi í augu við að Ísland sé ekki paradís fyrir konur. Þá er þess einnig krafist að þingmennirnir á Klaustri segi af sér.„Virðing fyrir öllum þegnum landsins ætti að vera frumskilyrði fyrir því að starfa fyrir hönd þjóðarinnar á hæsta stjórnstigi hennar. Það er ekki hægt að treysta einstaklingum sem vanvirða með orðum sínum annað fólk. Þeir munu aldrei getað talað fyrir eða skilið hagsmuni þeirra sem þeir níða. Þessir þingmenn eru óhæfir til þess að tala málum kvenna, og þannig hálfrar þjóðarinnar, og ættu því að segja af sér hið fyrsta.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Margmenni á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. 1. desember 2018 14:42
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39