Innlent

Margmenni á Austurvelli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælin hófust klukkan tvö.
Mótmælin hófust klukkan tvö. Vísir/VIlhelm
Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli þar sem fram fara mótmæli vegna Klaustursupptökunnar svokölluðu. Mótmælin hófust klukkan tvö og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótmælanna að til þeirra hafi verið boðað í tilefni „yfirgengilegu fordómum og mannfyrirlitningu sem hópur þingmanna hafði frammi á fundi sínum á Klausturbarnum í Templarasundi.“

Þar segir einni að almenningur muni ekki láta bjóða sér talsmáta sem þennan og viðhorf meðal þingmanna eða annarra starfsmanna sinna.

„Við erum öll jöfn og eigum að njóta sömu réttinda og virðingar.“

Hér má sjá nokkrar myndir sem ljósmyndari Vísis tók af mótmælendum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.