Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 "Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna,“ segir formaður Afstöðu – félags fanga. Fjórir sálfræðingar starfa nú hjá Fangelsismálastofnun og skipta þremur stöðugildum. VÍSIR/VILHELM Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07