Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/stefán Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent