Kveðja frá Rússlandi: Veislan sem aldrei átti að verða að byrja Kolbeinn Tumi Daðason á leið til Moskvu skrifar 14. júní 2018 15:00 23 íslenskir víkingar og fjöldin allur af starfsliði frá KSÍ fékk boðsmiða í partý ársins vísir/vilhelm Flautað verður til leiks í Moskvu í dag þegar heimamenn mæta Sádí Arabíu í opnunarleik mótsins. Sú var tíðin að ríkjandi heimsmeistarar spiluðu opnunarleikinn en í seinni tíð hafa heimamenn verið annar aðilinn. Ísland var náttúrulega nálægt því að fá opnunarleikinn fyrir fjórum árum en Króatarnir höfðu betur í umspilinu og mættu Brössunum á þeirra heimavelli. Ísland fær reyndar sinn opnunarleik í Moskvu, gegn Argentínu, og líklega fátt sem getur toppað þá byrjun. Jú, kannski stig - eitt eða þrjú. Síðan ungir íslenskir krakkar byrjuðu að safna Panini límmiðum og fylgjast með Schumacher sparka niður Battison, Maradona skora með hendi, Roger Milla dansa við hornfánann og Svía ná í óvænt bronsverðlaun hefur veislan á fjögurra ára fresti verið heilög stund. Ungir áhugamenn njóta þess að geta horft á hverja einustu mínútu af HM í sjónvarpinu ef svo ber undir, og fara svo út í fótbolta og leika eftir tilþrif hetjanna. Nú eru hetjurnar íslenskar, eitthvað sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast. Strákarnir hafa verið ekkert nema bros þessa fyrstu daga í Rússlandi. Alvaran hefst á laugardag.vísir/vilhelmFIFA ætlar reyndar að stækka HM í 48 þjóðir þegar leikið verður í Banaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Fullvíst mun telja að einhver þjóð tryggi sér sæti á HM í fyrsta skipti. Þjóðirnar voru þó enn 32 þegar Ísland tryggði sig. Ítalir sátu eftir heima, Hollendingar sömuleiðis, Bandaríkjamenn og Chile. Ísland vann dauðariðilinn og það sem meira er gleymdi sér ekkert eftir ævintýrið í Frakklandi 2016, sem hefði verið svo auðvelt. Gleyma sér í dýrðarblóma. Ekki þessir strákar. Þeir eru nú nýlentir í Moskvu þangað sem töluverður fjöldi Íslendinga er mættur og fleiri streyma að á morgun og hinn. Argentínumenn eru fyrirferðamiklir í höfuðborginni enda kunna þeir vel þá list að skella sér á HM. Tvöfaldir heimsmeistarar og alltaf líklegir kandídatar með örvfættu leyniskyttuna Messi í sínu liði. Veislan sem enginn átti von á að Ísland yrði boðið í er byrjuð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Flautað verður til leiks í Moskvu í dag þegar heimamenn mæta Sádí Arabíu í opnunarleik mótsins. Sú var tíðin að ríkjandi heimsmeistarar spiluðu opnunarleikinn en í seinni tíð hafa heimamenn verið annar aðilinn. Ísland var náttúrulega nálægt því að fá opnunarleikinn fyrir fjórum árum en Króatarnir höfðu betur í umspilinu og mættu Brössunum á þeirra heimavelli. Ísland fær reyndar sinn opnunarleik í Moskvu, gegn Argentínu, og líklega fátt sem getur toppað þá byrjun. Jú, kannski stig - eitt eða þrjú. Síðan ungir íslenskir krakkar byrjuðu að safna Panini límmiðum og fylgjast með Schumacher sparka niður Battison, Maradona skora með hendi, Roger Milla dansa við hornfánann og Svía ná í óvænt bronsverðlaun hefur veislan á fjögurra ára fresti verið heilög stund. Ungir áhugamenn njóta þess að geta horft á hverja einustu mínútu af HM í sjónvarpinu ef svo ber undir, og fara svo út í fótbolta og leika eftir tilþrif hetjanna. Nú eru hetjurnar íslenskar, eitthvað sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast. Strákarnir hafa verið ekkert nema bros þessa fyrstu daga í Rússlandi. Alvaran hefst á laugardag.vísir/vilhelmFIFA ætlar reyndar að stækka HM í 48 þjóðir þegar leikið verður í Banaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Fullvíst mun telja að einhver þjóð tryggi sér sæti á HM í fyrsta skipti. Þjóðirnar voru þó enn 32 þegar Ísland tryggði sig. Ítalir sátu eftir heima, Hollendingar sömuleiðis, Bandaríkjamenn og Chile. Ísland vann dauðariðilinn og það sem meira er gleymdi sér ekkert eftir ævintýrið í Frakklandi 2016, sem hefði verið svo auðvelt. Gleyma sér í dýrðarblóma. Ekki þessir strákar. Þeir eru nú nýlentir í Moskvu þangað sem töluverður fjöldi Íslendinga er mættur og fleiri streyma að á morgun og hinn. Argentínumenn eru fyrirferðamiklir í höfuðborginni enda kunna þeir vel þá list að skella sér á HM. Tvöfaldir heimsmeistarar og alltaf líklegir kandídatar með örvfættu leyniskyttuna Messi í sínu liði. Veislan sem enginn átti von á að Ísland yrði boðið í er byrjuð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira