Cesc Fabregas hrósar íslenska liðinu fyrir að hafa fundið leiðina til að stoppa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 10:30 Cesc Fabregas og Lionel Messi. Þeir þekkjast vel. Vísir/Getty Cesc Fabregas er pistlahöfundur hjá BBC á HM í Rússlandi og í nýjasta pistli sínum þá fjallar hann um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Lionel Messi. Messi og félagar í Argentínu eru bara með eitt mark skorað og eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína á HM. Cesc Fabregas fjallar um Lionel Messi og Argentínu eftir 3-0 tapið á móti Króatíu í gær en spænski miðjumaðurinn eyddi engu að síður hluta af pistli sínum í það að hrósa íslenska landsliðinu fyrir það sem strákarnir okkar gerðu í Argentínuleiknum. „Ísland setti ekki einn leikmann á Lionel Messi þegar liðið mætti Argentinu en liðið var með svo marga leikmenn aftarlega á vellinum að Messi hafði ekkert pláss til að vinna með,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það er ekki oft sem maður sér lið stoppa Messi og ég vil því hrósa íslenska liðinu fyrir að gera það svona vel. Ég sá að Leo datt aftur á völlinn þegar leið á til að reyna að búa eitthvað til,“ skrifar Fabregas. „Þegar hann er kominn svona aftarlega á völlinn þá fær hann ekki lengur boltann á hættulegum stöðum og ef ég væri hann þá væri ég þá orðinn prekar pirraður,“ skrifar Cesc. „Þú vilt sjá Messi framar á vellinum svo að hann fái boltann á síðasta þriðjungnum og komi einhverju í gang. En um leið og honum finnst hann ekki vera að fá nægjanlega þjónustu þá dettur hann aftar og aftar á völlinn. Það er ekki góð þróun fyrir argentínska landsliðið,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það var svipaða sögu að segja af Messi í Króatíuleiknum en þetta var ekki bara honum að kenna. Eins og ég sagði í sjónvarpinu þá lítur út fyrir að argentínska liðið sé brotið. Þetta hefur því verið mjög erfitt fyrir Messi. Hann hefur ekki nægilega mikil gæði með sér og engan til að hjálpa honum almennilega að koma spili í gang,“ skrifaði Cesc Fabregas. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Cesc Fabregas er pistlahöfundur hjá BBC á HM í Rússlandi og í nýjasta pistli sínum þá fjallar hann um vin sinn og fyrrum liðsfélaga Lionel Messi. Messi og félagar í Argentínu eru bara með eitt mark skorað og eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína á HM. Cesc Fabregas fjallar um Lionel Messi og Argentínu eftir 3-0 tapið á móti Króatíu í gær en spænski miðjumaðurinn eyddi engu að síður hluta af pistli sínum í það að hrósa íslenska landsliðinu fyrir það sem strákarnir okkar gerðu í Argentínuleiknum. „Ísland setti ekki einn leikmann á Lionel Messi þegar liðið mætti Argentinu en liðið var með svo marga leikmenn aftarlega á vellinum að Messi hafði ekkert pláss til að vinna með,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það er ekki oft sem maður sér lið stoppa Messi og ég vil því hrósa íslenska liðinu fyrir að gera það svona vel. Ég sá að Leo datt aftur á völlinn þegar leið á til að reyna að búa eitthvað til,“ skrifar Fabregas. „Þegar hann er kominn svona aftarlega á völlinn þá fær hann ekki lengur boltann á hættulegum stöðum og ef ég væri hann þá væri ég þá orðinn prekar pirraður,“ skrifar Cesc. „Þú vilt sjá Messi framar á vellinum svo að hann fái boltann á síðasta þriðjungnum og komi einhverju í gang. En um leið og honum finnst hann ekki vera að fá nægjanlega þjónustu þá dettur hann aftar og aftar á völlinn. Það er ekki góð þróun fyrir argentínska landsliðið,“ skrifaði Cesc Fabregas. „Það var svipaða sögu að segja af Messi í Króatíuleiknum en þetta var ekki bara honum að kenna. Eins og ég sagði í sjónvarpinu þá lítur út fyrir að argentínska liðið sé brotið. Þetta hefur því verið mjög erfitt fyrir Messi. Hann hefur ekki nægilega mikil gæði með sér og engan til að hjálpa honum almennilega að koma spili í gang,“ skrifaði Cesc Fabregas.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira