Nígeríumenn „frusu“ úr kulda 1981 en „kafna“ Íslendingar úr hita 2018? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 12:30 Frétt um leikinn í Þjóðviljanum. Mynd/Þjóðviljinn 25. ágúst 1981 Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. Ísland vann 3-0 sigur á Nígeríu á Laugardalsvellinum en stærsta frétt leiksins voru aðstæðurnar sem leikmenn þurftu að glíma við. Það hefur verið eitthvað skrifað um þennan leik frá 1981 í aðdraganda leiksins í dag og þar á meðal á bloggsíðunni Grenndargralið. Flugurnar herja á mannskapinn í Volgograd en það var ekki fluga sjáanleg á Laugardalsvellinum 22. ágúst 1981. Hafi Nígeríumenn „frosið“ úr kulda í þessum leik fyrir að verða 37 árum síðan þá er hætt við því að íslensku strákarnir geti hreinlega „kafnað“ úr hita í Volgograd í dag. „Aðstæður voru afar slæmar þegar dómarinn flautaði til leiks laugardaginn 22. ágúst. Kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi setti veðrið strik í reikninginn. Kuldi, rigning og ekki fluga á ferð, slíkt var hvassviðrið. Elstu menn í bransanum í Laugardalnum sögðu veðrið hið versta í sögu knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli eins og því var háttað hálftíma fyrir leik,“ segir í upprifjuninni á Grenndargralinu. Í pistlinum kemur einnig fram að Nígeríumenn hafi mætt seint á völlinn þar sem þeir hafi ekki þorað útaf hótelinu sínu vegna veðursofsans í Reykjavík þennan ágústdag. Nígeríumenn þoldu líka mjög illa kuldann. Venjulegur sumardagur á Íslandi hefði líka verið kaldur dagur í þeirra augum og hvað þá þegar veðurastæður voru svona slæmar. Vissulega hafði veðrið áhrif á leik beggja liða en án nokkurs vafa kom það meira niður á gestunum. „Það er ekki hægt að leika knattspyrnu í slíku veðri. Íslensku leikmennirnir kunnu betur að notfæra sér aðstæður og það réði úrslitum“ sagði þjálfari Nígeríumanna eftir leikinn. „Rétt eins og 22. ágúst gæti veðrið orðið örlagavaldur 22. júní. Spáð er allt að 35 stiga hita með tilheyrandi flugnageri. Ólíklegt er að Íslendingar hafi nokkurn tímann leikið knattspyrnu í slíku veðri, segir líka í pistlinum á Grenndargralinu. Það má finna allan pistilinn um leikinn með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Karlalandslið Íslands og Nígeríu í fótbolta mætast í dag í annað sinn í sögunni og nú í flugnaborginni Volgograd. Það er hætt við því að aldrei hafi verið eins mikill munur á aðstæðum í tveimur landsleikjum þjóða og í þessum tveimur leikjum Íslands og Nígeríu á fótboltavellinum. Ísland vann 3-0 sigur á Nígeríu á Laugardalsvellinum en stærsta frétt leiksins voru aðstæðurnar sem leikmenn þurftu að glíma við. Það hefur verið eitthvað skrifað um þennan leik frá 1981 í aðdraganda leiksins í dag og þar á meðal á bloggsíðunni Grenndargralið. Flugurnar herja á mannskapinn í Volgograd en það var ekki fluga sjáanleg á Laugardalsvellinum 22. ágúst 1981. Hafi Nígeríumenn „frosið“ úr kulda í þessum leik fyrir að verða 37 árum síðan þá er hætt við því að íslensku strákarnir geti hreinlega „kafnað“ úr hita í Volgograd í dag. „Aðstæður voru afar slæmar þegar dómarinn flautaði til leiks laugardaginn 22. ágúst. Kom þar tvennt til. Í fyrsta lagi setti veðrið strik í reikninginn. Kuldi, rigning og ekki fluga á ferð, slíkt var hvassviðrið. Elstu menn í bransanum í Laugardalnum sögðu veðrið hið versta í sögu knattspyrnuiðkunar á Laugardalsvelli eins og því var háttað hálftíma fyrir leik,“ segir í upprifjuninni á Grenndargralinu. Í pistlinum kemur einnig fram að Nígeríumenn hafi mætt seint á völlinn þar sem þeir hafi ekki þorað útaf hótelinu sínu vegna veðursofsans í Reykjavík þennan ágústdag. Nígeríumenn þoldu líka mjög illa kuldann. Venjulegur sumardagur á Íslandi hefði líka verið kaldur dagur í þeirra augum og hvað þá þegar veðurastæður voru svona slæmar. Vissulega hafði veðrið áhrif á leik beggja liða en án nokkurs vafa kom það meira niður á gestunum. „Það er ekki hægt að leika knattspyrnu í slíku veðri. Íslensku leikmennirnir kunnu betur að notfæra sér aðstæður og það réði úrslitum“ sagði þjálfari Nígeríumanna eftir leikinn. „Rétt eins og 22. ágúst gæti veðrið orðið örlagavaldur 22. júní. Spáð er allt að 35 stiga hita með tilheyrandi flugnageri. Ólíklegt er að Íslendingar hafi nokkurn tímann leikið knattspyrnu í slíku veðri, segir líka í pistlinum á Grenndargralinu. Það má finna allan pistilinn um leikinn með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira