Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:45 Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19