Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 21:21 Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. Fólki í alvarlegu geðrofi og undir áhrifum vímuefna sé ekki vísað frá spítalanum. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi í Fréttum Stöðvar 2 um helgina að úrræðaleysi ríkti í málefnum fólks sem væri í geðrofi og undir áhrifum vímuefna. Tilfellum fari fjölgandi þar sem því sé komið fyrir í fangaklefa, í stað þess að fá vistun á heilbrigðisstofnun. Í sama streng tók Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar en með þessu væri brotið á mannréttindum fólks. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans vísar þessu algjörlega á bug. „Þetta er bara alrangt. Ég sé fólk á hverjum degi sem glímir við fíknivanda og er með geðrof. Sumir með geðrofssjúkdóma en alls ekki allir. Þannig að þetta er bara rangt. Það er ekki þannig að við flytjum eða látum flytja fólk sem er undir áhrifum eða í geðrofi í fangaklefa í staðinn fyrir að leggja það hér inn hjá okkur. Það eru allir metnir og ef fólk er í alvarlegu geðrofi til dæmis þá eru flestallir lagðir inn hjá okkur, jafnvel þó það sé undir áhrifum vímuefna.“Tryggja öryggi sjúklings Halldóra segir að farið sé eftir verkreglum þegar fólk leiti til spítalans og ef um brátt hættuástand er að ræða sé málið strax sett í forgang til að tryggja öryggi sjúklings. „Við sjáum það að fólk er meira í neyslu harðari efna. Það er meira kókaín í umferð, sérstaklega, heldur en hefur verið árum saman. Ef ég má orða það þannig þá er það stundum þannig að fólk sem er í harðri neyslu af þessum efnum, það er ákveðinn tryllingur stundum.“ Hún segir mikilvægt að tekið sé heildrænt á vandanum og þar þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt. „Að samfélagið í raun geri sér grein fyrir hvað þetta sé alvarlegur vandi og hvað það er mikið af hörðum efnum í neyslu. Það verði meira heildrænt tekið á þessum vanda.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37 Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er set í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. 3. mars 2018 19:37
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00