Íslenski landsliðsþjálfarinn dáist að spilamennsku Hollands Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. mars 2018 08:30 Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á Algarve-mótinu í fótbolta í kvöld þegar þær mæta Evrópumeisturum Hollands í Parchal á Portúgal. Íslenska liðið er með eitt stig að tveimur umferðum loknum, eftir jafntefli í fyrstu umferð gegn Danmörku fylgdi svekkjandi 1-2 tap fyrir Japan þar sem klaufalegt sigurmark skildi liðin að á 85. mínútu. Stutt er síðan Ísland mætti Hollandi síðast en íslenska liðið fékk 0-4 skell þegar liðin mættust í vináttuleik ytra fyrir tæpu ári. Það var aðeins annar sigur Hollands gegn Íslandi í níundu tilraun.Allar klárar í slaginn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, hefur vonandi úr öllum leikmannahópnum að velja í dag en Fanndís Friðriksdóttir er enn tæp vegna meiðsla og óvíst er með hana. Hann á von á því að setja leikinn upp á svipaðan hátt og gegn Danmörku, agaðan varnarleik og reyna að nýta færin þegar þau gefast. „Uppleggið verður svipað og gegn Dönum, sitja aðeins aftar og reyna að loka á sóknarleik þeirra þótt að þær séu í raun allt öðruvísi en Danir og Japanir sem við mættum í fyrstu tveimur leikjunum. Þær eru með tvo vængmenn í heimsklassa í þeim Shanice van de Sanden og Martens og við ætlum að prófa aðferðir til að reyna að loka á þær,“ sagði Freyr sem sagði það ekki eftirsóknarvert fyrir varnarmenn að mæta þeim einsamlir. „Þær eru svakalega hættulegar þegar þær fara á staka varnarmenn en við ætlum að reyna að koma í veg fyrir það og fá alltaf hjálparvörn strax til þess að engin sé skilin eftir ein á eina.“ Sagðist hann vera búinn að ákveða byrjunarliðið en eina spurningarmerkið væri Fanndís. „Ég geri ráð fyrir að gera 7-8 breytingar á liðinu sem byrjaði gegn Japan, ég tilkynnti liðinu áðan hvernig við ætlum að spila en það er ennþá smá óvissa með þátttöku Fanndísar. Hún er að ná sér en ég vill ekki taka neina óþarfa áhættu, við sjáum hvernig hún verður á morgun eftir góðan nætursvefn.“Ótrúlegur uppgangur Hollenska landsliðið er í fremstu röð eftir ótrúlegan uppgang undanfarin ár með Lieke Martens, leikmann Barcelona, í fararbroddi en hún var á dögunum valin besta knattspyrnukona heims, sú fyrsta frá Hollandi. Liðinu mistókst að komast á EM í fyrstu níu skiptin sem mótið var haldið en aðeins einu sinni hefur liðinu tekist að vinna sér inn þátttökurétt á HM (2015) þar sem það féll úr leik í 16-liða úrslitum. Á heimavelli var hins vegar komin liðsheild og lið sem gat farið alla leið en liðið skoraði 13 mörk í sex leikjum og fékk aðeins þrjú á sig á leiðinni að gullinu. Var þetta aðeins annað stórmótið sem þessi frábæra fótboltaþjóð vinnur í fótbolta, 29 árum eftir sigur karlaliðsins á EM í Vestur-Þýskalandi. Freyr hreifst af spilamennsku liðsins síðasta sumar og uppgangi landsliðsins á stuttum tíma. „Þær áttu fyllilega skilið að vinna þetta mót, það hjálpaði þeim auðvitað að vera á heimavelli en það getur líka unnið gegn liðinu. Þær náðu að skapa sterka liðsheild og eru góðar á báðum endum vallarins. Við erum algjörlega meðvituð um þeirra styrkleika en við erum að fara í þetta til að reyna að taka sem mest úr þessu og reyna að læra og þroskast,“ sagði Freyr og bætti við: „Uppgangurinn í kvennaknattspyrnu hjá þeim á stuttum tíma hefur verið hreint út sagt ótrúlegur, ég hef reynt að velta þessu fyrir mér, hvað þær gerðu til að verða svona ótrúlega góðar á svona stuttum tíma. Ég dáist líka að spilamennsku þeirra, þær þurfa ekkert endilega að klappa boltanum endalaust. Þær eru skilvirkar, vilja ekkert endilega halda bolta heldur spila áhrifaríkar sóknir. Þetta er að verða algengara í kvennaknattspyrnu og ég hrífst af þessari stefnu.“ Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á Algarve-mótinu í fótbolta í kvöld þegar þær mæta Evrópumeisturum Hollands í Parchal á Portúgal. Íslenska liðið er með eitt stig að tveimur umferðum loknum, eftir jafntefli í fyrstu umferð gegn Danmörku fylgdi svekkjandi 1-2 tap fyrir Japan þar sem klaufalegt sigurmark skildi liðin að á 85. mínútu. Stutt er síðan Ísland mætti Hollandi síðast en íslenska liðið fékk 0-4 skell þegar liðin mættust í vináttuleik ytra fyrir tæpu ári. Það var aðeins annar sigur Hollands gegn Íslandi í níundu tilraun.Allar klárar í slaginn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, hefur vonandi úr öllum leikmannahópnum að velja í dag en Fanndís Friðriksdóttir er enn tæp vegna meiðsla og óvíst er með hana. Hann á von á því að setja leikinn upp á svipaðan hátt og gegn Danmörku, agaðan varnarleik og reyna að nýta færin þegar þau gefast. „Uppleggið verður svipað og gegn Dönum, sitja aðeins aftar og reyna að loka á sóknarleik þeirra þótt að þær séu í raun allt öðruvísi en Danir og Japanir sem við mættum í fyrstu tveimur leikjunum. Þær eru með tvo vængmenn í heimsklassa í þeim Shanice van de Sanden og Martens og við ætlum að prófa aðferðir til að reyna að loka á þær,“ sagði Freyr sem sagði það ekki eftirsóknarvert fyrir varnarmenn að mæta þeim einsamlir. „Þær eru svakalega hættulegar þegar þær fara á staka varnarmenn en við ætlum að reyna að koma í veg fyrir það og fá alltaf hjálparvörn strax til þess að engin sé skilin eftir ein á eina.“ Sagðist hann vera búinn að ákveða byrjunarliðið en eina spurningarmerkið væri Fanndís. „Ég geri ráð fyrir að gera 7-8 breytingar á liðinu sem byrjaði gegn Japan, ég tilkynnti liðinu áðan hvernig við ætlum að spila en það er ennþá smá óvissa með þátttöku Fanndísar. Hún er að ná sér en ég vill ekki taka neina óþarfa áhættu, við sjáum hvernig hún verður á morgun eftir góðan nætursvefn.“Ótrúlegur uppgangur Hollenska landsliðið er í fremstu röð eftir ótrúlegan uppgang undanfarin ár með Lieke Martens, leikmann Barcelona, í fararbroddi en hún var á dögunum valin besta knattspyrnukona heims, sú fyrsta frá Hollandi. Liðinu mistókst að komast á EM í fyrstu níu skiptin sem mótið var haldið en aðeins einu sinni hefur liðinu tekist að vinna sér inn þátttökurétt á HM (2015) þar sem það féll úr leik í 16-liða úrslitum. Á heimavelli var hins vegar komin liðsheild og lið sem gat farið alla leið en liðið skoraði 13 mörk í sex leikjum og fékk aðeins þrjú á sig á leiðinni að gullinu. Var þetta aðeins annað stórmótið sem þessi frábæra fótboltaþjóð vinnur í fótbolta, 29 árum eftir sigur karlaliðsins á EM í Vestur-Þýskalandi. Freyr hreifst af spilamennsku liðsins síðasta sumar og uppgangi landsliðsins á stuttum tíma. „Þær áttu fyllilega skilið að vinna þetta mót, það hjálpaði þeim auðvitað að vera á heimavelli en það getur líka unnið gegn liðinu. Þær náðu að skapa sterka liðsheild og eru góðar á báðum endum vallarins. Við erum algjörlega meðvituð um þeirra styrkleika en við erum að fara í þetta til að reyna að taka sem mest úr þessu og reyna að læra og þroskast,“ sagði Freyr og bætti við: „Uppgangurinn í kvennaknattspyrnu hjá þeim á stuttum tíma hefur verið hreint út sagt ótrúlegur, ég hef reynt að velta þessu fyrir mér, hvað þær gerðu til að verða svona ótrúlega góðar á svona stuttum tíma. Ég dáist líka að spilamennsku þeirra, þær þurfa ekkert endilega að klappa boltanum endalaust. Þær eru skilvirkar, vilja ekkert endilega halda bolta heldur spila áhrifaríkar sóknir. Þetta er að verða algengara í kvennaknattspyrnu og ég hrífst af þessari stefnu.“
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira