Samgöngustofa segir leyfi til að „skutla“ á Þjóðhátíð ekki fyrir hendi Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 15:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur, á fleygiferð. vísir/óskar friðriksson Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag. Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Fyrirtækið Ribsafari, sem býður upp á „skutl“ með svokölluðum RIB-bátum á Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina, hefur ekki heimild til fólksflutninga. Þetta segir í athugasemd Samgöngustofu um starfsemina. Ribsafari telur fyrirtækið starfa innan siglingaheimildar sinnar. Samgöngustofa sendi í gær athugasemd á bæði Landhelgisgæsluna og Ribsafari, fyrirtæki sem býður upp á ferðir með RIB-bátum, harðskeljabátum sem taka 12 manns í sæti. Athugasemdin lýtur að því að RIB-bátar eru ekki samþykktir til fólksflutninga milli staða og þá hafi leyfi fyrir starfsemi bátanna ákveðnar takmarkanir.Einungis Herjólfur með leyfi til fólksflutninga Ribsafari býður þjóðhátíðargestum upp á „skutl“ milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir verslunarmannahelgina með áðurnefndum RIB-bátum. Boðið er upp á áætlunarferðir frá Landeyjahöfn til Eyja föstudaginn 3. ágúst og til baka mánudaginn 6. ágúst. Ferðirnar eru auglýstar sem „skemmtiferðir“ eða „skemmtisiglingar“ en fyrirtæki sem gera út RIB-báta hafa vissulega heimild til slíkra útsýnis- og skoðunarferða, að því er segir í skriflegu svari Samgöngustofu við fyrirspurn Vísis. Samkvæmt skilgreiningu gildir leyfið þó aðeins um ferðir sem hefjast og enda á sama stað. Þannig hafi Ribsafari ekki heimild til þess að flytja farþega milli staða, líkt og virðist uppi á teningnum nú, en í svari Samgöngustofu kemur fram að nokkur greinarmunur sé gerður á þessum leyfum, t.d. hvað varðar kröfur til skipanna, aðbúnaðar, réttinda og mönnunar.Fjöldi fólks leggur leið sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum ár hvert, flestir sjóleiðis.Vísir/Vilhelm„Einungis Herjólfur hefur nú farþegaleyfi til flutninga á fólki til siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Útgerð sem kynni að óska eftir leyfi til þessara siglinga þyrfti farþegaleyfi en forsenda fyrir því er að uppfylla viðeigandi reglur um atvinnubáta (farþegaskip),“ segir í svari Samgöngustofu.Landhelgisgæslan vísar á lögreglu Laila Pétursdóttir hjá Ribsafari segir í samtali við Vísi að fyrirtækið telji sig starfa innan marka þess siglingaleyfis sem þeim var veitt, þ.e. leyfis til útsýnis- og skoðunarferða. Þau haldi því áfram siglingum sínum um helgina. Landhelgisgæslan staðfestir að stofnuninni hafi borist ábending um farþegaflutninga með RIB-bátum frá Samgöngustofu. Ábendingunni hafi verið komið áfram á lögregluna í Vestmannaeyjum og því á hennar ábyrgð að aðhafast eitthvað í málinu, þyki tilefni til. Lögreglan í Vestmannaeyjum kannaðist hins vegar ekki við að hafa fengið athugasemdir Samgöngustofu inn á borð til sín þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum í dag.
Samgöngur Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15 Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
Akranes fær að sigla á Þjóðhátíð Samgönguráðuneytið telur Samgöngustofu ekki hafa sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. 2. ágúst 2017 11:15
Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari tók púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan þeir biðu eftir að komast aftur til Landeyjahafnar. 7. ágúst 2017 18:50