Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 10:30 Kylie Jenner, yngsti milljarðamæringur heims, á MET-galakvöldverðinum í maí síðastliðnum. Vísir/Getty Undanfarna daga hafa netverjar brugðist við fréttum af því að athafnakonan Kylie Jenner stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn. Margir eru ánægðir fyrir hönd Jenner en aðrir setja stórt spurningamerki við það að hún hafi náð árangrinum af sjálfstáðum. Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum. „Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q— roxane gay (@rgay) July 11, 2018 Umræðan er að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið á miðvikudag og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat. — ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018 Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. Hana vantar þó enn 100 milljónir dollara upp í milljarðinn og hafa hugulsamir aðdáendur hennar stofnað GoFundMe-styrktarsíðu Jenner til aðstoðar. Áhugasamir geta lagt Kylie Jenner lið hér. Samfélagsmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Undanfarna daga hafa netverjar brugðist við fréttum af því að athafnakonan Kylie Jenner stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn. Margir eru ánægðir fyrir hönd Jenner en aðrir setja stórt spurningamerki við það að hún hafi náð árangrinum af sjálfstáðum. Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum. „Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q— roxane gay (@rgay) July 11, 2018 Umræðan er að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið á miðvikudag og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat. — ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018 Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. Hana vantar þó enn 100 milljónir dollara upp í milljarðinn og hafa hugulsamir aðdáendur hennar stofnað GoFundMe-styrktarsíðu Jenner til aðstoðar. Áhugasamir geta lagt Kylie Jenner lið hér.
Samfélagsmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17
Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54
Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43