Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner hefur úr ansi miklu að moða. Vísir/Getty Ungstirnið bandaríska Kylie Jenner stefnir hraðbyri að því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes. Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Jenner tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni sem er þekkt víða um heim, sérstaklega vegna raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians sem fylgir eftir lífi fjölskyldunnar og störfum. Kylie Jenner er yngst systkinanna en hún hóf sölu á eigin snyrtivörulínu fyrir þremur árum. Systir hennar, hin 37 ára gamla Kim Kardashian West, er metin á 350 milljónir dollara. Jenner, sem má ekki einu sinni smakka á áfengi í Bandaríkjunum sökum aldurs, verður tuttugu og eins árs í ágúst næstkomandi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Forbes-tímaritsins. Snyrtivörulínan hennar hefur selst gríðarlega vel í vefverslunum og bíða aðdáendur hennar jafnan spenntir eftir nýjustu vörunum sem rjúka út eins og heitar lummur. Auðæfi hennar eru mun meiri en stórra stjarna í Bandaríkjunum, þar á meðal Beyoncé Knowles og Taylor Swift, en auðæfi þeirra eru metin á 335 milljónir dollara og 320 milljónir dollara. Kylie var 10 ára gömul þegar fyrsti þátturinn af Keeping Up with the Kardashians var sýndur árið 2007.thank you @Forbes for this article and the recognition. I'm so blessed to do what i love everyday. #KylieCosmetics pic.twitter.com/CRBwlBByk9— Kylie Jenner (@KylieJenner) July 11, 2018 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ungstirnið bandaríska Kylie Jenner stefnir hraðbyri að því að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn, að því er fram kemur í bandaríska tímaritinu Forbes. Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Jenner tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni sem er þekkt víða um heim, sérstaklega vegna raunveruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians sem fylgir eftir lífi fjölskyldunnar og störfum. Kylie Jenner er yngst systkinanna en hún hóf sölu á eigin snyrtivörulínu fyrir þremur árum. Systir hennar, hin 37 ára gamla Kim Kardashian West, er metin á 350 milljónir dollara. Jenner, sem má ekki einu sinni smakka á áfengi í Bandaríkjunum sökum aldurs, verður tuttugu og eins árs í ágúst næstkomandi en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Forbes-tímaritsins. Snyrtivörulínan hennar hefur selst gríðarlega vel í vefverslunum og bíða aðdáendur hennar jafnan spenntir eftir nýjustu vörunum sem rjúka út eins og heitar lummur. Auðæfi hennar eru mun meiri en stórra stjarna í Bandaríkjunum, þar á meðal Beyoncé Knowles og Taylor Swift, en auðæfi þeirra eru metin á 335 milljónir dollara og 320 milljónir dollara. Kylie var 10 ára gömul þegar fyrsti þátturinn af Keeping Up with the Kardashians var sýndur árið 2007.thank you @Forbes for this article and the recognition. I'm so blessed to do what i love everyday. #KylieCosmetics pic.twitter.com/CRBwlBByk9— Kylie Jenner (@KylieJenner) July 11, 2018
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira