Greitt 160 milljónir í leigu á sendiherrabústað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2018 06:00 New York Vísir/Getty Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira