Greitt 160 milljónir í leigu á sendiherrabústað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. september 2018 06:00 New York Vísir/Getty Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Leigukostnaður vegna húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands í New York-borg hefur numið 160 milljónum króna síðan sendiherrabústaður Íslands var seldur árið 2009 á um 470 milljónir króna. Heimild hefur verið í fjárlögum til að kaupa nýjan bústað síðan sá gamli var seldur en leigan hefur verið talin betri kostur hingað til. Í fyrra greiddi ríkið 1,8 milljónir á mánuði í leigu á íbúðinni sem staðsett er á Manhattan. Sendiherrabústaðurinn í New York var seldur árið 2009 á um 4,4 milljónir dala þegar kreppt hafði verulega að í ríkisfjármálunum í kjölfar hrunsins. „Tilgangurinn var að finna hagkvæmara húsnæði og skila mismuninum í ríkissjóð. Ekki tókst að finna húsnæði sem hentaði á ásættanlegu verði og var því brugðið á það ráð að leigja,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Miðað við söluandvirðið og leigukostnað síðan er ljóst að ríkið er enn í plús eftir söluna.Mynd/FréttablaðiðEnginn íslenskur sendiherra er þó í New York en íbúðin er fyrir fastafulltrúa Íslands í New York, sem hefur stöðu sendiherra. Fastanefndin er í fyrirsvari fyrir íslensk stjórnvöld gagnvart Sameinuðu þjóðunum og þá er nefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku. Heimild til að kaupa nýjan sendiherrabústað hefur verið að finna í fjárlögum síðan sá gamli var seldur og er einnig að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Sveinn segir nokkrum sinnum hafa komið til skoðunar að kaupa húsnæði undir sendiherrabústað en leigan alltaf orðið ofan á sem betri kostur.Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ í New York.Hins vegar virðist ákveðinn stöðugleiki hafa glatast með sölunni því síðan þá hefur ráðuneytið haft þrjár mismunandi íbúðir á leigu. „Sú íbúð sem ráðuneytið hefur nú á leigu þykir henta betur en þær fyrri og getur verið lausn til lengri tíma,“ segir í svari ráðuneytisins. Þrátt fyrir heimildina til kaupa á nýjum bústað nú segir ráðuneytið engar tillögur hafa verið gerðar um kaup á húsnæði. „En áfram verður fylgst með þróun mála á húsnæðismarkaði í New York.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira