Alfreð Finnbogason skoraði annað mark Augsburg í 2-0 sigri á Mainz í þýsku deildinni í dag en með sigrinum komst Augsburg í 40 stig.
Augsburg náði forystunni í fyrri hálfleiknum þegar Michael Gregoritsch skoraði á 29. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleiknum.
Allt stefndi í það að Augsburg myndi vinna leikinn 1-0 en þá steig Alfred Finnbogason fram og skoraði annað mark Augsburg og tryggði liðinu stigin þrjú. Eftir leikinn er Augsburg í ellefta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Þetta var tólfta mark Alfreðs í 18 leikjum í þýsku deildinni en hann verður að öllum líkindum einn af þeim framherjum sem Heimir Hallgrímsson mun velja í landsliðshóp sinn fyrir Heimsmeistaramótið í sumar.
