Danskt flutningaskip freistar þess að sigla norður fyrir Rússland Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 15:21 Í farmi flutningaskipsins verður meðal annars frosinn fiskur og önnur kælivara. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Flutningaskip danska skipafélagsins Maersk ætlar að reyna að verða fyrsta flutningaskipið til að sigla um Norður-Íshafið norður fyrir Rússland. Ætlunin er að sigla frá Vladívostok í austanverðu Rússlandi og vestur til Sankti Pétursborgar. Venta Maersk á að flytja 3.600 flutningagáma og vonast stjórnendur félagsins til þess að það komist á áfangastað í seinni hluta september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum myndi það stytta siglingartímann um fjórtán daga. Skipið myndi annars þurfa að sigla suður fyrir Evrasíu og í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Tilgangur siglingarinnar er í og með að safna upplýsingum um norðurleiðina og hvort að hop hafíssins á norðurskautinu geri siglingar á norðurslóðum raunhæfar. Fram að þessu hafa skip aðeins getað siglt þar um í fylgd kjarnorkuknúinna ísbrjóta. „Eins og er sjáum við ekki Norður-Íshafsleiðina sem efnahagslegan valkost við núverandi kerfi okkar sem stjórnast af kröfum viðskiptavina okkar, viðskiptamynstri og þéttbýlismiðstöðvum,“ segir skipafélagið. Hafísinn á norðurskautinu hefur hopað mikið undanfarin ár og áratuga. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna var útbreiðsla hafsíssins þar 13,2% minni í júlí en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðslan á þessum árstíma frá upphafi gervihnattamælinga árið 1979. Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Flutningaskip danska skipafélagsins Maersk ætlar að reyna að verða fyrsta flutningaskipið til að sigla um Norður-Íshafið norður fyrir Rússland. Ætlunin er að sigla frá Vladívostok í austanverðu Rússlandi og vestur til Sankti Pétursborgar. Venta Maersk á að flytja 3.600 flutningagáma og vonast stjórnendur félagsins til þess að það komist á áfangastað í seinni hluta september, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gangi allt að óskum myndi það stytta siglingartímann um fjórtán daga. Skipið myndi annars þurfa að sigla suður fyrir Evrasíu og í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Tilgangur siglingarinnar er í og með að safna upplýsingum um norðurleiðina og hvort að hop hafíssins á norðurskautinu geri siglingar á norðurslóðum raunhæfar. Fram að þessu hafa skip aðeins getað siglt þar um í fylgd kjarnorkuknúinna ísbrjóta. „Eins og er sjáum við ekki Norður-Íshafsleiðina sem efnahagslegan valkost við núverandi kerfi okkar sem stjórnast af kröfum viðskiptavina okkar, viðskiptamynstri og þéttbýlismiðstöðvum,“ segir skipafélagið. Hafísinn á norðurskautinu hefur hopað mikið undanfarin ár og áratuga. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna var útbreiðsla hafsíssins þar 13,2% minni í júlí en meðaltal áranna 1981-2010. Það er níunda minnsta útbreiðslan á þessum árstíma frá upphafi gervihnattamælinga árið 1979.
Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira