Fríar skólamáltíðir of stór biti fyrir Reykjavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Ókeypis skólamáltíðir eru sagðar mundu kosta skólasvið Reykjavíkurborgar nærri tvo milljarða króna á ári. Fréttablaðið/Anton Brink Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór„Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístundasviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjaldslausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmálanum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vettvangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skólamáltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Meirihlutaflokkarnir í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segja það munu kosta nærri tvo milljarða króna að gefa börnum í borginni ókeypis skólamáltíðir og felldu tillögu fulltrúa Flokks fólksins um að það yrði gert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til á fundi skóla- og frístundaráðs 27. júní að að öll börn fengju fríar skólamáltíðir. „Eins og vitað er búa mörg börn við mismunandi aðstæður hvað varðar efnahag foreldra. Sum búa við sára fátækt og eru því svöng í skólanum. Eina leiðin til að tryggja að ekkert barn sé svangt í skólanum er að þau fái fríar skólamáltíðir,“ sagði í tillögu Kolbrúnar sem felld var á fundi ráðsins í fyrradag. Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í ráðinu vitnuðu til sáttmála meirihluti Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um að frá áramótum 2021 skuli barnafjölskyldur mest greiða fæðisgjöld fyrir tvö börn, þvert á skólastig.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Fréttablaðið/Eyþór„Varðandi tillögu um ókeypis skólamáltíðir þarf hins vegar að halda til haga að sú aðgerð myndi lækka tekjur skóla- og frístundasviðs um nærri tvo milljarða króna á ári, sem er um helmingur af öllum tekjum sviðsins. Slík aðgerð myndi því hafa veruleg áhrif á starfsemina og þar með kalla á umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir eða verulega uppstokkun á fjárreiðum borgarinnar. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram sérstaka bókun um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir væru hluti af stefnu Vinstri grænna um endurgjaldslausa menntun barna. „Ekki náðist sátt um að afnema gjaldtöku við skólamáltíðir í meirihlutasáttmálanum, þó vissulega hafi náðst sátt um að stíga ákveðin skref til að létta barnmörgum fjölskyldum lífið með margs konar aðgerðum.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði frá því að Fjarðabyggð hefði ákveðið að lækka verð á skólamáltíðum í leikskólum og grunnskólum um þriðjung og að stefnt væri að því að máltíðirnar yrðu ókeypis. „Með því munum við létta undir með barnafjölskyldum ásamt því að standast 2. grein í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnræði og bann við mismunun,“ segir í bókun sem gerð var þegar málið var samþykkt í bæjarráði. Kolbrún Baldursdóttir kveðst ætla að halda málinu áfram á vettvangi borgarstjórnar í september. „Þá mun ég leggja til að verð á skólamáltíðum lækki um þriðjung,“ segir borgarfulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira