„Mikilmennskubrjálæði“ að kaupa 20 þúsund miða og ætla sér að selja þá Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 20:16 Anton Ingi Sigurðsson leikstjóri. Fréttablaðið/GVA Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts. Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmdar, segir að það að kaupa 20 þúsund aðgöngumiða á kvikmyndina, og ætla sér að selja þá, hafi verið „mikilmennskubrjálæði“. Fyrirtæki í eigu föður Antons Inga keypti miðana fyrir tíu milljónir króna til að auka sölu á kvikmyndina, að því er fram kom í dómi héraðsdóms í máli Senu og framleiðslufyrirtækisins Virgo 2. Anton Ingi tjáir sig um málið í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Hann segir þar að árið 2016 hafi hann staðið frammi fyrir „miklu höggi“ þegar í ljós hafi komið að eftirvinnslustyrkur fyrir myndina frá Kvikmyndamiðstöð Íslands fengist ekki. Til hafi staðið að greiða útistandandi kostnað, þar á meðal launakostnað, með umræddum styrk frá kvikmyndamiðstöðinni. „Ég varð þarna orðin verulega stressaður og við mér blasti gjaldþrot og mynd sem var ekki komin í bíó og ekki á leið í bíó nema klára laun og annan kostnað,“ skrifar Anton Ingi. Hann segir að því hafi verið ákveðið að kaupa „fyrirfram greidda miða með hjálp, vina, vandamanna og fjölskyldu í því skyni að selja þá í hagnaðarskyni,“ sem gengið hafi ágætlega. Féð sem safnaðist þar hafi svo verið notað til að greiða útistandandi kostnað. Þá rekur Anton Ingi frekar sína upplifun af ferlinu og segir að ekkert hafi verið gert til að „svindla á kerfinu.“Tekur fulla ábyrgð á málinu Þá segir Anton Ingi málið hafa verið erfitt. Nú, þegar því er lokið, sé þó hægt að greiða viðeigandi aðilum laun. „Við þetta lærði ég hvernig á ekki að gera kvikmyndaverkefni. Við þetta lærði ég hvernig á ekki að framleiða bíomynd. Við þetta steig ég til baka og fékk klárara fólk i kringum mig sem framleiðir og það mikilvægasta lærði ég að vinna úr mínum málum,“ skrifar Anton Ingi. „Að kaupa 20.þus miða og halda að hægt se að selja þa er mikilmennskubrjalæði. Auðvitað átti eg að fresta sýningu myndar um nokkra mánuði og ná inn á 2017 og þar með fá eftirvinnslustyrk fra KMÍ eins og þau hvöttu mig til að gera.“ Að endingu segir Anton Ingi að reynslan við gerð kvikmyndarinnar hafa kennt sér margt. Mikilvægasta lexían sé jafnframt sú að hann geti ekki allt. „Ég tek fulla ábyrgð á málinu. Ég hlustaði ekki, óð áfram og tapaði.“Færslu Antons Inga má sjá í heild hér að neðan. Vísir greindi frá dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu í dag þar sem fyrirtækið Sena var dæmt til að greiða framleiðslufyrirtæki Antons Inga, Virgo 2, tæpar fjórar milljónir króna vegna vanefnda á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í dómnum kemur einnig fram að til þess að auka miðasölu á kvikmyndina hafi Anton Ingi fengið félag í eigu föður síns, Sólóraf ehf., til að kaupa aðgöngumiða á myndina beint af Senu fyrir 10 milljónir króna, auk virðisaukaskatts.
Bíó og sjónvarp Dómsmál Tengdar fréttir Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Fyrirtæki föður leikstjóra Grimmdar keypti 20 þúsund miða á myndina Sena dæmd til að greiða tæpar fjórar milljónir vegna vanefnda á dreifingarsamningi. 12. október 2018 17:18