Svíi að selja 17 þúsund hektara á Vestfjörðum Benedikt Bóas skrifar 8. ágúst 2018 09:36 Jarðirnar eru allar í einu félagi og seljast sem slíkar. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu á staðnum. Árið 2016 komu 311 laxar á land. Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Svíinn John Harald Örneberg hefur haft sínar fjórar jarðir til sölu undanfarin misseri. Verðhugmynd fæst ekki uppgefin en erlendir aðilar hafa verið að sýna jörðunum áhuga. Alls eru jarðirnar 17 þúsund hektarar. Kirkjuból er þeirra stærst, um 8.800 hektarar. Jarðirnar eru í einu félagi og seljast þannig. Félagið fer með meirihluta í veiðifélaginu um Langadalsá og Hvannadalsá, segir í fasteignaauglýsingunni. Davíð Ólafsson, fasteignasali á Fasteignasölunni Borg, segir að lítið sé um áhuga frá innlendum aðilum. Flestar fyrirspurnir um jarðirnar komi frá útlöndum. „Mér finnst útlendingarnir vilja vernda náttúruna og hugsa þetta sem langtímaverkefni. Það er nálgun sem ég þekki ekki alltaf frá Íslendingum,“ segir Davíð og bætir við að málið sé á viðkvæmu stigi. Að öðru leyti geti hann lítið tjáð sig.John Harald Örneberg er ekki sækinn í fjölmiðlaumfjöllun og lítið vitað um hann annað en að í umfjöllun í Fréttablaðinu 2012 segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins The Forest Company sem er með trjáræktun í Brasilíu og Kólumbíu og selur við, pappírsdeig og kol til stórra iðnaðarfyrirtækja. Örneberg keypti jarðirnar af Landsbankanum í gegnum félagið Varpland. Í svari Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um eignarhald á jörðum árið 2016 segir að 62 jarðir séu að öllu leyti í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis en 322 jarðir að hluta í eigu aðila með lögheimili skráð erlendis.Í umfjöllun Bloomberg um jarðakaup erlendra aðila á Íslandi kemur fram að 66,9 prósent landsins séu í eigu Íslendinga, 28 prósent séu í félagi sem enginn viti hver á og aðeins 0,1 prósent í eigu útlendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Skipulag Tengdar fréttir Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Leiktækin hans Ratcliffes Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta. 2. ágúst 2018 06:02