Starfshópur um Laugardalsvöll skilar tillögum 1. apríl │Vilja ekki hugsa til heimaleikja í Köben Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. janúar 2018 19:30 Uppbygging Laugardalsvallar hefur verið þó nokkuð í umræðunni síðustu ár en nú er komin nokkur pressa á KSÍ þegar landsliðin leika fleiri mikilvæga leiki á vetrarmánuðunum. „Það er góður gangur á þessari vinnu núna, við erum að vinna með stýrihópi sem á að skila af sér tillögum 1. apríl. Það er mjög góður gangur á þeirri vinnu og svo verður fljótlega tekin ákvörðun í kjölfarið á því,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heimaleikir Íslands í Þjóðardeildinni verða í september og október á þessu ári, en síðasti leikur liðsins í þeirri keppni verður spilaður á útivelli í nóvember. Ísland gæti þurft að spila leik í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2020 í mars það sama ár, og þá yrði annar leikur þess einvígis heimaleikur. Þann leik þyrfti þó líklega að spila í Kaupmannahöfn, því Laugardalsvöllur er ekki hæfur til þess að spilað sé á honum í mars eins og staðan er í dag. „Það er möguleiki, við viljum ekki hugsa það. Við erum með þessa veðráttu sem erfitt er hægt að sjá fyrir um og í mars er nánast ómögulegt að leika hér á Laugardalsvelli. Það er eitthvað sem við erum að fást við og erum meðvituð um. Allir eru að reyna að flýta sér hægt en að vanda sig.“ Það var greint frá því í morgun að samningsviðræður við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, hafa verið settar á ís því hann vilji halda möguleikum sínum opnum. Samningur KSÍ við Heimi rennur út eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. „Þetta er allt í mestu vinsemd, en við væntum þess að við tökum upp þráðinn og klárum samninga sem fyrst í sumar,“ sagði Guðni Bergsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27 Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Uppbygging Laugardalsvallar hefur verið þó nokkuð í umræðunni síðustu ár en nú er komin nokkur pressa á KSÍ þegar landsliðin leika fleiri mikilvæga leiki á vetrarmánuðunum. „Það er góður gangur á þessari vinnu núna, við erum að vinna með stýrihópi sem á að skila af sér tillögum 1. apríl. Það er mjög góður gangur á þeirri vinnu og svo verður fljótlega tekin ákvörðun í kjölfarið á því,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heimaleikir Íslands í Þjóðardeildinni verða í september og október á þessu ári, en síðasti leikur liðsins í þeirri keppni verður spilaður á útivelli í nóvember. Ísland gæti þurft að spila leik í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2020 í mars það sama ár, og þá yrði annar leikur þess einvígis heimaleikur. Þann leik þyrfti þó líklega að spila í Kaupmannahöfn, því Laugardalsvöllur er ekki hæfur til þess að spilað sé á honum í mars eins og staðan er í dag. „Það er möguleiki, við viljum ekki hugsa það. Við erum með þessa veðráttu sem erfitt er hægt að sjá fyrir um og í mars er nánast ómögulegt að leika hér á Laugardalsvelli. Það er eitthvað sem við erum að fást við og erum meðvituð um. Allir eru að reyna að flýta sér hægt en að vanda sig.“ Það var greint frá því í morgun að samningsviðræður við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, hafa verið settar á ís því hann vilji halda möguleikum sínum opnum. Samningur KSÍ við Heimi rennur út eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. „Þetta er allt í mestu vinsemd, en við væntum þess að við tökum upp þráðinn og klárum samninga sem fyrst í sumar,“ sagði Guðni Bergsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27 Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27
Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30