Starfshópur um Laugardalsvöll skilar tillögum 1. apríl │Vilja ekki hugsa til heimaleikja í Köben Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. janúar 2018 19:30 Uppbygging Laugardalsvallar hefur verið þó nokkuð í umræðunni síðustu ár en nú er komin nokkur pressa á KSÍ þegar landsliðin leika fleiri mikilvæga leiki á vetrarmánuðunum. „Það er góður gangur á þessari vinnu núna, við erum að vinna með stýrihópi sem á að skila af sér tillögum 1. apríl. Það er mjög góður gangur á þeirri vinnu og svo verður fljótlega tekin ákvörðun í kjölfarið á því,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heimaleikir Íslands í Þjóðardeildinni verða í september og október á þessu ári, en síðasti leikur liðsins í þeirri keppni verður spilaður á útivelli í nóvember. Ísland gæti þurft að spila leik í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2020 í mars það sama ár, og þá yrði annar leikur þess einvígis heimaleikur. Þann leik þyrfti þó líklega að spila í Kaupmannahöfn, því Laugardalsvöllur er ekki hæfur til þess að spilað sé á honum í mars eins og staðan er í dag. „Það er möguleiki, við viljum ekki hugsa það. Við erum með þessa veðráttu sem erfitt er hægt að sjá fyrir um og í mars er nánast ómögulegt að leika hér á Laugardalsvelli. Það er eitthvað sem við erum að fást við og erum meðvituð um. Allir eru að reyna að flýta sér hægt en að vanda sig.“ Það var greint frá því í morgun að samningsviðræður við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, hafa verið settar á ís því hann vilji halda möguleikum sínum opnum. Samningur KSÍ við Heimi rennur út eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. „Þetta er allt í mestu vinsemd, en við væntum þess að við tökum upp þráðinn og klárum samninga sem fyrst í sumar,“ sagði Guðni Bergsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27 Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Uppbygging Laugardalsvallar hefur verið þó nokkuð í umræðunni síðustu ár en nú er komin nokkur pressa á KSÍ þegar landsliðin leika fleiri mikilvæga leiki á vetrarmánuðunum. „Það er góður gangur á þessari vinnu núna, við erum að vinna með stýrihópi sem á að skila af sér tillögum 1. apríl. Það er mjög góður gangur á þeirri vinnu og svo verður fljótlega tekin ákvörðun í kjölfarið á því,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heimaleikir Íslands í Þjóðardeildinni verða í september og október á þessu ári, en síðasti leikur liðsins í þeirri keppni verður spilaður á útivelli í nóvember. Ísland gæti þurft að spila leik í umspili um sæti á Evrópumótinu árið 2020 í mars það sama ár, og þá yrði annar leikur þess einvígis heimaleikur. Þann leik þyrfti þó líklega að spila í Kaupmannahöfn, því Laugardalsvöllur er ekki hæfur til þess að spilað sé á honum í mars eins og staðan er í dag. „Það er möguleiki, við viljum ekki hugsa það. Við erum með þessa veðráttu sem erfitt er hægt að sjá fyrir um og í mars er nánast ómögulegt að leika hér á Laugardalsvelli. Það er eitthvað sem við erum að fást við og erum meðvituð um. Allir eru að reyna að flýta sér hægt en að vanda sig.“ Það var greint frá því í morgun að samningsviðræður við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, hafa verið settar á ís því hann vilji halda möguleikum sínum opnum. Samningur KSÍ við Heimi rennur út eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi. „Þetta er allt í mestu vinsemd, en við væntum þess að við tökum upp þráðinn og klárum samninga sem fyrst í sumar,“ sagði Guðni Bergsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27 Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Starfshópur um uppbyggingu Laugardalsvallar orðinn að veruleika Yfirlýsing um skipan starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar var undirrituð í dag og nú ætti að fara að gerast eitthvað í framtíðarmálum þjóðarleikvangs Íslands. 11. janúar 2018 14:27
Starfshópur velur á milli þriggja hugmynda um nýjan Laugardalsvöll Búið er að vinna viðamikla skýrslu um hagkvæmni og valkost í byggingu nýs vallar. 19. október 2017 15:30