Okkur er sagt að „drullast aftur heim til okkar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. janúar 2018 10:30 Elín Kristjánsdóttir er fædd og uppalin á Íslandi en hefur upplifað fordóma, áreitni og ofbeldi vegna kynþáttar. Úr einkasafni „Ég hef rosalega sterka samkennd og á erfitt með að fela tilfinningarnar mínar þegar ég les um eða sé að fólki líður illa, er mjög berskjaldað eða berskjaldar sig. Það kom mér mest á óvart hvað það voru margir sem ég þekkti persónulega sem höfðu lent í grófu kynferðislegu ofbeldi. Það fór mest fyrir hjartað á mér,“ segir Elín Kristjánsdóttir um MeToo sögurnar sem birst hafa á Íslandi síðustu mánuði.Konur af erlendum uppruna rufu þögnina á dögunum og sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt undirskriftalista og 34 nafnlausum reynslusögum. Elín segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að finna sinn stað í MeToo byltingunni, þangað til stofnaður var sérstakur hópur fyrir konur af erlendum uppruna. „Ég hef unnið sem túlkur um nokkurra ára skeið, og ég hef fundið á, heyrt og túlkað fyrir konur sem hafa orðið fyrir einhverskonar kynþáttabundnu og kynferðisbundnu ofbeldi frá sambýlismönnum sínum eða einhverjum í fjölskyldunni sem líta niður á þær vegna uppruna þeirra,“ segir Elín. Hún segir að umræðan hafi opnað eitthvað sem ólgaði innra með sér. „Ég tel mig ekki hafa orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi, engu að síður hef ég orðið fyrir ofbeldi eins og margar alíslenskar kynsystur mínar. Einhver snertir mig á mínum prívatstöðum í algjöru leyfisleysi á djamminu, í grunnskóla og í menntaskóla, eða ég verið hlutgerð fyrir líkama minn, kyn og útlit. Hins vegar hef ég eins og margir aðrir sem eru af erlendum uppruna eða hluta til af erlendum uppruna eins og ég verið kölluð ljótum nöfnum sem eiga að tengjast uppruna mínum eins og „tæja“ eða „grjón.““Sýndu hvort öðru virðinguElín segir að samband foreldra sinna hafi ekki verið fullkomið og ekki það rómantískasta í bænum. Það hafi samt alltaf verið mikil virðing á milli þeirra, en faðir hennar fæddist á Íslandi en móðir hennar í Taílandi. „Þau höfðu bæði sína tilfinningaböggla úr æsku að bera og það kom niður á mér og stundum hjónabandi þeirra. En ég heyrði aldrei pabba minn fordæma mömmu mína eða nokkra aðra manneskju vegna uppruna eða útlits. Pabbi var mjög fordómalaus í eðli sínu – hann fordæmdi aldrei nein trúarbrögð eða aðra kynþætti, og þannig er mamma mín í raun og veru líka. Hann hitti mömmu mína í Taílandi þegar hann var í heimsókn hjá systur sinni og fjölskyldu sem voru trúboðar fyrir kristna trú til fjölda ára. Afi minn var meira að segja með í för. Röð tilviljana leiddi þau svo saman í lokin. Þau voru gift í 26 ár þangað til fráfall pabba míns skildi þau að árið 2016. Hún segist hafa alist upp við það að foreldrar hennar sýndu hvort öðru mikla virðingu. „Ég sá aldrei afbrýðisemi, fordóma, ofbeldi eða kynþáttahatur á mínu heimili, enda fordæmdu foreldrar mínir hvers konar ofbeldi og fordóma og vildu alltaf meina að allir hefðu sinn rétt til að vera og trúa því sem þau vildu. Sjálfsmynd mín varðandi tilverurétt minn á þessari jörð, á Íslandi og í Taílandi, hefur alltaf verið sterk vegna þess að þetta voru ein af grunngildunum sem mér voru gefin. Sem betur fer.“Foreldrar ElínarÚr einkasafniÍ berskjaldaðri stöðuElín telur að það sé ekki jafn mikil virðing á öllum öðrum kynþáttablönduðum heimilum. „Ég veit að það er mjög mikið um það að konum sé haldið nauðugum, í samböndum þar sem öryggi og tilveru þeirra er ógnað af mönnum sem nýta sér þekkingarleysi þeirra og berskjaldaða stöðu gagnvart þeim vegna þess að þær vita ekki hvernig þær eiga að snúa sér þegar réttur þeirra er brotinn. Sumar koma jafnvel úr samfélögum þar sem barsmíðar og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð, þær ólust kannski upp við slíkar aðstæður sjálfar. Margar telja sig ekki eiga betur skilið því þær þekkja kannski ekki annað. Þegar sjálfsmyndin brotnar eða er brotin fyrir þá er mjög erfitt að átta sig á því hvað er rétt og hvað er rangt og ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í slíkri stöðu.“ Hún telur að vandamálið sé í grunninn alltaf dýpra en það sem yfirborðið sýnir. „Þetta á ekkert bara við um kynþáttabundin heimili, heldur öll heimili, um allan heim þar sem kynbundið ofbeldi eða ofbeldi af einhverju tagi þrífst. Báðir foreldrar mínir koma af stormasömum heimilum og fordæmdu það uppeldi sem þau upplifðu. Ég veit hvernig það er að eiga foreldra sem eru varanlega sárir eftir slíkt uppeldi. Hvorugt þeirra átti auðvelt með að láta í ljós tilfinningar sínar og gefa tilfinningalega af sér. Þau gerðu sitt besta, en ég var samt tilfinningalega bæld sem barn og er að vinna úr þeim sárum í dag. Kynþáttablönduð heimili, sem og önnur heimili eru öll ofin af bögglum sem aðilarnir bera inn í sambúðina. Ég meina, þessir bögglar koma fram í allskonar myndum.“ Elín byrjaði sjálf að mæta augnagotum frá öðrum strax í leikskóla af því að hún var öðruvísi. „En í dag eru leikskólar svo blandaðir að ég held að þetta „öðruvísi“ húðlitur á leikskólaaldri skjóti ekki ungum börnum skelk í bringu eins og það gerði fyrir 25 árum síðan. En mér var stundum strítt já en það heyrði fljótt sögunni til því ég var ekkert á eftir jafnöldrum mínum í námi, þrátt fyrir að vera tvítyngd og koma af heimili þar sem fjórir af fimm töluðu taílensku. Ég held að ef ég hefði átt erfitt með nám framan af þá hefði ég einangrast eins og gerist með marga, og þá hefði ég sjálf jafnvel kennt upprunanum um. En í raun og veru var mjög lítið sem hægt var að stríða mér fyrir þannig séð. Styrkleikarnir vógu bara það vel yfir veikleikana þannig að sjálfstraustið mitt og sjálfsmynd varð bara nokkuð sterk og góð frá unga aldri.“Faðir Elínar valdi að fá jarðsöng í kirkju, bálför og að öskunni hans skyldi dreift í Taílandi. „Lýsir svolítið hversu rosalega opinn hann var og víðsýnn hann var,“ segir ElínÚr einkasafniTók hlutgervingum sem hrósiElín segir að þegar „blandað“ fólk lendi upp á kannt við aðra hér á landi sé uppruni þeirra yfirleitt notaður gegn þeim. „Okkur er sagt að „Drullast aftur heim til okkar“ eða „Þú ert ekki sannur Íslendingur“ og þess háttar kjaftæði. Svo er það líka sérstök kynferðisleg athygli sem ég hef fengið sem er eingöngu vegna þess að ég er þeldökk og hef ekki þetta „hefðbundna“ íslenska útlit. Strákar hafa sagt við mig „Djöfull væri gaman að prófa eina tæílenska,“ „Ég hef aldrei sofið hjá svona exotic stelpu, það væri gaman að prófa” eða eitthvað í þessa átt. Ég var byrjuð að heyra þetta áður en ég varð 18 ára. Þegar ég var yngri og vissi ekki betur fannst mér þetta vera eins og eitthvað hrós og tók þessum hlutgervingum sem viðurkenningu. Í dag ranghvolfi ég bara augunum þegar ég heyri álíka fáránlegar játningar eða fullyrðingar, enda veit ég að manneskja sem lætur svona út úr sér hefur engan áhuga á að vita hver ég raunverulega er heldur vill slík manneskja eingöngu sofa hjá mér. Svona manneskja mun alltaf hlutgera mig fyrir útlit mitt.“ Hún segir að systkini sín, frændsystkini og móðir hafi líka orðið fyrir fordómum, alls staðar í samfélaginu. „Til dæmis bara frá þjónustufólki í banka, úti í búð og þess háttar. Þau finna hvernig viðmótið gagnvart þeim er hlaðið fordómum þegar þau tala ekki fullkomna íslensku í einhverjum tilvikum. Það er bæði lítillækkandi og dónalegt. Ég hef líka heyrt menn láta út úr sér mjög rasísk ummæli sem túlkur gagnvart sambýlis- eða fyrrum sambýliskonum sínum, sem mér þykir alveg magnað. Hverskonar maður ertu eiginlega þegar þú lítur niður á barnsmóður þína fyrir það að vera útlensk, með öðruvísi venjur og gildi? Hvað segir það eiginlega um þess konar mann?“Úr einkasafniHótað ofbeldi vegna kynþáttarHún hvetur alla til að athuga hvort þeir hafi einhvern tíman mætt fólki af erlendum uppruna með slíku viðmóti. „Ég meira að segja get gripið sjálfa mig hafa fordóma gagnvart fólki af erlendum uppruna, þó að ég sé sjálf af erlendum uppruna og á heila fjölskyldu sem er erlend. Maður þarf bara svolítið að vera vakandi fyrir sjálfum sér. Svona viðmót særir og er engum til góðs.“ Elín segir að hún hafi ekki orðið fyrir eiginlegu ofbeldi vegna kynþáttar en hafi nokkrum sinnum verið hótað ofbeldi vegna kynþáttar. „Sem er auðvitað ofbeldi líka.“ Varðandi MeToo byltinguna segir Elín að hún hafi upplifað ýmislegt sjálf. „Mér hefur verið sagt af fyrrverandi elskhuga að hann ætli að sjá til þess að ég endi inn í sjúkrabíl ef ég voga að láta sjá mig aftur í hans borg. Hann var að gefa í skyn að ég ætti í raun ekki „heima“ á Íslandi og tilveruréttur hans í Reykjavík væri æðri en minn af því að ég er af erlendum uppruna. Svo hef ég orðið fyrir kynbundnu ofbeldi í grunnskóla, menntaskóla og á djamminu eins og örugglega allar konur á Íslandi og jafnvel í heiminum án þess að ég ætli að gefa einhvern afslátt af minni reynslu. Þetta vandamál er bara svo algengt að það er eiginlega bara ógeðslegt.“Úr einkasafniNokkuð skýrmæltur ÍslendingurElín segir mikilvægt að fólk muni að aðgát skal höfð í nærveru sálar og að fólk eigi að koma fram við aðra eins og það vill láta koma fram við sig. „Við erum öll eins þó við séum ólík.” Fólk reyndi að lítillækka Elínu fyrir uppruna sinn og taka hennar tilfinningu um tilverurétt í þessu landi af henni með því að gefa í skyn að hún ætti ekki heima hérna og ætti ekki skilið að eiga heima hérna. „Farðu heim til þín” er eitt af þessum ummælum sem virkilega særðu mig. Spurningar eins og „Hvert ætti ég eiginlega að fara?” vöknuðu oft og velti því oft fyrir mér hvað fólk var virkilega að meina með þessu. Ég er fædd og uppalin á Íslandi og sem barn þekkti ég nákvæmlega ekkert annað. Að segja svona við ungan krakka er mjög særandi því tilvistartilfinningin er svo ótrúlega mikilvæg, eitt af helstu grunnþörfum okkar er að eiga öryggt heimili og skjól. Þegar því er ógnað, eða haldið fram að við eigum ekki þennan tiltekna tilvistarrétt þá líður manni bara illa, eðlilega.“ Elín talar fullkomna íslensku og segir að sumir verði hissa á því, þó að aðrir bregðist við eins og ekkert sé eðlilegra. „Enda er ég nokkuð skýrmæltur Íslendingur. Ég finn ekkert þannig séð mikið fyrir þessu í dag. Flestum finnst bara blandan sem ég er nokkuð spennandi. Ég meina, ég elska að vera það sem ég er. Mér finnst oft eins og ég sé brú milli tveggja menningarheima, og ég skil þá báða svo ótrúlega vel vegna þess að ég tala tungumálin eins og innfæddur og á líka svo auðvelt með að finna til samkenndar með öðrum. Ég nennti þessu oft engan veginn þegar ég var barn, að vera persónulegur túlkur foreldra minna. Ég var alltaf brúin þeirra þegar þau skildu ekki viðhorf hvors annars.“Úr einkasafniFékk nóg af verðlaginu og streitunni á ÍslandiElín er nú búsett í Taílandi þar sem hún skrifar B.A. ritgerðina sína. Hún er einnig að fara að kenna jóga þar en hún útskrifaðist úr jóganámi í Indlandi í desember.„2017 var bara tilfinningalega mjög strembið ár og starfslega séð mjög óstöðugt og óöruggt. Ég fékk eiginlega bara nóg af verðlaginu, vinnuálaginu og streitunni þegar ég fékk að vita að ég fengi ekki áframhaldandi samning hjá fyrri vinnuveitanda. Ég átti smá sparnað og var heppin með nokkur verkefni sem gerði það að verkum að ég gat farið á vit ævintýranna með engin plön um heimkomu strax. Ég gat bara ekki hugsað mér að sækja um annað þjónustustarf. Ég bara var alveg búin með þann pakka og hef lengi dreymt um að starfa sjálfstætt. En ég ætla að afla mér tekna með að kenna jóga og þerapíuna „Lærðu að elska þig” sem Guðbjörg Ósk Friðbjörnsdóttir samdi á sínum tíma og hefur hjálpað hundruðum einstaklinga, meðal annars mér. Þerapíuna kenni ég á Skype eins og er en svo langar mig líka að búa til og þróa einhverskonar „workshop“ í tengslum við hugtökin sem ég tekst á við í þerapíunni, í jóga og því sem ég sjálf hef upplifað. Lærðu að elska þig er einstaklingsmiðuð þjálfun, fróðleikur og verkefni þar sem ég kenni aðferðir sem stuðla að jákvæðara sjálfsmati, auknu sjálfsöryggi og ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum. Ég er í Taílandi aðallega af því að ég hef miklu sveigjanlegri tíma hér til að fóta mig í þessari nýju starfsgrein sem ég hef valið mér því það er bara mun ódýrara að lifa hér. Það er alveg fínn bónus við það bara að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt.“ Hún segist ekki finna mikinn mun á framkomu og viðhorfi fólks gagnvart sér í Taílandi. „Taílendingar elska samt hvít-blandaða Taílendinga. Við erum „Luk Krung“ eða „Hálfbirni“ og þykir það voða aðdáunarvert. Ég hef fengið að heyra allt mitt líf að ég ætti bara að verða leikkona í Taílandi vegna útlits míns. Enn ein önnur hlutgervingin sem fellur ekki alveg í geðið á mér þó meint sé vel með henni, en svona er þetta bara. Vonandi heyra þessi viðhorf sögunni til í náinni framtíð, þar sem þau eru eiginlega bara orðin úrelt. Fjölmenningarsamfélagið stækkar bara með hverjum deginum og fleiri og fleiri eru einhvern veginn og einhvern veginn blandaðir, það sést stundum ekkert hvernig þeir eru blandaðir. Er það ekki fallegt? Að við séum að verða svo ólík en erum samt eiginlega bara að verða eins á sama tíma? Ég fýlaða.“Úr einkasafniAllir vilja finna tilveruréttElín segir að það sé hægt að valdefla konur af erlendum uppruna með því að sýna þeim virðingu og kurteisi. „Við verðum að tileinka okkur þolinmæði og hlusta á það sem þær hafa að segja af athygli. Við getum boðið þeim hjálparhönd við að leysa úr vandamálum sínum, rétt eins og við myndum hjálpa fjölskyldum og vinum. Við verðum fyrst og fremst að sýna vingjarnleika og samkennd og þannig látið þær finna að þær skipti máli. Þær skipta okkur máli. Það er svo miklu auðveldara að berjast fyrir rétti sínum þegar maður finnur að maður hefur meðbyr. Allir vilja finna að þeir hafi tilverurétt, hvar sem þeir eru í heiminum, líka við sem flytjum erlendis á staði sem við höfum aldrei búið áður. Fólk, ekki bara konur, af erlendum uppruna er í mjög berskjaldaðri stöðu í samfélaginu. Við verðum að efla þetta fólk á þann hátt að þær finni styrkinn til að reyna að standa á eigin fótum í okkar samfélagi. Mamma mín reiðir rosalega oft á mig með hina einföldustu hluti eins og greiða reikninga, fara til læknis eða í bankann og það fer rosalega í taugarnar á mér. Hún getur þetta allt sjálf en stundum skortir hana hugrekki og heldur að hún getur ekki gert þessa hluti ein. Ég býðst þá oft til að vera til handar í síma. Hún geti hringt í mig ef hún lendir í vandræðum. Oft klárar hún hlutina bara sjálf án þess að hringja. En svo við og við er ég innan handar í persónu, þannig finnur hún að hún getur alltaf treyst á mig þó hún komist ekki upp með það að hengja allar sínar skyldur á mig. Þegar við finnum góðan milliveg þá eflir það hennar sjálfstraust og mér líður líka betur.“Úr einkasafniMikilvægt að endurskoða samskiptiHún segir MeToo byltinguna mikilvæga því hún varpi ljósi á mjög algenga og alvarlega valdníðslu gegn konum sem og minnihlutahópum í öllum samfélögum heimsins. MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna fylgdu 34 nafnlausar reynslusögur af fordómum, útilokun, valdníðslu, kúgun, áreitni og ofbeldi. „Mér finnst að fólk þurfi að bara svolítið að byrja að spyrja sjálft sig spurninga. Er ég eða hef ég einhvern tímann verið fordómafullur? Hef ég einhvern tímann verið dónaleg/ur eða óvingjarnleg/ur við einhverja manneskju eingöngu vegna kynþáttar/kyns hennar/hans? Ég held að allir þurfi að taka þessa byltingu til sín. Ég sem og aðrir. Við þurfum bara svolítið að endurskoða okkar samskipti við hið ólíka fólk sem býr í samfélaginu okkar og athuga sjálf hvað við getum gert betur til að gera heiminn að betri stað. Við getum ekki breytt öðrum, það er ljóst. Því er mjög mikilvægt að allir byrji á sjálfum sér. Mig langar líka að bæta við að við þurfum að kenna börnum okkar, og standa upp og fordæma hvers kyns ofbeldi þegar það á sér stað. Ég tel það mjög mikilvægt að börn af erlendum uppruna alist upp í samfélagi og á heimilum þar sem þau mæta virðingu og skilning. Þetta fólk er algjör fjársjóður í fjölmenningarsamfélaginu sem Ísland er þegar orðið. Þetta eru menningarmiðlar sem geta auðveldlega tapast ef viðmót þeirra frá samfélaginu er fordómafullt og lítillækkandi frá unga aldri. Þessi börn þurfa oft sérstaka athygli við að læra tungumálið á uppvaxtarárunum því það eru mörg tungumál, og mörg viðhorf sem þau eru að læra umfram aðra jafnaldra sína sem eingöngu læra íslensku. Þegar þau eru ekki eins fljót að læra og hinir verða þau stundum undir og þannig verða þau fyrir fordómum og aðkasti.“ MeToo Viðtal Tengdar fréttir Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Ég hef rosalega sterka samkennd og á erfitt með að fela tilfinningarnar mínar þegar ég les um eða sé að fólki líður illa, er mjög berskjaldað eða berskjaldar sig. Það kom mér mest á óvart hvað það voru margir sem ég þekkti persónulega sem höfðu lent í grófu kynferðislegu ofbeldi. Það fór mest fyrir hjartað á mér,“ segir Elín Kristjánsdóttir um MeToo sögurnar sem birst hafa á Íslandi síðustu mánuði.Konur af erlendum uppruna rufu þögnina á dögunum og sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt undirskriftalista og 34 nafnlausum reynslusögum. Elín segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að finna sinn stað í MeToo byltingunni, þangað til stofnaður var sérstakur hópur fyrir konur af erlendum uppruna. „Ég hef unnið sem túlkur um nokkurra ára skeið, og ég hef fundið á, heyrt og túlkað fyrir konur sem hafa orðið fyrir einhverskonar kynþáttabundnu og kynferðisbundnu ofbeldi frá sambýlismönnum sínum eða einhverjum í fjölskyldunni sem líta niður á þær vegna uppruna þeirra,“ segir Elín. Hún segir að umræðan hafi opnað eitthvað sem ólgaði innra með sér. „Ég tel mig ekki hafa orðið fyrir grófu kynferðislegu ofbeldi, engu að síður hef ég orðið fyrir ofbeldi eins og margar alíslenskar kynsystur mínar. Einhver snertir mig á mínum prívatstöðum í algjöru leyfisleysi á djamminu, í grunnskóla og í menntaskóla, eða ég verið hlutgerð fyrir líkama minn, kyn og útlit. Hins vegar hef ég eins og margir aðrir sem eru af erlendum uppruna eða hluta til af erlendum uppruna eins og ég verið kölluð ljótum nöfnum sem eiga að tengjast uppruna mínum eins og „tæja“ eða „grjón.““Sýndu hvort öðru virðinguElín segir að samband foreldra sinna hafi ekki verið fullkomið og ekki það rómantískasta í bænum. Það hafi samt alltaf verið mikil virðing á milli þeirra, en faðir hennar fæddist á Íslandi en móðir hennar í Taílandi. „Þau höfðu bæði sína tilfinningaböggla úr æsku að bera og það kom niður á mér og stundum hjónabandi þeirra. En ég heyrði aldrei pabba minn fordæma mömmu mína eða nokkra aðra manneskju vegna uppruna eða útlits. Pabbi var mjög fordómalaus í eðli sínu – hann fordæmdi aldrei nein trúarbrögð eða aðra kynþætti, og þannig er mamma mín í raun og veru líka. Hann hitti mömmu mína í Taílandi þegar hann var í heimsókn hjá systur sinni og fjölskyldu sem voru trúboðar fyrir kristna trú til fjölda ára. Afi minn var meira að segja með í för. Röð tilviljana leiddi þau svo saman í lokin. Þau voru gift í 26 ár þangað til fráfall pabba míns skildi þau að árið 2016. Hún segist hafa alist upp við það að foreldrar hennar sýndu hvort öðru mikla virðingu. „Ég sá aldrei afbrýðisemi, fordóma, ofbeldi eða kynþáttahatur á mínu heimili, enda fordæmdu foreldrar mínir hvers konar ofbeldi og fordóma og vildu alltaf meina að allir hefðu sinn rétt til að vera og trúa því sem þau vildu. Sjálfsmynd mín varðandi tilverurétt minn á þessari jörð, á Íslandi og í Taílandi, hefur alltaf verið sterk vegna þess að þetta voru ein af grunngildunum sem mér voru gefin. Sem betur fer.“Foreldrar ElínarÚr einkasafniÍ berskjaldaðri stöðuElín telur að það sé ekki jafn mikil virðing á öllum öðrum kynþáttablönduðum heimilum. „Ég veit að það er mjög mikið um það að konum sé haldið nauðugum, í samböndum þar sem öryggi og tilveru þeirra er ógnað af mönnum sem nýta sér þekkingarleysi þeirra og berskjaldaða stöðu gagnvart þeim vegna þess að þær vita ekki hvernig þær eiga að snúa sér þegar réttur þeirra er brotinn. Sumar koma jafnvel úr samfélögum þar sem barsmíðar og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð, þær ólust kannski upp við slíkar aðstæður sjálfar. Margar telja sig ekki eiga betur skilið því þær þekkja kannski ekki annað. Þegar sjálfsmyndin brotnar eða er brotin fyrir þá er mjög erfitt að átta sig á því hvað er rétt og hvað er rangt og ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í slíkri stöðu.“ Hún telur að vandamálið sé í grunninn alltaf dýpra en það sem yfirborðið sýnir. „Þetta á ekkert bara við um kynþáttabundin heimili, heldur öll heimili, um allan heim þar sem kynbundið ofbeldi eða ofbeldi af einhverju tagi þrífst. Báðir foreldrar mínir koma af stormasömum heimilum og fordæmdu það uppeldi sem þau upplifðu. Ég veit hvernig það er að eiga foreldra sem eru varanlega sárir eftir slíkt uppeldi. Hvorugt þeirra átti auðvelt með að láta í ljós tilfinningar sínar og gefa tilfinningalega af sér. Þau gerðu sitt besta, en ég var samt tilfinningalega bæld sem barn og er að vinna úr þeim sárum í dag. Kynþáttablönduð heimili, sem og önnur heimili eru öll ofin af bögglum sem aðilarnir bera inn í sambúðina. Ég meina, þessir bögglar koma fram í allskonar myndum.“ Elín byrjaði sjálf að mæta augnagotum frá öðrum strax í leikskóla af því að hún var öðruvísi. „En í dag eru leikskólar svo blandaðir að ég held að þetta „öðruvísi“ húðlitur á leikskólaaldri skjóti ekki ungum börnum skelk í bringu eins og það gerði fyrir 25 árum síðan. En mér var stundum strítt já en það heyrði fljótt sögunni til því ég var ekkert á eftir jafnöldrum mínum í námi, þrátt fyrir að vera tvítyngd og koma af heimili þar sem fjórir af fimm töluðu taílensku. Ég held að ef ég hefði átt erfitt með nám framan af þá hefði ég einangrast eins og gerist með marga, og þá hefði ég sjálf jafnvel kennt upprunanum um. En í raun og veru var mjög lítið sem hægt var að stríða mér fyrir þannig séð. Styrkleikarnir vógu bara það vel yfir veikleikana þannig að sjálfstraustið mitt og sjálfsmynd varð bara nokkuð sterk og góð frá unga aldri.“Faðir Elínar valdi að fá jarðsöng í kirkju, bálför og að öskunni hans skyldi dreift í Taílandi. „Lýsir svolítið hversu rosalega opinn hann var og víðsýnn hann var,“ segir ElínÚr einkasafniTók hlutgervingum sem hrósiElín segir að þegar „blandað“ fólk lendi upp á kannt við aðra hér á landi sé uppruni þeirra yfirleitt notaður gegn þeim. „Okkur er sagt að „Drullast aftur heim til okkar“ eða „Þú ert ekki sannur Íslendingur“ og þess háttar kjaftæði. Svo er það líka sérstök kynferðisleg athygli sem ég hef fengið sem er eingöngu vegna þess að ég er þeldökk og hef ekki þetta „hefðbundna“ íslenska útlit. Strákar hafa sagt við mig „Djöfull væri gaman að prófa eina tæílenska,“ „Ég hef aldrei sofið hjá svona exotic stelpu, það væri gaman að prófa” eða eitthvað í þessa átt. Ég var byrjuð að heyra þetta áður en ég varð 18 ára. Þegar ég var yngri og vissi ekki betur fannst mér þetta vera eins og eitthvað hrós og tók þessum hlutgervingum sem viðurkenningu. Í dag ranghvolfi ég bara augunum þegar ég heyri álíka fáránlegar játningar eða fullyrðingar, enda veit ég að manneskja sem lætur svona út úr sér hefur engan áhuga á að vita hver ég raunverulega er heldur vill slík manneskja eingöngu sofa hjá mér. Svona manneskja mun alltaf hlutgera mig fyrir útlit mitt.“ Hún segir að systkini sín, frændsystkini og móðir hafi líka orðið fyrir fordómum, alls staðar í samfélaginu. „Til dæmis bara frá þjónustufólki í banka, úti í búð og þess háttar. Þau finna hvernig viðmótið gagnvart þeim er hlaðið fordómum þegar þau tala ekki fullkomna íslensku í einhverjum tilvikum. Það er bæði lítillækkandi og dónalegt. Ég hef líka heyrt menn láta út úr sér mjög rasísk ummæli sem túlkur gagnvart sambýlis- eða fyrrum sambýliskonum sínum, sem mér þykir alveg magnað. Hverskonar maður ertu eiginlega þegar þú lítur niður á barnsmóður þína fyrir það að vera útlensk, með öðruvísi venjur og gildi? Hvað segir það eiginlega um þess konar mann?“Úr einkasafniHótað ofbeldi vegna kynþáttarHún hvetur alla til að athuga hvort þeir hafi einhvern tíman mætt fólki af erlendum uppruna með slíku viðmóti. „Ég meira að segja get gripið sjálfa mig hafa fordóma gagnvart fólki af erlendum uppruna, þó að ég sé sjálf af erlendum uppruna og á heila fjölskyldu sem er erlend. Maður þarf bara svolítið að vera vakandi fyrir sjálfum sér. Svona viðmót særir og er engum til góðs.“ Elín segir að hún hafi ekki orðið fyrir eiginlegu ofbeldi vegna kynþáttar en hafi nokkrum sinnum verið hótað ofbeldi vegna kynþáttar. „Sem er auðvitað ofbeldi líka.“ Varðandi MeToo byltinguna segir Elín að hún hafi upplifað ýmislegt sjálf. „Mér hefur verið sagt af fyrrverandi elskhuga að hann ætli að sjá til þess að ég endi inn í sjúkrabíl ef ég voga að láta sjá mig aftur í hans borg. Hann var að gefa í skyn að ég ætti í raun ekki „heima“ á Íslandi og tilveruréttur hans í Reykjavík væri æðri en minn af því að ég er af erlendum uppruna. Svo hef ég orðið fyrir kynbundnu ofbeldi í grunnskóla, menntaskóla og á djamminu eins og örugglega allar konur á Íslandi og jafnvel í heiminum án þess að ég ætli að gefa einhvern afslátt af minni reynslu. Þetta vandamál er bara svo algengt að það er eiginlega bara ógeðslegt.“Úr einkasafniNokkuð skýrmæltur ÍslendingurElín segir mikilvægt að fólk muni að aðgát skal höfð í nærveru sálar og að fólk eigi að koma fram við aðra eins og það vill láta koma fram við sig. „Við erum öll eins þó við séum ólík.” Fólk reyndi að lítillækka Elínu fyrir uppruna sinn og taka hennar tilfinningu um tilverurétt í þessu landi af henni með því að gefa í skyn að hún ætti ekki heima hérna og ætti ekki skilið að eiga heima hérna. „Farðu heim til þín” er eitt af þessum ummælum sem virkilega særðu mig. Spurningar eins og „Hvert ætti ég eiginlega að fara?” vöknuðu oft og velti því oft fyrir mér hvað fólk var virkilega að meina með þessu. Ég er fædd og uppalin á Íslandi og sem barn þekkti ég nákvæmlega ekkert annað. Að segja svona við ungan krakka er mjög særandi því tilvistartilfinningin er svo ótrúlega mikilvæg, eitt af helstu grunnþörfum okkar er að eiga öryggt heimili og skjól. Þegar því er ógnað, eða haldið fram að við eigum ekki þennan tiltekna tilvistarrétt þá líður manni bara illa, eðlilega.“ Elín talar fullkomna íslensku og segir að sumir verði hissa á því, þó að aðrir bregðist við eins og ekkert sé eðlilegra. „Enda er ég nokkuð skýrmæltur Íslendingur. Ég finn ekkert þannig séð mikið fyrir þessu í dag. Flestum finnst bara blandan sem ég er nokkuð spennandi. Ég meina, ég elska að vera það sem ég er. Mér finnst oft eins og ég sé brú milli tveggja menningarheima, og ég skil þá báða svo ótrúlega vel vegna þess að ég tala tungumálin eins og innfæddur og á líka svo auðvelt með að finna til samkenndar með öðrum. Ég nennti þessu oft engan veginn þegar ég var barn, að vera persónulegur túlkur foreldra minna. Ég var alltaf brúin þeirra þegar þau skildu ekki viðhorf hvors annars.“Úr einkasafniFékk nóg af verðlaginu og streitunni á ÍslandiElín er nú búsett í Taílandi þar sem hún skrifar B.A. ritgerðina sína. Hún er einnig að fara að kenna jóga þar en hún útskrifaðist úr jóganámi í Indlandi í desember.„2017 var bara tilfinningalega mjög strembið ár og starfslega séð mjög óstöðugt og óöruggt. Ég fékk eiginlega bara nóg af verðlaginu, vinnuálaginu og streitunni þegar ég fékk að vita að ég fengi ekki áframhaldandi samning hjá fyrri vinnuveitanda. Ég átti smá sparnað og var heppin með nokkur verkefni sem gerði það að verkum að ég gat farið á vit ævintýranna með engin plön um heimkomu strax. Ég gat bara ekki hugsað mér að sækja um annað þjónustustarf. Ég bara var alveg búin með þann pakka og hef lengi dreymt um að starfa sjálfstætt. En ég ætla að afla mér tekna með að kenna jóga og þerapíuna „Lærðu að elska þig” sem Guðbjörg Ósk Friðbjörnsdóttir samdi á sínum tíma og hefur hjálpað hundruðum einstaklinga, meðal annars mér. Þerapíuna kenni ég á Skype eins og er en svo langar mig líka að búa til og þróa einhverskonar „workshop“ í tengslum við hugtökin sem ég tekst á við í þerapíunni, í jóga og því sem ég sjálf hef upplifað. Lærðu að elska þig er einstaklingsmiðuð þjálfun, fróðleikur og verkefni þar sem ég kenni aðferðir sem stuðla að jákvæðara sjálfsmati, auknu sjálfsöryggi og ánægjulegri lífssýn og meiri lífsgæðum. Ég er í Taílandi aðallega af því að ég hef miklu sveigjanlegri tíma hér til að fóta mig í þessari nýju starfsgrein sem ég hef valið mér því það er bara mun ódýrara að lifa hér. Það er alveg fínn bónus við það bara að vera með tvöfaldan ríkisborgararétt.“ Hún segist ekki finna mikinn mun á framkomu og viðhorfi fólks gagnvart sér í Taílandi. „Taílendingar elska samt hvít-blandaða Taílendinga. Við erum „Luk Krung“ eða „Hálfbirni“ og þykir það voða aðdáunarvert. Ég hef fengið að heyra allt mitt líf að ég ætti bara að verða leikkona í Taílandi vegna útlits míns. Enn ein önnur hlutgervingin sem fellur ekki alveg í geðið á mér þó meint sé vel með henni, en svona er þetta bara. Vonandi heyra þessi viðhorf sögunni til í náinni framtíð, þar sem þau eru eiginlega bara orðin úrelt. Fjölmenningarsamfélagið stækkar bara með hverjum deginum og fleiri og fleiri eru einhvern veginn og einhvern veginn blandaðir, það sést stundum ekkert hvernig þeir eru blandaðir. Er það ekki fallegt? Að við séum að verða svo ólík en erum samt eiginlega bara að verða eins á sama tíma? Ég fýlaða.“Úr einkasafniAllir vilja finna tilveruréttElín segir að það sé hægt að valdefla konur af erlendum uppruna með því að sýna þeim virðingu og kurteisi. „Við verðum að tileinka okkur þolinmæði og hlusta á það sem þær hafa að segja af athygli. Við getum boðið þeim hjálparhönd við að leysa úr vandamálum sínum, rétt eins og við myndum hjálpa fjölskyldum og vinum. Við verðum fyrst og fremst að sýna vingjarnleika og samkennd og þannig látið þær finna að þær skipti máli. Þær skipta okkur máli. Það er svo miklu auðveldara að berjast fyrir rétti sínum þegar maður finnur að maður hefur meðbyr. Allir vilja finna að þeir hafi tilverurétt, hvar sem þeir eru í heiminum, líka við sem flytjum erlendis á staði sem við höfum aldrei búið áður. Fólk, ekki bara konur, af erlendum uppruna er í mjög berskjaldaðri stöðu í samfélaginu. Við verðum að efla þetta fólk á þann hátt að þær finni styrkinn til að reyna að standa á eigin fótum í okkar samfélagi. Mamma mín reiðir rosalega oft á mig með hina einföldustu hluti eins og greiða reikninga, fara til læknis eða í bankann og það fer rosalega í taugarnar á mér. Hún getur þetta allt sjálf en stundum skortir hana hugrekki og heldur að hún getur ekki gert þessa hluti ein. Ég býðst þá oft til að vera til handar í síma. Hún geti hringt í mig ef hún lendir í vandræðum. Oft klárar hún hlutina bara sjálf án þess að hringja. En svo við og við er ég innan handar í persónu, þannig finnur hún að hún getur alltaf treyst á mig þó hún komist ekki upp með það að hengja allar sínar skyldur á mig. Þegar við finnum góðan milliveg þá eflir það hennar sjálfstraust og mér líður líka betur.“Úr einkasafniMikilvægt að endurskoða samskiptiHún segir MeToo byltinguna mikilvæga því hún varpi ljósi á mjög algenga og alvarlega valdníðslu gegn konum sem og minnihlutahópum í öllum samfélögum heimsins. MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna fylgdu 34 nafnlausar reynslusögur af fordómum, útilokun, valdníðslu, kúgun, áreitni og ofbeldi. „Mér finnst að fólk þurfi að bara svolítið að byrja að spyrja sjálft sig spurninga. Er ég eða hef ég einhvern tímann verið fordómafullur? Hef ég einhvern tímann verið dónaleg/ur eða óvingjarnleg/ur við einhverja manneskju eingöngu vegna kynþáttar/kyns hennar/hans? Ég held að allir þurfi að taka þessa byltingu til sín. Ég sem og aðrir. Við þurfum bara svolítið að endurskoða okkar samskipti við hið ólíka fólk sem býr í samfélaginu okkar og athuga sjálf hvað við getum gert betur til að gera heiminn að betri stað. Við getum ekki breytt öðrum, það er ljóst. Því er mjög mikilvægt að allir byrji á sjálfum sér. Mig langar líka að bæta við að við þurfum að kenna börnum okkar, og standa upp og fordæma hvers kyns ofbeldi þegar það á sér stað. Ég tel það mjög mikilvægt að börn af erlendum uppruna alist upp í samfélagi og á heimilum þar sem þau mæta virðingu og skilning. Þetta fólk er algjör fjársjóður í fjölmenningarsamfélaginu sem Ísland er þegar orðið. Þetta eru menningarmiðlar sem geta auðveldlega tapast ef viðmót þeirra frá samfélaginu er fordómafullt og lítillækkandi frá unga aldri. Þessi börn þurfa oft sérstaka athygli við að læra tungumálið á uppvaxtarárunum því það eru mörg tungumál, og mörg viðhorf sem þau eru að læra umfram aðra jafnaldra sína sem eingöngu læra íslensku. Þegar þau eru ekki eins fljót að læra og hinir verða þau stundum undir og þannig verða þau fyrir fordómum og aðkasti.“
MeToo Viðtal Tengdar fréttir Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Sögur kvenna af erlendum uppruna ríma við reynslu Kvennaathvarfsins Konur af erlendum uppruna bættust í hóp kvenna sem hafa sagt frá kynferðisofbeldi og áreitni í íslensku samfélagi. Sendu þær frá sér #metoo yfirlýsingu með sláandi sögum tuga kvenna. 26. janúar 2018 07:00
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir, þar á meðal af fordómum, kúgun, heimilisofbeldi, áreitni og nauðgunum. 25. janúar 2018 10:08