Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 14:15 Sean Hannity og Julian Assange. Vísir/Getty Julian Assange, stofnandi Wikileaks, bauðst til þess að útvega þáttastjórnenda Fox, Sean Hannity, upplýsingar um þingmann Demókrataflokksins. Gallinn er sá að Assange var í rauninni ekki að tala við Sean Hannity. Twitter reikningi Hannity var lokað um tímabil á föstudagskvöldið og sagði Twitter að einhver annar en Hannity hefði náð stjórn á reikningi hans. Í kjölfarið voru nokkrir nýir reikningar stofnaði í nafni Sean Hannity. Þeirra á meðal var reikningur Dell Gilliam sem var veik heima um helgina og ákvað að bregða sér á leik til að stytta sér stundir. Því stofnaði hún Twitter-reikninginn @SeanHannity_ á aðfararnótt laugardagsins. Hún safnaði sér mörgum fylgjendum á skömmum tíma og sendi skilaboð á Julian Assange þar sem hún sagðist vilja ræða við hann. Assange svaraði um hæl, sagði ánægjulegt að Hannity væri mættur aftur á Twitter og sagðist tilbúinn í spjall. Hann sagði Hannity geta notað „aðrar leiðir“ til að tala við hann.“This exchange between Assange and an impressive Sean Hannity imposter—who duped celebrities like Chrissy Teigen, too—shows Assange has at least tried to launder intel once to Hannity. The "other channels" line could mean it wasn't the first time.https://t.co/UACU8z6P0Dpic.twitter.com/2Bsz0HBbmD — Ben Collins (@oneunderscore__) January 30, 2018 „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity,“ sagði Gilliam við Daily Beast. Hún sýndi blaðamanni miðilsins skjáskot af samskiptum sínum við Assange. Gillam sagðist þá ekki geta trúað því sem væri að gerast. Sem Hannity sagðist hún vera þreytt eftir átök föstudagsins og spurði Assange hvernig hann hefði það. „Ég er ánægður sem lengi sem baráttan stendur yfir!“ svaraði Assange. Gilliam stakk þá upp á tíma til að tala við Assange og hann sagðist klár í það. Sömuleiðis sagði hann að Hannity gæti einnig sent honum skilaboð með öðrum leiðum og hann hefði fregnir af Warner. Þar var Assange að öllum líkindum að tala um þingmanninn Mark Warner, æðsta Demókratann í nefnd öldungadeildarinnar um njósnamál. Sú nefnd er meðal annars að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Skömmu eftir samskipti Gilliam við Assange steig Warner fram í fjölmiðlum og sagði þingnefndina hafa fengið ný gögn í rannsókninni. Þau gögn opnuðu á fjölmargar spurningar varðandi Donald Trump og Rússland. Talsmaður Warner benti Daily Beast á að Wikileaks væri í raun angi leyniþjónustu Rússlands. Wikileaks hafi sem dæmi birt tölvupósta sem hakkarar á vegum yfirvalda Rússlands stálu af vefþjónum Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna. Bandaríkin Tengdar fréttir Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, bauðst til þess að útvega þáttastjórnenda Fox, Sean Hannity, upplýsingar um þingmann Demókrataflokksins. Gallinn er sá að Assange var í rauninni ekki að tala við Sean Hannity. Twitter reikningi Hannity var lokað um tímabil á föstudagskvöldið og sagði Twitter að einhver annar en Hannity hefði náð stjórn á reikningi hans. Í kjölfarið voru nokkrir nýir reikningar stofnaði í nafni Sean Hannity. Þeirra á meðal var reikningur Dell Gilliam sem var veik heima um helgina og ákvað að bregða sér á leik til að stytta sér stundir. Því stofnaði hún Twitter-reikninginn @SeanHannity_ á aðfararnótt laugardagsins. Hún safnaði sér mörgum fylgjendum á skömmum tíma og sendi skilaboð á Julian Assange þar sem hún sagðist vilja ræða við hann. Assange svaraði um hæl, sagði ánægjulegt að Hannity væri mættur aftur á Twitter og sagðist tilbúinn í spjall. Hann sagði Hannity geta notað „aðrar leiðir“ til að tala við hann.“This exchange between Assange and an impressive Sean Hannity imposter—who duped celebrities like Chrissy Teigen, too—shows Assange has at least tried to launder intel once to Hannity. The "other channels" line could mean it wasn't the first time.https://t.co/UACU8z6P0Dpic.twitter.com/2Bsz0HBbmD — Ben Collins (@oneunderscore__) January 30, 2018 „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity,“ sagði Gilliam við Daily Beast. Hún sýndi blaðamanni miðilsins skjáskot af samskiptum sínum við Assange. Gillam sagðist þá ekki geta trúað því sem væri að gerast. Sem Hannity sagðist hún vera þreytt eftir átök föstudagsins og spurði Assange hvernig hann hefði það. „Ég er ánægður sem lengi sem baráttan stendur yfir!“ svaraði Assange. Gilliam stakk þá upp á tíma til að tala við Assange og hann sagðist klár í það. Sömuleiðis sagði hann að Hannity gæti einnig sent honum skilaboð með öðrum leiðum og hann hefði fregnir af Warner. Þar var Assange að öllum líkindum að tala um þingmanninn Mark Warner, æðsta Demókratann í nefnd öldungadeildarinnar um njósnamál. Sú nefnd er meðal annars að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna árið 2016. Skömmu eftir samskipti Gilliam við Assange steig Warner fram í fjölmiðlum og sagði þingnefndina hafa fengið ný gögn í rannsókninni. Þau gögn opnuðu á fjölmargar spurningar varðandi Donald Trump og Rússland. Talsmaður Warner benti Daily Beast á að Wikileaks væri í raun angi leyniþjónustu Rússlands. Wikileaks hafi sem dæmi birt tölvupósta sem hakkarar á vegum yfirvalda Rússlands stálu af vefþjónum Landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Assange „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent