Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Rannsókn á málinu hófst í janúar þessa árs en kæra barst í ágúst á síðasta ári. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi. Vísir/GVA Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30