Banksy segist hafa sett tætara í rammann fyrir nokkrum árum síðan sem myndi tæta verkið ef það yrði selt á uppboði. Það varð raunin þegar listaverkið var selt á uppboði Sotheby‘s listasölusamsteypunnar. „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið og vitnar þar í heimsfræga listamanninn Picasso.
. "The urge to destroy is also a creative urge" - PicassoView this post on Instagram
A post shared by Banksy (@banksy) on Oct 6, 2018 at 10:09am PDT
Þegar listaverkið hafði verið selt fór af stað viðvörunarbjalla í rammanum og rann myndin úr rammanum í gegnum þartilgerðan tætara, viðstöddum til mikillar undrunar.
Listamaðurinn, sem hefur aldrei komið fram undir nafni, er mikill aðgerðarsinni og hefur hann meðal annars notað list sína til þess að vekja athygli á málefnum Palestínumanna og Kúrda. Þá hefur hann talað gegn neysluhyggju og hernaði.